Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 28
4 vetrarfjör Helgin 27.-29. janúar 2012 KYNNING F jallakofinn er verslun með alls kyns útivistarbúnað, en sérhæfir sig í meira krefjandi útivist. „Styrkur okkar liggur í snjóflóðavarnarbúnaði og alls kyns öryggisbúnaði fyrir þá sem eru að ferðast,“ segir Smári Guðnason. „Þar má nefna snjóflóðaskóflur, stangir og snjóflóðaýla en þetta þrennt kallast oft heilaga þrenningin í þessum bransa. Í rauninni ætti enginn að fara á fjöll án þess að vera með þennan búnað á sér. Við erum að fá byltingarkenndan snjóflóða- ýli sem er með fjórum loftnetum. Hann er einnig með GPS stuðningi og gefur því alltaf upp nákvæma staðsetningu þess sem ber hann. Þetta er gríðarlega mikilvægt þegar leitað er að týndu fólki í snjóflóði. Búnaðurinn sem við erum með er frá PIEPS og Black Diamond.“ Fjallaskíðaganga er alltaf að verða vinsælli og vin- sælli hér á landi og segir Smári þá bjóða upp á allan fjallaskíðabúnað fyrir þá sem vilja vera uppi á jöklum og á hálendi en í slíkum ferðum er auðvit- að mjög nauðsynlegt að vera með alvörubúnað og vera viðbúin öllum veðr- um. „Skíðahjálmurinn er sem betur fer að ryðja sér til rúms á Íslandi. Það hefur sérstaklega vantað svolítið upp á að íslenskir skíðaiðkendur noti hann.“ Smári bætir því við að fyrir þá sem eru aðallega að reyna að komast ferða sinna á jafnsléttu í færðinni sem verið hefur undan- farið komi hálkugorm- arnir að góðum notum. „Þeir eru settir undir skóna og hafa verið mjög vinsælir hjá okkur. Eins eru hálkubroddarnir einfaldir og þægilegir í notkun fyrir þá sem eru til dæmis að fara upp á Esjuna.“ Fjallakofinn rekur tvær verslanir, Reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirði og Lauga- vegi 11 Reykjavík.  FjallaKoFINN Útivistarvörur fyrir byrjendur og lengra komna FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 5 31 16 1 2/ 11 SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS Með rjóðar kinnar og rjúkandi kakó bíða þín fannhvítar hæðir og fjöll. Taktu flugið í næstu skíðabrekku og lyftu þér upp milli þess sem þú rennir þér niður. Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.