Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Viðurkenningar FKA veittar Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Hvalaskoðunar Reykjavíkur sem betur er þekkt sem Elding, hlaut í gær FKA viðurkenninguna. Rann- veig rekur sex skip og stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins. Hvalaskoðun er nú þriðja vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hérlendis. Þakkarviðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, fékk Erla Wigelund sem oftast er kennd við Verð- listann. Hún opnaði verslunina árið 1965 og stendur enn vaktina, 83 ára. Gæfusporið fengu Katrín Olga Jóhannesdóttir og Sigríður Margrét Oddsdóttir sem fyrir rúmu ári keyptu Já.is í félagi við fjárfestingasjóðinn Auði 1. Hvatningarviðurkenningu FKA fékk fyrirtækið Attentus. Stofnendur og eigendur eru Inga Björg Hjaltadóttir, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og Árný Elíasdóttir. Nánar er fjallað um Attentus í frétt á bls. 8. - jh Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framsóknarflokksins.  Stjórnmál Fjármál Flokkanna Framsóknarflokkur- inn tapaði einni og hálfri milljón króna Ársreikningur flokksins fyrir árið 2010 sýnir bata í rekstri og lækkun skulda frá fyrra ári F ramsóknarflokkurinn tapaði rétt rúmri 1,5 milljón á árinu 2010 samkvæmt ársreikningi sem flokkurinn skilaði inn til Ríkis- endurskoðunar í síðustu viku. Árs- reikningsins hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu því rétt tæpir fjórir mánuðir eru síðan lögboð- inn frestur stjórnmálaflokkanna til að skila ársreikningum fyrir árið 2010 til stofnunarinnar rann út. Seink- unin olli því meðal annars að ekki var hægt greiða árlegan styrk Ríkissjóðs til flokksins á réttum tíma eins og greint var frá í Fréttatímanum fyrir skömmu. Samkvæmt ársreikningnum minnkuðu tekjur flokksins um átta milljónir á milli ára og voru 97 millj- ónir. Þetta er þrátt fyrir að styrkur ríkissjóðs var átta milljónum hærri en árið áður. Framlög lögaðila, einstaklinga sem og aðrar tekjur drógust hins vegar saman um sam- tals sextán milljónir. Reksturinn virðist hins vegar hafa verið tekinn í gegn því rekstrarkostnaður lækkaði um rúmar fjörutíu milljónir frá fyrra ári og var 81 milljón. Flokkurinn sýndi því hagnað upp á sextán millj- ónir þegar fjármagnsgjöld eru ekki reiknuð með. Fjármagnskostnaður upp á rúmar sautján milljónir gerir það hins að verkum að tapið í heild var rétt rúm ein og hálf milljón. Eigið fé flokksins er neikvætt um 85 millj- ónir en lækkaði verulega frá fyrra ári. Skuldir Framsóknar eru 214 milljónir og lækkuðu um 20 prósent frá fyrra ári. Hrólfur Ölvisson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, hefur margoft lofað því við blaðamann Fréttatímans að gera bragarbót á skilum á ársreikningi og samkvæmt upplýsingum frá flokknum hefur staðið yfir vinna sem miðar að því að skerpa á skilum flokksfélaganna út á landi á reikningum sínum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Fjórflokkurinn skuldar 650 milljónir Fjórflokkurinn svokallaði, sem samanstendur af Fram- sóknarflokki, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Vinstri hreyfingunni – Grænu fram- boði, skuldar samanlagt 645,1 milljón. Þar af skuldar Sjálf- stæðisflokkurinn 216,5 millj- ónir, Framsóknarflokkurinn 214,9, Samfylkingin 110,1 og Vinstri grænir 103,6. Á undan- förnum fjórum árum hafa flokkarnir fjórir fengið rúman 1,5 milljarð frá ríkinu. Af