Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 46
38 þorri Helgin 27.-29. janúar 2012 Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is Svartur senuþjófur Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, smakka þorrabjórinn í ár  Þorrabjórinn 2012 óttar Örn Sigurbergsson Innkaupastjóri sem hefur bruggað í félagi við aðra í 3 ár og er veikur fyrir reyktum bjórum og belgískum „strong ale“. DómnefnDin andri Mar jónsson Tölvunarfræðingur sem hefur bruggað í 4 ár; helst bara það sem telst til hins óvenjulega og þá gjarnan belgískan Tripel sem er sterkur ljós bjór. Hrafnkell Freyr Magnússon Eigandi bruggverslunar- innar brew.is. Hefur að eigin sögn „bjórnördast“ í á þriðja ár og bruggar sjálfur helst IPA-bjóra sem eru í sérstöku uppáhaldi. Halldór Ægir Halldórsson Formaður Fágunar og mikill áhugamaður um bruggun sem hann hefur stundað í 3 ár. Belgískir bjórar eru í miklu upp- áhaldi. Þorragull 5,6% 33 cl. 355 kr. Ummæli dómnefndar: Mjög ljós og með litlum haus og klassísk pilsnerlykt af honum. Samt þykkari í munni en liturinn gefur til kynna. Áferðin og bragðið kemur á óvart með brauð- og humla- keimi. Þetta er pilsbjór og meiri bjór en svona standard ljósir bjórar en um leið kannski full mikill sláttuvéla- bjór sem hægt er að drekka marga af og nær því varla að vera árstíðarbundinn bjór. Surtur Stout Þorrabjór nr. 8 12% 33 cl. 666 kr. Ummæli dómnefndar: Þessi bjór er bara fyrir- bæri. Hann er svo þykkur að hann lekur eins og mótorolía og svo svartur að hann lítur út eins og espresso í glasi. Það er berjasaft í lyktinni og svakaleg fylling í bragðinu. Guinnes er bara barna- drykkur miðað við þetta. Þetta er klárlega bjór sem allir bjóráhugamenn ættu að smakka. Það er kannski erfitt að klára heila flösku einn og sér og því upplagt að deila henni með öðrum á þorrablótum. Þetta er einn fárra bjóra sem getur batnað með aldrinum og geymist í allt að 15 ár. Þorrakaldi 5,6% 33 cl. 369 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur litur og þykkur haus, gæti varla verið girnilegri í glasi en vantar aðeins upp á lyktina sem þó hefur karamellukeim. Það er líka þægileg ei- lítið brennd karamella í bragðinu og flott beiskja. Nógu léttur og þægilegur til að drekka nokkra og nógu skemmtilegur til að standa sem þorrabjór. Klárlega spennandi og á jafnvel við með hrútspungunum. Gæðingur Þorrabjór 5,6% 33 cl. 314 kr. Ummæli dómnefndar: Fallega dökkur, næstum því porter dökkur, á litinn og mjög fallegur í glasi en lyktin er svona bæði og. Bragðið ætti kannski að vera betra miðað við litinn. Sætan í honum felur dálítið beiskjuna. Ef það er til eitthvað þorralegt í bjór þá er það í þessum. Hann er grófur og dálítið eins og heimabruggaður og það er mikið að gerast í honum, kannski fullmikið sem passar ekki alveg saman. Það er mikilvægt að hann sé ekki borinn fram of kaldur, þarf nánast að vera við stofuhita. 80% DómnefnD 95% DómnefnD 85% DómnefnD 80% DómnefnD Viking Þorrabjór 5,1% 33 cl. 329 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur appelsínu- koparlitur en þó lítil sem engin lykt. Þetta er það sem ÁTVR myndi kalla höfugan bjór. Það vantar upp á áferðina, beiskjuna og bragðið sem stendur ekki undir væntingum miðað við litinn. Eigin- lega ekki mikið meira um þetta að segja annað en að þetta er hálf-venjulegur bjór sem er flottur á litinn. 70% DómnefnD Þ orrinn gekk í garð í síðustu viku sem þýðir að úti um víðan völl eru menn og konur að sporðrenna súrsuðum kræsingum. Það er heil- mikil skemmtun og ekki síst kúnst að para saman drykk og mat hvort heldur það er vín eða bjór og sitt sýnist hverjum um þau fræði en eitt er þó víst; fáir drykkir passa með súrsuðum hrútspungum. Þá er erfitt að segja til um hvað það er sem gerir bjór að þorrabjór. Jólabjórinn hefur sitt jóla- lega kryddbragð en varla viljum við að þorrabjórinn fái súran keim? Engu að síður er það skemmtileg og rammíslensk hefð að brugga og selja sér- stakan bjór á þorranum. Í ár eru fimm bjórar í boði sem teljast slíkir og fást frá bóndadegi fram á konudag en óhætt er að segja að engin ein formúla gildir þegar þorrabjór er annars vegar. Að venju voru það félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, sem smökkuðu þá bjóra sem hér frá greinir. Þessir piltar eru einstakir áhugamenn um bjór og bjórmenningu og vita flest það sem viðkemur þeim ágæta drykk. Að venju voru stig gefin fyrir lykt, útlit, bragð og heildar- stemmningu og smökk- unin var blind. Það er heilmikil skemmtun og ekki síst kúnst að para saman drykk og mat hvort heldur það er vín eða bjór og sitt sýnist hverjum um þau fræði en eitt er þó víst; fáir drykkir passa með súrsuðum hrútspungum. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 79 55 1 2/ 11 Ódýrt og nýtt Nicotinell á lægra verði Stór og lítill Nicotinell-pakki á lægra verði en einn stór.* 4.850 kr. Stórt Nicotinell fruit: 5.120 kr. og lítill Nicotinell Tropical fruit: 943 kr. á 6.063 kr. *Gildir einnig með 4 mg Nicotinell Fruit 204 stk og litlum 2 mg Tropical Fruit á 6.419 kr. Gildir til 31. janúar Lægra verð í Lyfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.