Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 54

Fréttatíminn - 13.01.2012, Síða 54
F jölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) býður upp á innflytjenda­braut. Þetta er námsbraut sem er sérsniðin að þörfum innflytjenda og hefur skólinn boðið upp á þennan valkost frá árinu 2007. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kennarinn og verk­ efnastjóri við FB, segir að árangur erlendra nemenda sem hafa farið á þessa námsbraut sé vonum framar. „Þeir eru afskaplega duglegir,“ segir hún. Námsbrautin var sett á fót til að bregðast við miklu brottfalli innflytj­ enda úr framhaldsskólum, en braut­ in er sérsniðin að þeirra þörfum; nemendurnir læra meðal annars um íslenskt samfélag og taka íslensku­ áfanga sem sniðnir eru fyrir útlend­ inga. Það hentar erlendum framhalds­ skólanemum vel að stunda nám á innflytjendabraut við FB. Brautinni er ætlað að vera sterkur stuðningur fyrir nemendur fyrstu tvö árin í skól­ anum en þeir útskrifast ekki af inn­ flytjendabraut heldur færa sig svo yfir á eina af þeim fjölmörgu náms­ brautum sem skólinn er með í boði, en í FB eru iðngreinar, listnám og hefðbundið bóknám kennt. Það eru því fleiri valmöguleikar í boði hjá FB en gengur og gerist hjá öðrum skólum enda er framhaldsskólinn einn sá stærsti á landinu með 1.500 nemendur í dagskóla og 700 í kvöld­ skóla. Dæmi um námsbrautir sem kenndar eru við skólann eru: Húsa­ smíði, rafvirkjun, lista­, íþrótta­, og snyrtibraut og sjúkraliðabraut auk hefðbundnari námsleiða svo sem málabraut, félagsfræðabraut og náttúrufræðibraut. „Fjölbrautakerf­ ið býður upp á mikinn sveigjanleika og skólinn er stór og námsframboð mikið. Erlendu nemendurnir geta því valið braut eftir áhugasviði og því hvar sem styrkleikar þeirra liggja,“ segir Ágústa Unnur. Skólinn byrjaði að bjóða upp á þessa námsbraut árið 2007 og hófu þá nám 15 nemendur en þeir eru nú 60. Flestir koma frá Póllandi og Fi­ lipseyjum, og hafa búið hér frá einu ári til sex ára. Fimm hyggja á útskrift í vor. Þá útskrifaðist nemandi, sem er flóttamaður frá Kósóva­Albaníu, sem sjúkraliði í vor og er núna að bæta við sig stúdentsprófi til þess að geta farið í hjúkrunarfræði í Háskóla Ís­ lands. Nemendurnir eru flestir á hefðbundnum menntaskólaaldri. Kennt á íslenskt samfélag Þar sem nemendurnir eru innflytj­ endur þekkja þeir samfélagið ekki jafnvel og aðrir á framhaldsskóla­ aldri. Þeir taka því tvo áfanga þar sem þeim er kennt sérstaklega á ís­ lenskt samfélag og menningu; fara í vettvangsferðir í leikhús, í Þjóðmenn­ ingarhúsið, í Alþingishúsið, Ráðhúsið og ýmis fyrirtæki og stofnanir. Lögð er áhersla á að veita nemend­ um mikinn stuðning. Hann er eink­ um tvennskonar og byggir á svoköll­ uðum „mentorum“: Annars vegar hjálpa Íslendingarnir erlendum nem­ endunum og hins vegar samlandar þeirra. „Þetta aðstoðar nemendur­ nar við að aðlagast bæði félagslega og námslega,“ segir Ágústa Unnur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að þeim líði vel í skólanum, þá mæta nemendurnir betur í skólann sem svo minnkar líkurnar á brottfalli.“ Nauðsynlegur grunnur lagður með undirbúningsáföngum Ennfremur er innflytjendabrautin með undirbúningsáfanga í félags­ fræði og heilbrigðisfræði (sem er einkum fyrir þá sem ætla á sjúkra­ liðabraut en nokkur fjöldi innflytj­ enda fara í sjúkraliðanám og vinna á heilbrigðisstofnun). Ástæða þess að það er sérstakur undirbúningsáfangi fyrir þessi tvö fög er að það þarf að útskýra mörg erfið orð fyrir þeim sem ekki hafa góð tök á íslensku. Starfsfólk skólans fylgjast sérstak­ lega vel með nemendum á innflytjenda­ brautinni. „Nemendurnir fá einstak­ lingsmiðaða stundaskrá og stuðning eftir þörfum. Það skiptir sköpum, námsbrautin er líka það lítil að þekkja má alla með nafni,“ segir hún. 54 skólar og nám Helgin 13.