Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 48
48 ferðalög Helgin 13.-15. janúar 2012
F erðaskrifstofan Sumarferð-ir er að undirbúa flugtak fyrir sumarið og býður upp
á vikulegar ferðir á skemmtilega
áfangastaði í sumar – áfangastaði
sem eru Íslendingum að góðu
kunnir: Almeria, Benidorm,
CALPE, Mallorca og Tenerife.
„Í gær hófum við sölu á ferðum
til Mallorca en það hefur ekki
verið boðið upp á ferðir þangað
frá 2008. Það er okkur sönn
ánægja að setja þessa Miðjarhaf-
sperlu aftur á ferðakortið hjá
Íslendingum sem vilja njóta
lífsins í sólinni. Sundlaugagarð-
arnir þarna eru frábærir,“ segir
Þorsteinn Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sumarferða. Hann
segir jafnframt að hótelkeðjan
sem Sumarferðir er í samstarfi
við sé frábær; hún heitir Viva og
sé þekkt fyrir glæsilegan aðbún-
að og fjölskylduvænar gistingar.
Fyrsta flugið til Mallorca fer í
loftið 22. maí.
Í gær opnuðu Sumarferðir
einnig fyrir sölu á ferðum til
strandbæjarins Almeria á Spáni.
„Almeria er ávaxtakista Evrópu.
Við hófum að bjóða upp á ferðir
til Almeria í fyrra og fengum frá-
bærar viðtökur. Almeria er mjög
„spænskt“ og það er raunar svo
að Spánverjar fara þangað í sín
eigin sumarfrí.“ Saga Almeria,
sem er í héraðinu Andalúsía, nær
allt aftur til ársins 955 en í dag
búa þar 200 þúsund manns. Allt
í kringum Almeria er fjöldi lítilla
þorpa, hvert með sitt einkenni og
sjarma.
Hótelin sem Sumarferðir bjóða
upp á Almería eru vönduð og góð
en verðið er afar hagkvæmt, að
sögn Þorsteins. „Þeir sem vilja
komast í sólina á hagstæðu verði
ættu að skoða Almeria,“ segir
hann. Vikulegt flug til Almeria
hefst 19. júní og verður fram í
september.
Loksins aftur - Mallorca
Spennandi sólar
ferðir í sumar
Hagstæðar ferðir til Almeria
Gengið á fjöll
til að njóta og
bæta heilsuna
Hópurinn dregur mann út og upp á fjall
fjaLLavinir
F jallavinir er félagsskapur sem setja meðal annars á fót verkefnið “Fjöllin
okkar” sem ætti að vera tilvalið
fyrir þá sem hafa áhuga að hefja
fjallgöngur markvisst, upp-
lifa heilmikla náttúrufegurð og
frábært útsýni. Farið verður í 36
ferðir og toppa 54 tinda á árinu og
mun uppsöfnuð hækkun fara í 18
þúsund metra. Ferðirnar henta
vel þeim sem eru þokkalega á sig
komnir og vilja bæta heilsuna,
auka þol og styrk. Fyrsta ferðin
verður á laugardaginn.
„Fjöllin eru valin með það í
huga að allir ættu að geta sigrast
á þeim. Mörg þeirra blasa við
Reykvíkingum og eflaust hafa
flestir ekið framhjá þeim oftar
en einu sinni en hugsanlega ekki
toppað. Og eflaust hefur mörgum
fundist þau kalla á sig,“ segir
Þórður Marelsson fjallagarpur hjá
Fjallavinum.is sem skipuleggur
ferðirnar. Stefnt er á Hvannadals-
hnúk, hæsta tind landsins, í maí
en þá ættu allir að vera komnir í
nægjanlega gott form til þess.
Í upphafi verkefnisins er
farið rólega af stað á lægri fjöll en
smám saman er erfiðleikastigið
aukið bæði með hærri fjöllum
og lengri göngum. Þátttakendur
fá í upphafi fræðslu um heilsu
og þjálfunaráætlun og þannig
tekst fólki markvisst að auka þol
sitt og styrk. Ennfremur er lögð
rík áhersla á að þeir sem byrji í
gönguhópnum ljúki við þessar 36
ferðir. „Við pössum að það hellist
enginn úr lestinni,“ segir Þórður
og nefnir að það sé líklegra að
fólk fari reglulega á fjöll í svona
skipulögðum og skemmtilegum
hópi: „Hópurinn dregur mann út
og upp á fjall.“
Á þriðjudaginn héldu Fjalla-
vinir.is kynningarfund um Fjöllin
okkar og Fjöllin flottu. Veðrið var
afleitt; mikill snjór, hvasst og erf-
ið hálka en engu að síður mættu
160 manns. „Þetta er til marks
um að það er mikil vakning meðal
Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sumarferða.