Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 33
Fært til bókar  Vikan sem Var Opinber nekt Ég er náttúrulega búin að vera rosalega opinber manneskja þannig að þetta er kannski svolítið mér að kenna en þetta er samt rosalega óþægilegt. Völu Grand var illa brugðið í sturtunni í World Class þegar kona vatt sér að henni til þess eins að hrósa fagurlega sköpuðum sköpum hennar. Sumir stinga á kýlum Já ég er afar stolt af mínum störfum og hef ég getað stungið á mörgum málum sem hafa skipt samfélagið allt miklu máli. Ég man ekki eftir neinu sem ég ætti að skammast mín fyrir í augnablikinu. Alþingiskonan Vigdís Hauksdóttir var í miklu stuði í beinni línu á dv.is og fór ekki leynt með ánægju sína með eigin störf á hinu háa alþingi. Kom MS á kaldan klaka Mér fannst þetta ekki eðlilegt og er mjög ánægð með þetta. Guðný Þorsteinsdóttir fagnaði fullnaðarsigri yfir Mjólkursamsölunni sem hætti við að bjóða upp á bláan strákaís og bleikan stelpuís eftir að Guðný vakti athygli á vörutegundunum á Facebook. Vandræði nakta apans Ég ætla ekki að fara að hneykslast á þessu - jú, þetta er pínu ónáttúrulegt – og hlýtur að vera ansi mikið vesen. Egill Helgason blandaði sér í eldfima umræðu um kynfærarakstur en fékk engan botn í málið. Ekkert prívat í Hörpu! Svo sátu þau og blöðruðu og flöðruðu hvert upp um annað í sætunum, á milli þess sem þau töluðu í símann og sendu sms. Reynir Þór Eggertsson gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar var ekki par ánægður með bægslaganginn í Geira á Goldfinger og föngulegum flokki fljóða í hans fylgd sem skemmtu sér að því er virðist fullvel á tónleikunum. Líka gott að hugsa fram í tímann Það er gott að vera vitur eftir á og það er rétt að vera vitur eftir á, hafi maður rangt fyrir sér. Atli Gíslason þingmaður utan flokka greip í gamla en trausta klisju til þess að skýra sinnaskipti sín í Landsdómsmálinu. Þú segir ekki? Þetta var reyfarakenndur tími sem þarna gekk yfir. Birgir Ómar Haraldsson, sem var stjórnarformaður VSP, útlistaði útrásartímann á einfaldan og skýran hátt við vitaleiðslur í aðalmeðferð máls gegn Viggó Þóri Þórissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra VSP, fyrir héraðsdómi Reykjaness. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 399 PVC mottur 50x80 cm 1.490 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 Geimskipafélag Íslands Fyrirtækjastjórnendur eru sem betur fer ekki alveg húmorslausir þegar kemur að nafngiftum fyrirtækja. Eitt elsta hluta- félag hérlendis er Eimskipafélag Íslands, sem á árum áður var kallað óskabarn þjóðarinnar. Nú hefur hljómlíkt fyrirtækj- anafn bæst við, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu, Geimskipafélag Íslands. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur stofnað dóttur- fyrirtækið CCP GI hf. sem ætlað er að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands. GI-hluti nafnsins stendur fyrir „Geimskipafélag Íslands“ að sögn Hilmars Veigars Péturssonar, for- stjóra CCP og hins nýstofnaða félags, að því er fram kemur í blaðinu. „Við kunnum ekki alveg við að stofna félagið undir nafninu Geimskipafélagið og létum nægja að skammstafa það í nafninu,“ segir hann hann í viðtali þar og vonast CCP til að geta laðað að erlenda fjárfesta. Ólíkt er hið nýja nafn hljómmeira en ýmis erlend fyrirtækjanöfn sem íslensk fyrirtæki hafa tekið sér. viðhorf 25 Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.