Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 8
Í New York er nú hægt að fá búðing og ýmsa eftirrétti úr íslensku súkkulaði frá Nóa Sír- íus en nýlega opnaði verslun í East Village sem notar súkkulaðið í rétti sína. Puddin´ by Clio er eins konar kaffihús sem sérhæfir sig sælkera-eftirréttum en viðskiptavinir geta valið um ýmsar tegundir búðinga og bætt við ávöxtum, kurli og sósum. Puddin´ by Clio er fjölskyldufyrirtæki en Clio Goodman sjálf er kokkur og hefur þró- að búðinginn sinn í mörg ár með tilheyrandi súkkulaðiprófunum. Clio kynntist íslenska súkkulaðinu í verslunum Whole Foods Mar- ket en þar hefur súkkulaðið frá Nóa Síríus verið fáanlegt um nokkurt skeið. Í kjölfarið hafði hún samband við Nóa og fór svo að hún valdi 70 prósenta konsum súkkulaðið til þess að vera uppistaðan í réttum sínum. „Clio Goodman hafði samband við okkur að fyrra bragði og lofaði íslenska súkkul- aðið. Henni fannst 70 prósenta konsum súkkulaðið vera það besta sem hún hefði prófað í búðingana sína. Kaffihúsið hennar hefur fengið frábærar viðtökur og dóma og við erum mjög ánægð með þetta samstarf,“ segir Heimir Már Helgason hjá Nóa Síríus. Ákveðið var að opna fyrsta útibú Puddin‘ by Clio í East Village á Manhattan en svæðið er þekkt fyrir lifandi menningu þar sem tónlist og listir eru allsráðandi. Ef vel gengur gætu fleiri staðir opnað víðar um Bandaríkin. F yrirtækið varð eiginlega til við eld-húsborðið heima,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, framkvæmda- stjóri Attentus, en fyrirtækið hlaut í gær Hvatningarverðlaun FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Meðeigendur Ingunn- ar Bjarkar að Attentus eru Inga Björg Hjaltadóttir og Árný Elíasdóttir. Guðríður Sigurðardóttir bættist við hópinn í haust og auk hennar starfa tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu og verktakar eru kallaðir inn eftir þörfum. „Verðlaunin eru mikil hvatning til okkar,“ segir Ingunn Björk en þau eru veitt vegna brautryðjendastarfs. Attentus – mannauður og ráðgjöf var stofnað árið 2007. Það hefur það að meginmarkmiði að aðstoða fyrir- tæki og stofnanir við að ná auknum árangri í rekstri og er ráðgjöfin sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Attentus sérhæfir sig í ráðgjöf um alla þætti mannauðsstjórn- unar, til dæmis stefnumótun, innleiðingu gilda, vinnurétt, jafnréttismál, greiningu hæfni og fræðsluþarfa, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, móttöku og þjálfun nýliða, stjórnendaráðgjöf, stjórnendamat, vinnustaðagreiningar og stjórnendaþjálfun. Þess utan er hægt að leigja hjá fyrirtækinu bæði fræðslu- og mannauðsstjóra. „Fyrirtækið varð nánast til fyrir tilvilj- un,“ segir Ingunn Björk en leiðir hennar, Ingu Bjargar og Árnýjar lágu saman hjá Eimskip þar sem þær unnu um árabil. „Ég var á milli verkefna og Inga, sem einnig er með lögmannsstofu, kallaði á mig. Við vorum með samrunaverkefni til að byrja með og eftir á að hyggja má segja að hug- myndin að fyrirtækinu hafi kviknað þá en viðskiptaáætlunin var síðan unnin við eld- húsborðið. Smám saman varð til fyrirtæki með heildstæða sýn og skýrt afmarkaða stefnu.“ Ingunn Björk segir fyrirtækið vinna að mannauðstengdum verkefnum. „Við erum til dæmis með mannauðsstjóra til leigu fyr- ir fyrirtæki og sjáum um öll starfsmanna- mál fyrir þau. Þannig hefur verið háttað með Tal undanfarin þrjú ár en með þessum hætti sjáum við einnig um Ísfélagið í Vest- mannaeyjum, Öryggismiðstöðina, Kex Hostel og Nordic Visitors. Þetta eru ólík fyrirtæki í ýmsum greinum. Við erum bæði með fasta viðveru í fyrirtækjunum, þar sem við erum starfsmannastjórar í skipuritum, og keyrum verkefni.“ Auk þessa hefur Attentus sinnt úttektum fyrir menntamálaráðuneytið, tekið út gæði skóla og fleira. „Þá höfum við verið með um fjörutíu fyrirtæki í verkefni, í tengslum við stéttarfélög, sem kallast Fræðslustjóri að láni. Verkefnið er mjög jákvætt og fékk Starfsmenntaverðlaun Íslands í fyrra,“ segir Ingunn Björk. Hún bætir því við að Attentus hafi komið víða að, í kjölfar krepp- unnar, í erfiðum tilfellum þegar grípa þurfti til uppsagna, niðurskurðar eða sameining- ar fyrirtækja. Þá nefnir Ingunn Björk ný verkefni með Framtakssjóði Íslands. „Við höfum gert áreiðanleikamat á mannauðsmálum þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn hefur keypt. Þar leggjum við mat á fyrirtækin út frá fyrirtækjamenningu og stjórnun, hvort reksturinn sé áhættusamur út frá stjórn- uninni og hvort hætta sé á starfsmanna- og stjórnendaveltu. Við leggjum með þeim hætti mat á móralinn en fram til þessa hefur einkum verið rýnt í fjármál og tækni í þessum kaupum.“ Ingunn Björk segir að viðskiptamódel þeirra byggi á lítilli yfirbyggingu og ódýrri þjónustu. „Við höfum lagt mikla áherslu á nána samvinnu við stjórnendur.“ Það var við hæfi að fyrsta konan í emb- ætti fjármálaráðherra, Oddný G. Harðar- dóttir, afhenti verðlaunin í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Útrás Íslenskt sÚkkulaði Í BandarÍkjunum Nói í New York Einn þeirra rétta sem boðið verður upp á í New York – með Nóa-súkkulaði.  Brautryðjendur attentus hlaut hvatningarverðlaun Fka Fyrirtækið varð til við eldhúsborðið Attentus sérhæfir sig í ráðgjöf um alla þætti mannauðsstjórnunar. Hægt er að leigja hjá fyrirtækinu bæði fræðslu- og mannauðsstjóra. Félagið sér algerlega um starfsmannamál nokkurra fyrirtækja. Verð- launin eru mikil hvatning til okkar. Inga Björg Hjaltadóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Árný Elíasdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir. Ljósmynd/Hari 32” G R A N D I – L I N D I R – S K E I F A N – V E F V E R S L U N AlmennAr upplýsingAr 544 4000 LINDIR SKEIFAN GRANDI 30 DAGA VERÐVERND 30 DAGA SKILARÉTTUR 99.995 eða 8.908 kr. á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust lán, alls 106.896 kr. leD sJÓnVArp HD-Ready – upplausn 1366x768• HyperReal myndvinnslubúnaður sem bætir myndgæðin• 2xHDMI, 1xScart, 1xComponent o.fl.• USB tengi fyrir tónlist og ljósmyndir• UE32D4004XXE 8 fréttir Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.