Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 52
The Artist er í stuttu máli einfaldlega stórkostleg kvikmynd – það ekkert nema stórafrek nú til dags að segja dásamlega fallega ástarsögu sem fer með áhorfand- ann upp og niður allan tilfinningaskalann í svart/hvítri og þögulli bíómynd. Hér er sögð svo heillandi og ógleymanleg saga, gerð af svo mikilli fagmennsku og alúð að mann bókstaflega sundlar af töfrunum sem bera fyrir augu manns á hvíta tjald- inu. Í ofanálag er The Artist svo undur- fagur óður til einfaldari og horfinna tíma. George Valentin er stórstjarna í þöglum bíómyndum og alveg mátulega sjálfum- glaður. Fyrir algera tilviljun liggja leiðir hans og stúlkunnar Peppy Miller saman og verður til þess að hún öðlast einnig frægð og frama í Hollywood. Á milli þeirra kviknar strax neisti sem nær þó ekki að verða að því ástarbáli sem hann gefur fyrirheit um. Þegar talmyndirnar leysa þær þöglu af hólmi þráast Valentin við. Neitar að laga sig að breyttum tímum og fellur því af stalli – ólíkt Peppi sem verður skærasta stjarna talmyndanna. Barátta Valentins við sjálfan sig og mót- lætið er mögnuð og tilfinningatjáning leikarans Jean Dujardin, með látbragði og svipbrigðum, er ótrúleg. Þá er Bérénice Bejo engu síðri í hlutverki Peppy. Sjarmi hennar er ómótstæðilegur og ég minnist þess ekki að hafa heillast jafn gersamlega af nokkurri leikkonu á einu augabragði eins og þessari undursamlegu konu. Öllu er þessu komið til skila þegjandi en ekki alveg hljóðalaust þar sem frábær tónlist gefur tjáningu leikaranna mikil- fenglega vængi og innsiglar þennan yndislega töfrahring sem hverfist um áhorfendur. Janúar er ekki enn liðinn en ég held að það sé nokkuð óhætt að full- yrða að fólki mun ekki bjóðast að sjá betri mynd en The Artist í bíó á þessu ári. Jafn- vel ekki á því næsta heldur. Þórarinn Þórarinsson 44 bíó Helgin 27.-29. janúar 2012 W ar Horse gerist að mestu leyti á blóðugum vígvelli fyrri heims-styrjaldarinnar og segir frá ævin- týralegri tilraun hins unga Alberts til þess að endurheimta og bjarga gæðingnum sínum honum Joey sem þjónar bresku riddaraliði í stríðinu. Foreldrar Alberts eru leiguliðar í Devon á Englandi árið 1915. Dag nokkurn verður Albert vitni að því þegar hryssa kastar fallegu folaldi og þar með hefst falleg vinátta drengs og dýrs. Albert er svo hugfanginn af folaldinu að faðir hans ákveður, þrátt fyrir takmörkuð fjárráð, að kaupa hestinn. Albert gefur folaldinu nafnið Joey og með tímanum tengjast þessir félagar sterkum tilfinninga- böndum. Vinunum virðist þó ekki ætlað að njóta félagsskapar hvors annars til lengdar þar sem uppskerubrestur setur heimilishald og búskap foreldra Alberts í uppnám og faðir hans sér ekki aðra leið úr hremmingunum en að selja breska riddaraliðinu hestinn góða til þess að geta greitt leiguna fyrir bújörðina. Albert sættir sig ekki við þessi örlög og þótt hann hafi ekki aldur til þess að berjast í stríðinu eltir hann hinn ferfætta vin sinn á vígvöllinn þar sem þeirra bíða ýmsar hremmingar sem reyna bæði á mann og hest til hins ítrasta. Aðrir miðlar: Imdb: 7.4, Rotten Tomatoes: 77%, Metacritic: 72%  Frumsýnd War Horse Ofurleikstjórinn Steven Spielberg lætur sér ekki verk úr hendi falla. Fyrir skömmu bauð hann okkur upp á tölvuteiknaða rússíbanareið í gegnum heillandi ævintýraheim Tinna og nú geysist hann fram á hestbaki og gerir sig jafnvel líklegan til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni með War Horse; mynd sem þykir ná ekki síðri tilfinningatökum á áhorfendum og E.T. sællar minningar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Stríðshestur Spielbergs  Bíódómur THe descendanTs  ... þótt hann hafi ekki aldur til þess að berjast í stríðinu eltir hann hinn ferfætta vin sinn á vígvöllinn ...  Bíódómur THe arTisT Albert eltir hinn ferfætta vin sinn á vígvöllinn.  