Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 48
48 ferðalög Helgin 13.-15. janúar 2012 F erðaskrifstofan Sumarferð-ir er að undirbúa flugtak fyrir sumarið og býður upp á vikulegar ferðir á skemmtilega áfangastaði í sumar – áfangastaði sem eru Íslendingum að góðu kunnir: Almeria, Benidorm, CALPE, Mallorca og Tenerife. „Í gær hófum við sölu á ferðum til Mallorca en það hefur ekki verið boðið upp á ferðir þangað frá 2008. Það er okkur sönn ánægja að setja þessa Miðjarhaf- sperlu aftur á ferðakortið hjá Íslendingum sem vilja njóta lífsins í sólinni. Sundlaugagarð- arnir þarna eru frábærir,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir jafnframt að hótelkeðjan sem Sumarferðir er í samstarfi við sé frábær; hún heitir Viva og sé þekkt fyrir glæsilegan aðbún- að og fjölskylduvænar gistingar. Fyrsta flugið til Mallorca fer í loftið 22. maí. Í gær opnuðu Sumarferðir einnig fyrir sölu á ferðum til strandbæjarins Almeria á Spáni. „Almeria er ávaxtakista Evrópu. Við hófum að bjóða upp á ferðir til Almeria í fyrra og fengum frá- bærar viðtökur. Almeria er mjög „spænskt“ og það er raunar svo að Spánverjar fara þangað í sín eigin sumarfrí.“ Saga Almeria, sem er í héraðinu Andalúsía, nær allt aftur til ársins 955 en í dag búa þar 200 þúsund manns. Allt í kringum Almeria er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Hótelin sem Sumarferðir bjóða upp á Almería eru vönduð og góð en verðið er afar hagkvæmt, að sögn Þorsteins. „Þeir sem vilja komast í sólina á hagstæðu verði ættu að skoða Almeria,“ segir hann. Vikulegt flug til Almeria hefst 19. júní og verður fram í september.  Loksins aftur - Mallorca Spennandi sólar­ ferðir í sumar Hagstæðar ferðir til Almeria Gengið á fjöll til að njóta og bæta heilsuna Hópurinn dregur mann út og upp á fjall  fjaLLavinir F jallavinir er félagsskapur sem setja meðal annars á fót verkefnið “Fjöllin okkar” sem ætti að vera tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga að hefja fjallgöngur markvisst, upp- lifa heilmikla náttúrufegurð og frábært útsýni. Farið verður í 36 ferðir og toppa 54 tinda á árinu og mun uppsöfnuð hækkun fara í 18 þúsund metra. Ferðirnar henta vel þeim sem eru þokkalega á sig komnir og vilja bæta heilsuna, auka þol og styrk. Fyrsta ferðin verður á laugardaginn. „Fjöllin eru valin með það í huga að allir ættu að geta sigrast á þeim. Mörg þeirra blasa við Reykvíkingum og eflaust hafa flestir ekið framhjá þeim oftar en einu sinni en hugsanlega ekki toppað. Og eflaust hefur mörgum fundist þau kalla á sig,“ segir Þórður Marelsson fjallagarpur hjá Fjallavinum.is sem skipuleggur ferðirnar. Stefnt er á Hvannadals- hnúk, hæsta tind landsins, í maí en þá ættu allir að vera komnir í nægjanlega gott form til þess. Í upphafi verkefnisins er farið rólega af stað á lægri fjöll en smám saman er erfiðleikastigið aukið bæði með hærri fjöllum og lengri göngum. Þátttakendur fá í upphafi fræðslu um heilsu og þjálfunaráætlun og þannig tekst fólki markvisst að auka þol sitt og styrk. Ennfremur er lögð rík áhersla á að þeir sem byrji í gönguhópnum ljúki við þessar 36 ferðir. „Við pössum að það hellist enginn úr lestinni,“ segir Þórður og nefnir að það sé líklegra að fólk fari reglulega á fjöll í svona skipulögðum og skemmtilegum hópi: „Hópurinn dregur mann út og upp á fjall.“ Á þriðjudaginn héldu Fjalla- vinir.is kynningarfund um Fjöllin okkar og Fjöllin flottu. Veðrið var afleitt; mikill snjór, hvasst og erf- ið hálka en engu að síður mættu 160 manns. „Þetta er til marks um að það er mikil vakning meðal Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sumarferða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.