-15. janúar 2012 Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 www.rikismennt.is • rikismennt@rikismennt.is Þín leið til fræðslu Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is ENGLAND • ÍTALÍA • KANADA • SKOTLAND • SPÁNN Með samstarfi við alþjóðlega fag- háskóla í fimm löndum getum við boðið mikið úrval námsleiða. Nemendur koma víða að úr heiminum og þannig skapast alþjóðlegt umhverfi sem gerir dvölina ógleymanlega. Auk þess eiga nemar góða möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Dæmi um nám í boði: Fatahönnun • Textíl- og tíska • Skartgripahönnun • Auglýsinga- stjórn • Grafísk hönnun • Marg- miðlun • Vöruhönnun • Markaðs- fræði • Ljósmyndun • Kvikmynda- gerð • Leikmyndagerð • Marg- miðlun • Arkitektúr • Innanhúss- hönnun • Iðnhönnun • Ljósahönn- un • Blaðamennska • Sýninga- hönnun • Viðburðastjórnun. Flóttamaður á leið í hjúkrunarfræði Líður vel í FB og á eftir að sakna skólans.  INNFlytjeNdabraut Flóttamaður á leið i hjúkrunarFræði í hí Námsbraut fyrir inn flytjendur í FB Fitore Veselaj er tvítugur nemandi frá Kosóvó sem mun útskrifast í vor sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiða­ holti (FB). Hún ætlar í hjúkr­ unarfræði í Háskóla Íslands í haust. „Það er langt síðan ég ákvað að fara í hjúkrunarfræði. Ég var tíu ára,“ segir Fitore, sem talar góða íslensku. Foreldrar hennar eru flótta­ menn frá Kósóvó og hún flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir tólf árum en þá var hún átta ára gömul. Þau fluttu fyrst til Dalvíkur, þar fór hún á undirbúningsnámskeið og gekk svo í grunnskólann þar, byrjaði í þriðja bekk og upp í sjöunda. Þá flutti hún í Breið­ holtið með fjölskyldu sinni. Þetta er stór fjölskylda, en hún á fjögur systkini, fjölskyldan telur því sjö manns. Fitore er næstelst af systkinunum. Fitore hóf framhaldsskóla­ göngu sína með því að fara á innflytjendabraut í FB, sem fjallað er um ítarlega hér á síðunni og tekur tvö ár, þaðan lá leiðin á sjúkraliðabraut, en hún hefur lengi stefnt á að fara í hjúkrunarfræði í háskóla, og að lokum lýkur hún stúdents­ próf í vor; sem er jú aðgöngu­ miðinn að Háskóla Íslands. Hún segir að það hafi hjálpað henni mikið í náminu að byrja á innflytjendabraut. „Eftir að hafa verið á inn­ flytjendabrautinni fannst mér námið mun léttara, enda búið að kenna mér orð sem koma fyrir í náminu og ég skyldi ekki,” segir Fitore. Þrátt fyrir að hafa lokið náminu á inn­ flytjendabrautinni segir hún að hún geti alltaf leitað eftir aðstoð frá brautinni ef hún þarf á því að halda. Fitore ber mentor­kerfinu vel söguna en það er fyrir­ komulag þar sem nemendur, bæði innlendir og erlendir, aðstoða þá sem eru á innflytj­ endabraut bæði félagslega, sumsé að kynnast öðrum nem­ endum, og við námið. Þar fékk hún bæði aðstoð við námið og kynntist fólki og reynt var að halda samband eftir að skóla­ deginum lauk. „Ég var líka mentor og við hjálpuðum við hvert öðru,“ segir hún. „Ég kann vel við mig í FB. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími, hér hef ég fengið góðan stuðning og mér líður vel í skólanum. Ég á eftir að sakna skólans,“ segir Fitore. Ágústa unnur Gun- narsdóttir, kennari og verkefnastjóri við FB ásamt Fitore Veselaj sem stefnir á hjúkrunarfræðinám við HÍ. Mikill stuðn- ingur til að bregðast við brott- falli inn- flytjenda úr fram- halds- skólum

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.