Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 54
Helgin 27.-29. janúar 201246 tíska Gulur er litur ársins Fyrir nokkrum dögum fögnuðu Kínverjar nýju ári með flugeldasýningu á efsta stigi, nokkrum dögum eftir okkar ára- mót. Fjörugt ár drekans er aðeins rétt að byrja en það mun einkennast af miklu hugrekki, glamúr og gleði. Drekinn býr yfir mikilli sköpunargáfu, samkvæmt kínverskri speki og mun hönnun fara á efsta stig á komandi mánuðum. Meira hugrekki mun einkenna nýja hönnun á árinu og er því spáð að við munum sjá frumlegar og fjörugar flíkur sem ekki hafa sést áður. En það er meira sem spilar inn í sköpunargleði hönnuða á árinu. Hvert ár í kínverskri speki hefur einhvern einn lit sem er hvað mest öflugastur. Í fyrra var það hvíti liturinn sem hefur nært okkur undanfarið og hreinsað anda og sál. Nú í ár, á ári drekans, er tími gula litarins sem örvar sköpun, eykur hugarflæði og eflir tilfinningalífið fyrir sólríkt sumar. Því er tilvalið að vakna til vitundar á nýju ári drekans og skipta út svörtu og þungu flíkunum yfir í gular og glaðlegar flíkur sem örva bæði umhverfið og okkur sjálf. En þrátt fyrir að það sé ár gula litarins þýðir það ekki að aðrir litir sjáist ekki á árinu. Við ættum öll að lesa okkur til um kínversku spekina og finna okkar eigin lit. Svo virðist, samkvæmt spekinni, sem litirnir leiki stórt hlutverk í lífi hvers einstak- lings og ættu allir að leita litarins sem passar best við okkar persónuleika og hafa hann áberandi í okkar nánasta umhverfi. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Það virðist sem snyrtivöruris- inn Mac komi með nýjar línur í hverri viku. Fyrirtækið kynnti nýverið nýja og litríka línu sem væntanleg er í vor og heitir hún Cook Mac Collection eða Matreiðslu-Mac-línan. Auglýsingar línunnar voru teknar í eldhúsinu og í mat- vöruversluninni þar sem velmálaðar húsmæður undir- búa það þegar sest verður að borðum. Línan samanstendur af sex ólíkum varalitum, þremur kinnalitum, augnskuggum og fleiri skemmtilegum vörum sem húsmæðurnar skemmta sér með áður en farið er í eldhúsið. Línan er væntanleg hingað til lands mánuði eftir að hún fer í sölu í Bandaríkjunum. Litrík förðunarlína fyrir húsmæður Ísraelska fyrirsætan Bar Rafaeli vinnur nú hörðum höndum að klára nýja nærfatalínu sem kemur í versl- anir í Bandaríkjunum á Valentíusar- degi. Fyrirsætan, sem þekkt er fyrir sínar kvenlegu línur, sagði í nýlegu viðtali við Us Magazine að það vanti nærföt fyrir kvenmenn sem ýta undir kvenlegan vöxt þeirra. Nærfötum Rafaeli er ætlað að reynast kynþokkafull, hún hannar sjálf og verður nærfatnaðurinn seldur lægra verði en nærfötin sem lágvöruverðsverslanir á borð við H&M selja. Föstudagur Skór: Converse Buxur: Topshop Peysa: Monki Vesti: North Face Þriðjudagur Skór: GK skór Buxur: Topshop Peysa: Second hand Sækir innblástur til áttunda og níunda áratugarins Fimmtudagur SKór: Second Hand Buxur: Monki Peysa: American Apperal Skyrta: Topshop Miðvikudagur Skór: H&M Buxur: Topshop SKyrta: H&M Steinunn Helga Þor- steinsdóttir er fimm- tán ára tískubloggari sem stundar nám á síðasta ári í Réttarholt- skóla. „Stíllinn minn er mjög fjölbreyttur Mánudagur Skór: Second hand búð Sokkabuxur: Topshop Pils: Weekday Skyrta: American Apperal Vesti: GAP og ótrúlega misjafn. Áttundi og níundi áratugurinn höfðar til mín þegar klæðnaður er annars vegar og sæki ég mikið í slíkar flíkur. Fötin kaupa ég mest í Monki, Topshop og American Apperal – þegar ég hef tækifæri til að versla þar. Ég lít mikið upp til íslenska hönnuðarins Rósu Bryndísar sem býr núna í Kaupmannahöfn, en hún er mest í að hanna nútímaflíkur sem leggjast vel að líkam- anum. Breska tískugyðjan Alexa Chung er einnig sú sem veitir mér innblástur í tísku. Hún er alltaf flott, fer sínar eigin leiðir og er óhrædd hvað öðrum finnst. Kate Moss í réttu ljósi Ofurfyrirsætan Kate Moss, sem nýlega fagnaði 38 ára afmæli sínu, er nýjasti talsmaður tískuhússins Mango fyrir vor/sumar-línuna þeirra. Auglýsingaherferðin mun sýna Kate í réttu ljósi; sem eiginkonu og móður, og verður hún ljós- mynduð af hinum eftisótta stjörnu- ljósmyndara Terry Richardsson. Línan er væntanleg á markað snemma í vor en herferðin verður sett af stað í lok næsta mánaðar. Bar Rafaeli hannar ódýr nærföt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.