Þögul snilld Fyrstu mínúturnar lítur The Desc- endants út fyrir að vera nánast hálf púkalegt lítið sósí- aldrama þar sem rok og þunglama- legt skýjafar hefur komið í stað hinnar eilífu sólar sem Hawaii er þekktust fyrir. Þegar sög- unni vindur áfram og frábær leikhóp- urinn hefur skilað sínu verður hún hins vegar risastór og dásamlega marglaga þroskasaga – á afskaplega áreynslu- og yfirlætislausan hátt. Leikstjóranum Alexander Payne tekst í The Descendants að fá mann til að hlæja upphátt á nákvæmlega sama tíma og maður fær kökk í hálsinn og tár í augun. Payne hefur áður sýnt að hann er fær um að ná fram frábærri frammistöðu hjá leikurum sínum. Sideways gerði þann ólánlega leikara Paul Giamatti verðskuldað að stjörnu og Thomas Haden Church var hreint magn- aður sem útbrunninn kvennaljómi í sömu mynd. Í The Descendants fer Payne skrefi lengra með afbragðs hóp leikara. Hver og einn einasti sem birtist í mynd glansar – sama hvort hlutverkið er lítið eða stórt. Sagan segir frá um það bil viku í lífi lögfræðingsins Matt King, sem George Clooney leikur. Eiginkona hans liggur á spítala í dái eftir slys og King þarf skyndilega að sinna tíu ára dóttur sinni, sem hann hafði ekki gert mikið meira en að deila með þaki áður. Vegna slyssins þarf hann að auki að sækja baldna sautján ára dóttur sína í heimavistarskóla. Samband hans við stúlkurnar er í molum, eins og reyndar flesta aðra. Stórfjölskylda hans lúrir á gríðarlegu ríkidæmi, en hann hefur veitt dætrum sínum sama uppeldi og hann fékk. „Þær fá nógu mikla peninga til að gera eitthvað, en ekki svo mikla að þær geri ekki neitt,“ segir hann. Slys konu hans, og nýjar upp- lýsingar í kjölfarið, neyðir hann til að meta allt upp á nýtt. Clooney á stjörnuleik í hlutverki King. Maður kaupir hann fullkomlega sem þennan rúðustrikaða mann sem virðist hafa verið fjarverandi úr eigin lífi um langa hríð. Hvernig fer King að því að halda haus á sama tíma og allt fer um koll í kringum hann er spurningin sem leitar á áhorfendur. Er hann svona dofinn, er það æðruleysi eða kannski ást? Myndin svarar því á eftirminnilegan hátt. Jón Kaldal Hlátur og grátur George Clooney leikur lög- fræðinginn Matt King sem er tilneyddur til að endurskoða líf sitt. Shailene Woodley er frá- bær í hlutverki dóttur hans, eins og aðrir í mögnuðum leikarahópi myndarinnar. The Grey Þegar flugvél olíuleitarmanna hrapar í auðnum Alaska má segja að þeir heppnu hafi farist í slysinu því eftirlifenda bíður fátt annað en að enda sem aðalréttur hjá blóðþyrstum úlfum. Liam Neeson leikur grjótharðan en lífsleiðan veiðimann sem hefur þann starfa að vernda olíuleitarmennina fyrir úlfunum og sá þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum í baráttu upp á líf og dauða við óargadýrin og óblíða náttúruna. Aðrir miðlar: Imdb: -, Rotten Tomatoes: 75%, Metacritic: 53% Man on a Ledge Nick Cassidy er fyrrverandi lögreglumaður. Hann leigir sér hótelherbergi í einu af háhýsum Manhattan þar sem hann klifrar út um gluggann og býr sig undir að kasta sér út í opinn dauðann. Uppátækið vekur athygli á jörðu niðri, sérsveit lögreglunnar mætir á staðinn og sálfræðingur er sendur upp á herbergið til þess að reyna að telja Nick hughvarf. Í ljós kemur að Nick telur sig hafa verið svikinn af aðilum innan stjórnkerfisins og að hann hafi verið dæmdur saklaus í fangelsi. Hann krefst réttlætis því annars hafi hann ekki um neitt annað að velja en að stökkva. Aðrir miðlar: Imdb: -, Rotten Tomatoes: 13%, Metacritic: 39% OPIÐ HÚS Skiptinemasamtök AFS eru með opið hús fimmtudaginn 2. febrúar. Allir sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almennt eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða. HVAR: Skrifstofu AFS, Ingólfsstræti 3, Reykjavík HVENÆR: Fimmtudaginn 2. febrúar 2012 Allir velkomnir! AFS á Íslandi · Sími 552 5450 · www.afs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.