því fengu sjálfstæðismenn rúmar 550 milljónir, Samfylkingin 477 milljónir og Framsókn og vinstri grænir um 250 milljónir hvor. -óhþ María Hjálmtýsdóttir fyrir utan Santa María sem var lokað um áramótin. Ljósmynd/Hari  miðbærinn Santa maría hættir Kennsla og veitingarekstur fór ekki vel saman „Nei, illi kryddrisinn drap ekki veitingastaðinn minn,“ segir hlæjandi María Hjálm- týsdóttir, eigandi mexíkóska veitingastaðarins Santa María á Laugavegi, sem lokaði um ára- mótin. Staðurinn, sem opnaði snemma árs 2008, vakti athygli fyrir góðan mat og lágt verð. Fréttablaðið flutti fréttir af því að sænski kryddrisinn Santa Maria væri ósáttur við nafn veitingastaðarins. „Ég skráði nafnið hjá Einkaleyfastofu og þeir fengu það afskráð. Síðan gerðist ekkert meira,“ segir María og bætir við að aðrar og einfaldari ástæður hafi legið að baki því að staðnum var lokað: „Þetta veitingastaðadæmi var búið til í kringum þáverandi karlinn minn. Ég kann ekki einu sinni að elda. Rekstrarum- hverfið er erfitt og veturinn byrjaði illa. Þegar maður hefur ekkert út úr þessu nema grá hár þá er alveg eins gott að hætta,“ segir hin 37 ára gamla María sem vinnur sem kennari í Kópavogi og sinnti veitinga- húsinu í frístundum. „Þetta var orðin meiri atvinnusköpun heldur en bisness. Við söfn- uðum skuldum á veturna og greiddum þær niður á sumrin. Ég efast stórlega um að ég muni fara í veitingarekstur aft- ur en auðvitað á maður aldrei að segja aldrei,“ segir María. Og lífið er rólegra eftir að staðnum var lokað. „Nú er ég „bara“ að kenna og sjá um heimilið. Það er ekki mjög ró- legt en rólegt samt. Og áhyggj- urnar eru minni.“ Einn komst af er togari sökk en þrír taldir af Einn maður bjargaðist en þrír eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk um 150 sjómílur vestur af Noregsströndum á miðvikudag. Fár- viðri var þegar skipið fórst en það hafði verið selt til Noregs í brotajárn. Þyrla bjargaði sjómanninum en hann er talinn hafa verið í sjónum í nær fjórar klukkustundir. Samkvæmt fréttum var hann sá eini í áhöfninni sem komst í nothæfan flotgalla. Hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús í Álasundi. Skipbrotsmaðurinn upplýsti norska björgunarmenn um að leki hafi komið að togaranum í miklum sjó og að hann sokkið á skömmum tíma. Hallgrímur SI var smíðaður árið 1974 og var um 300 brúttólestir að stærð. Hann var áður á rækjuveiðum en hafði verið bundinn við bryggju á Siglufirði frá liðnu sumri. - jh Gjaldþrot aldrei fleiri en á liðnu ári Alls urðu 1.578 fyrirtæki gjaldþrota á síðasta ári og hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að á hverjum einasta virka degi síðasta árs hafi 6 fyrir- tæki lagt upp laupana. Árið 2010 urðu 982 fyrirtæki gjaldþrota og fjölgaði gjald- þrotum því um 60 prósent á síðasta ári. Árið 2009 voru gjaldþrotin 910 og voru þá mun fleiri en sést hafði undanfarna áratugi, en á tímabilinu 1990 og fram til 1997 urðu að meðaltali 430 fyrirtæki gjaldþrota á ári hverju. „Það er auðvitað sláandi hversu mörg gjaldþrotin eru og það er til vitnis um að atvinnulífið er enn laskað,“ segir Greining Íslandsbanka og bætir við: „Tölurnar segja líka þá sögu að sú fjárhagslega endurskipulagning sem öllum var ljóst að nauðsynlegt yrði að ganga í gegnum hafi nú loks komist á almennilegt skrið á síðasta ári.“ - jh Fæst í helstu matvöruverslunum landsins Lífrænt grænt te 2 fréttir Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.