Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 14
É g segi það bara eins og það er: Alltof of langt er síðan Íslendingur hef-ur unnið titilinn Sterkasti maður heims. Og ég stefni að því að bæta úr því. Það er kominn tími til að gera eitthvað,“ segir kraftajötuninn Stefán Sölvi Péturs- son. Magnús Ver Magnússon var síðasti Ís- lendingurinn til að hampa titlinum en það var fyrir sextán árum, árið 1996. Fékk kraftadellu fjögurra ára á Eiðistorgi Stefán Sölvi er engin smásmíði. Hann er 195 sentimetrar á hæð og 155 kíló. „Ég hef alltaf verið stór og mikill. Var alltaf höfð- inu hærri en jafnaldrar mínir og orðinn 190 sentimetrar um fermingu. Ég spilaði fótbolta með félögunum en var alltaf frekar klunnalegur. Það lá einhvern veginn bet- ur fyrir mér að fara í kraftasportið. En ég er venjulegi gaurinn í þessu sporti. Félagi minn og aðalkeppinautur, Hafþór Júlíus, er til að mynda 205 sentimetrar á hæð og 193 kíló,“ segir Stefán Sölvi og hlær. Snemma beygist krókurinn segir mál- tækið og það á svo sannarlega við í tilfelli Stefáns Sölva. „Ég var fjögurra ára þegar ég fékk bakteríuna. Þá fór ég og sá sýningu á Eiðistorgi þar sem Jón Páll, Hjalti Úrsus og Magnús Ver sýndu styrk sinn og kraft. Um leið og ég kom heim byrj- aði ég að lyfta dótakössum og fékk síðan lyftingalóð í fimm ára afmælisgjöf. Ég byrjaði síðan að lyfta af al- vöru þegar ég var sautján ára og byrjaður keppa ári seinna,“ segir Stefán Sölvi sem verður tuttugu og sex ára í mars næstkomandi. Ætlar í þá sterkustu Stefán Sölvi hefur unnið keppnina Sterkasti maður Íslands undanfarin þrjú ár og hafnaði í fjórða sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2010. „Það snýst auðvitað allt um keppnina um Sterkasta manns heims á hverju ári. Keppnin fer fram í september en það er ekki búið að gefa það út hvar hún verður haldin í ár. Markmiðið er alltaf að sigra en allt annað en verðlaunapallur eru vonbrigði. Til þess að komast á verðlaunapall þarf ég að moka út þremur bestu aflraunamönnum heims; Bandaríkjamanninum Brian Shaw, Litháan- um Zydraunas Savickas og Englendingnum Terry Hollands. Zydraunas er óumdeilanlega sterkasti maður veraldar í dag en ég ætla að komast upp fyrir þessa karla. Það er mark- miðið og fyrir það æfi ég allt árið,“ segir Stefán Sölvi og bætir við að þessar keppn- ir hafi breyst mikið frá því að Jón Páll og Magnús Ver voru upp á sitt besta. „Þeir voru báðir ótrúlegir á sínum tíma en þetta er allt önnur íþrótt í dag. Þyngdirnar eru orðnar miklu meiri og nú þýðir ekkert annað en að æfa þær greinar sem keppt er í allt árið,“ segir Stefán Sölvi en hann er með að- stöðu í Hafnarfirði þar sem hann er með heimasmíðuð tæki, burðast með þyngdir, dregur og ýtir hlutum – ná- kvæmlega eins og í keppn- inni. „Hér áður fyrr æfðu menn bara lyfting- ar og duttu síðan inn í keppnirnar á sumrin. Sá tími er liðinn,“ segir Stefán Sölvi sem vinnur sem dyravörður og einkaþjálfari milli þess sem hann æfir og borðar. „Ég verða að vinna til að ná endum saman. Það verður enginn ríkur á kraftasportinu.“ Fatar sig upp í Bandaríkjunum Næsta verkefni Stefáns Sölva er kraftamót í tengslum við sýninguna LA Fit Expo í Los Angeles nú um helgina. „Þetta er vöru- kynningasýning og síðan er fullt af íþrótta- mótum haldin í tengslum við sýninguna. Ég keppi á alfraunamótinu All American Strongman Challenge en sigurvegari fer beint á Arnold Classic Strongman. „Það eru þegar komnir tveir Íslendingar á það mót, Benedikt Magnússon og Hafþór Júlíus Björnsson. Ég stefni ekki á neitt annað en vinna þetta mót og komast á Arnold Clas- sic,“ segir Stefán Sölvi. Hann hyggst líka endurnýja fataskápinn sinn í ferðinni en það er ekki heiglum hent fyrir mann eins og hann að finna föt á Íslandi. Vandamál mitt er að ég er breiðari um herðarnar heldur en um mittið. Það er því lítið fataúrval á Íslandi og því eru Bandaríkin kærkomin áfanga- staður með það fyrir augum að finna á sig föt,“ segir Stefán Sölvi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Kraftajötuninn Stefán Sölvi Péturs- son byrjaði ungur að lyfta lóðum. Hann á sér aðeins eitt markmið – að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar og verða sterkasti maður heims. Fékk lóð í afmælisgjöf fimm ára gamall Kjúlli, naut og fiskur á hverjum degi Eins og sést á myndunum er Stefán Sölvi engin smásmíði. Og þarf að borða eftir því. „Ég byrja daginn yfirleitt á próteindrykk og fæ mér slíkan fjórum sinnum á dag. Síðan borða ég ommilettu, kjúkling og kartöflur eða hrís- grjón, nautakjöt og kartöflur eða hrísgrjón og síðan fisk og kartöflur eða hrísgrjón. Ég borða þetta á hverjum degi,“ segir Stefán Sölvi og viðurkennir að hann sé ekki vinsælasti maðurinn á hlað- borðum bæjarins. Eins og sjá má þá er Stefán Sölvi hrikalegur að sjá. Ljósmynd/ Arnold Björnsson Zydraunas er óumdeilanlega sterkasti maður veraldar í dag en ég ætla að komast upp fyrir þessa karla. FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . FLÍSAR.. .TEPPI. . .PARKET.. .DÚKAR.. . Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Teppi og dúkar 25% afsláttur Baðherbergisvörur 20 -70% afsláttur ÚTS L 14 viðtal Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.