Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 62
 Eurovision ForkEppni á laugardaginn Íris Lind Verudóttir eignaðist bróður fyrir hálfu ári. Hún mun syngja lag hans Aldrei segja aldrei í forkeppni Eurovision á morgun og segir textann vera með fallegan boðskap sem hún tengir við. Syngur lag bróður sem hún fann fyrir hálfu ári É g eignaðist nýjan bróður fyrir hálfu ári og gat ekki sagt nei þegar hann bað mig um að syngja þetta lag,“ segir söngkonan Íris Lind Verudóttir sem syngur lag hálfbróður síns Péturs Arnars Kristinssonar Aldrei segja aldrei í forkeppni Eurovision á RÚV á morgun, laugardag. Íris Lind segist hafa vitað að hún ætti hálfbróður samfeðra einhvers staðar en ekki vitað nafn hans. „Síðan var það kona sem þekkti til sem púslaði þessu saman. Og eftir það hefur þetta verið eintóm hamingja“ segir Íris Lind hlæjandi. Pétur Arnar er ekki eina systkini hennar, þótt hún sé einbirni móður sinnar, því hún á alls sex önnur systkini sem hún kynntist flestum þegar hún var ellefu ára. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti þessi systk- ini. Ég hafði bara alist upp hjá mömmu. Þannig að það var mjög skemmtilegt,“ segir hún en faðir hennar á ættir sínar að rekja til Filippseyja, Kína og Spánar. „Hann er í Suður-Ameríku núna en ég er ekki neinu sambandi við hann. Það er hins vegar á tuttugu ára planinu að heimsækja Filippseyjar.“ Íris Lind er 34 ára og hefur þrívegis áður tekið þátt í forkeppni Eurovison og þá sem bakraddasöngkona, síðast með vinkonu sinni Hönnu Guðnýju Hallgrímsdóttur í fyrra. Hún segist vera auðmjúk gagnvart keppninni á laugardag. „Ég vona það besta og er rosalega spennt. Ég þori ekki að segja meira. En ég tengi við þetta lag og textann. Maður á aldrei að gleyma draum- unum sínum. Hversu fáránlegir sem þeir virðast. Og maður á heldur aldrei að dvelja í fortíðinni og reyna að breyta hlutum sem maður get ekki breytt.“ Hún hefur gefið út tvær gospelplötur sem hún segir hafa fengið mjög góðar við- tökur í þeim þrönga hópi sem hlustar á gospeltónlist. „Fólk misskilur gospeltón- list og sér fyrir sér svartan gospelkór. En gospel snýst ekki um taktinn eða tónlist- ina heldur boðskapinn. Að boðskapurinn bendi á frelsarann.“ Og talandi um frelsarann. Íris Lind er frelsuð. Það gerðist fyrir nítján árum í Krossinum. „Ég var ekki í neinu rugli en fór á samkomu hjá Krossinum þegar ég var fimmtán ára. Þá fann ég strax að þarna ætti ég heima. Kærleikurinn var slíkur og þar kynntist ég Jesú. Ég gaf honum líf mitt og nota hann óspart þegar ég þarf á að halda,“ segir Íris. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Íris Lind kynntist gospeltónlistinni í Krossinum og söng meðal annars með Páli Rósinkrans. Ljósmynd/Emil Stúlkurnar í Netagerðinni verða meðal fjögurra fulltrúa Íslands sem Íslandsstofa hefur valið til þátttöku fyrir Íslands hönd á Stockholm furniture & light, sem fer fram 7. til 11. febrúar en um er að ræða eina stærstu og virtustu hönnunarsýn- ingu á Norðurlöndum. Netagerðin opnaði við Nýlendugötu nú í haust og hýsir ólíka hönnuði og hönnunarteymi; Bryndísi Bolla, Stáss, Siggu Heimis og Volki. Netagerðin mun sýna ýmsar ólíkar vörur á sýningunni til dæmis heimilistextíl úr íslenskri ull, kolla, skápa, borð, hillur, veggklukkur og hljóðdeyfandi veggverk úr íslenskri ull. Hinir fulltrúar Íslands í Stokkhólmi eru Lighthouse, Sýrusson og Á.Guðmundsson. Hin handlagna Bergrún Íris Sævars- dóttir, önnur umsjónarkona þáttarins Innlit/Útlit á Skjá einum, færði Margréti Frímannsdóttur, fangelsisstýru á Litla- Hrauni, nýlega leikfangaverkstæði fyrir börn að gjöf. Hún hannaði og smíðaði verkstæðið sjálf og því hefur nú verið fundinn staður í leikherbergi fyrir börn fanga sem koma á Hraunið til þess að hitta feður sína. „Ég var með rosalega ljótan hluta úr hillusamstæðu sem ég fann í Góða hirðinum sem mig langaði að gera eitt- hvað við, “ segir Bergrún og bætir við að stærðin á hillunni hafi hentað vel til þess að gera eitthvað sem börn gætu staðið við að leik. Eldhús og verkstæði komu upp í hugann og hún ákvað að breyta hillunni í verkstæði. „Þetta er svona krakkaverkstæði með alls konar dóti, verkfærum og leikfangahjálmi.“ Þegar verkstæðið var tilbúið sá Berg- rún ekki fram á að hafa pláss til þess að geyma það og fór að velta fyrir sér hverjum hún gæti gefið það. „Tobba Mar- ínósdóttir stakk þá upp á Litla-Hrauni. Hún hafði heimsótt fangelsið og gert þátt um aðstandendur fanga og kom með þessa æðislegu hugmynd. Þannig að ég hafði bara samband við Möggu [Mar- gréti Frímannsdóttur] og sendi henni mynd af þessu. Mér skilst að hún hafi prentað myndina út og sýnt strákunum sem voru allir mjög spenntir og hún tók svo bara við þessu hjá okkur. Mér skilst að þetta hafi smellpassað inn í leikher- bergið á Litla-Hrauni. Magga var alveg í skýjunum með þetta enda mætti vera vistlegra hjá aðstandendum fanganna og krökkunum þeirra. Þannig að hún var rosa fegin að fá þetta og sagði að þetta myndi passa mjög vel.“ Innlit/Útlit hefur göngu sína að nýju á Skjá einum 14. febrúar og þar verður gjöfinni til barna fanganna gerð skil. -þþ  BErgrún Íris lÍFgar upp á aðstöðu FangaBarna Gaf Litla-Hrauni leikverkstæði Bergrún fór létt með að breyta hillu í leikfang sem börn fanga á Litla-Hrauni njóta nú góðs af. Eilíf ást Lag: Herbert Guð- mundsson og Svanur Herbertsson Texti: Herbert Guð- mundsson Flytjandi: Herbert Guð- mundsson Hugarró Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Þórunn Erna Clausen Flytjandi: Magni Ás- geirsson Aldrei sleppir mér Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir Flytjendur: Aðalheiður Ólafsdóttir og Guðný Árný Karlsdóttir Augun þín Lag: Hilmar Hlíðberg Gunnarsson Texti: Þorsteinn Egg- ertsson Flytjandi: Svenni Þór Aldrei segja aldrei Lag og texti: Pétur Arnar Kristinsson Flytjandi: Íris Lind Verudóttir Fimm lög keppa á morgun Netagerðaskvísur sýna í Stokkhólmi Yrsa söluhæst í þýskum bókavef Yrsa Sigurðardóttir átti söluhæstu bók íslenskra höfunda árið 2011 á þýsku vefbókasíðunni libri.de. Bók hennar Geisterfjord, þýsk útgáfu metsölubókarinnar Ég man þig, seldist best allra. Í öðru sæti var Frevelopfer Arnaldar Indriðasonar, sem kom út árið 2008 á Íslandi sem Myrká. Arnaldur á alls sex bækur á topp tíu listanum og Yrsa tvær. Hallgrímur Helgason er í áttunda sæti með bók sína Tíu leiðir... og Valkyrjur Þráins Bertelssonar, á þýsku Walkürien, voru í níunda sæti. Hera og Haffi við toppinn Söngkonan Hera Björk fer með himinskautum þessa dagana eftir að lag hennar og Haffa Haff, Feel the love Tonight, komst annað sæti á lista eurodanceweb.com árið 2011. Listi þessi mun vera virtur vel og valinn af atvinnuplötusnúðum, tón- listarblaðamönnum, pródúsentum og vefstjórum vinsælla vefsíðna og blogga í Evrópu. Meðal þeirra sem óska Heru sérstaklega til hamingju með árangurinn á Facebook-síðu hennar eru Ragnheiður Elín Clausen, Eurovision-höfundurinn Peter Fenner og söngdúfurnar Guðrún og Pálmi Gunnarsbörn – þó alls óskyld. 54 dægurmál Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.