Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 38
Fært til bókar Erkifemínisti í hópnum Talsverður titringur fór um þingflokka Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir að fyrir lá að meirihluti var á Alþingi gegn því að vísa frá tillögu Bjarna Benediks- sonar um að draga til baka ákæruna á Geir Haarde. Smugan reiknaði út að konur í þingliðinu hefðu verið talsvert ákveðnari í að málið héldi áfram: Þar sagði: „Haustið 2010 greiddu 18 konur því atkvæði sitt að Geir yrði látinn svara fyrir Landsdóm en fimmtán karlar. Karlasamstaðan um Geir virðist því hafa sótt í sig veðrið á þingi. Munar þar mest um Ögmund Jónasson, Jón Bjarnason, Atla Gíslason, Birki Jón Jónsson, Ásmund Einar Daðason og Sigurð Inga Jónsson sem áður studdu ákæruna.“ Þráinn Bertelsson gat ekki orða bundist og bætti við athugasemd með sínum hætti: „Það var þó einn margyfirlýstur erkifemín- isti í hópnum, Atli Gíslason, og svo náttúr- lega Guðfríður Lilja fyrir utan hjartahreinar Hvatarkonur og fasistabeljur.“ Byrjar og endar með minnihlutastjórn Það er mat Álfheiðar Ingadóttur, þing- manns VG, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur sé „nokkurs konar minnihlutastjórn“ að því er fram kom í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni um síðustu helgi. Álfheiður bætti því við að í sínum huga væri það ekki slæm staða. Í þættinum gagnrýndi Álfheiður flokksbróður sinn, Ögmund Jónasson innanríkisráðherra. Hún taldi að hann hefði ekki átt að tjá sig um Landsdómsmálið opinberlega og að endur- skoða ætti setu hans í ríkisstjórn. Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, vék einnig að Ögmundi í bloggpistli sínum og raunar tveimur samflokksmönnum í þingflokknum til viðbótar, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Jóni Bjarnasyni. „Þessir þrír hafa reyndar verið dálítið einangraðir í þingflokknum. Það hefur verið ágreiningur í fleiri málum. Það hlýtur að ráðast á næstu dögum hvort við vinnum saman eða leitum annarra lausna,“ sagði þingflokksformað- urinn. Eftir er að sjá hverjar þessar „aðrar lausnir“ eru – sem gætu til dæmist falist í því að fá hjól Hreyfingarinnar undir vagn- inn – en að óbreyttu stýrir Jóhanna minni- hlutastjórn á lokasprettinum eins og var í upphafi forsætisráðherraferils hennar, frá febrúar til maí árið 2009. Munurinn er að þá lofaði Framsóknarflokkurinn að verja minnihlutastjórnina kæmi fram vantrausts- tillaga. S íðustu miss-erin hefur mikið verið rætt og ritað um hvort og hvenær Ólafur Ragnar Grímsson hættir sem forseti, og hver eigi að taka við af honum. Þessi umræða er út um víðan völl og sitt sýnist hverjum. Sumir vilja fá konu á Bessastaði, aðrir „celebrity“, og enn aðrir akademíkara, bis- nessmann, leikara. Einhvern sem kann tungumál. Einhvern geðugan með bjartan svip. Allir koma til greina og þannig kemur enginn til greina. „... Vegna þessarar atburða- rásar og í þessu ljósi tel ég ekki annað fært, kæru landsmenn, að verða við því þunga kalli sem ég hef fundið svo sterkt að undanförnu. Sá mikli fjöldi Íslendinga sem hefur skorað á mig til áframhaldandi setu á forsetastóli vakti þakklæti í brjósti mér. Ég varð satt að segja svolítið undrandi, hélt að þjóð mín væri ef til vill búinn að fá nóg af þeim sem hér talar. Mér leið kannski eins og Björk og handboltalandsliðinu eftir frækna sigra í listum og íþróttum. Síðar, eftir langa umhugsun, þar sem forseti fór einsamall í langar göngur um snæviþakin túnin við Bessa- staði, og sá æðarfugl leita skjóls í frosnu rofabarði undan rokinu, hugsaði ég um skyldur mínar. Skyldur forseta við þær tugþús- undir Íslendinga á öllum aldri, af öllum stéttum og stigum, sem hafa skorað á forsetann. Sem hafa skrifað honum og leit- að til hans um ráð. Undir feld- inum, líkt og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði fyrir rúmri þúsöld, sannfærðist ég um að farsælast væri að svara þessu kalli – og sitja áfram. Þjóna því dugmikla fólki sem byggir þetta harðbýla land og sem hefur sýnt mér það traust að kjósa mig til að vera eini þjóðkjörni fulltrúi þess. Sýnt okkur Dorrit þá vináttu að ... blablabla.“ Maður heyrir nánast mærðar- lega yfirlýsinguna. Samt kemur hún ekki fyrr en svona í byrjun mars. Yfirlýsingu á blaða- mannafundi á Bessastöðum sem markar hápunkt spennu- þrunginnar viku þar sem hver dagur er vandlega hannaður. Yfirlýsingin mun bera öll höf- undareinkennin sem við höfum þurft að þola: Talað um sjálfan sig í þriðju persónu; sögulegar skírskotanir í víkingatímann og klisjukenndar og væmnar myndlíkingar; útlönd (og Al- þingi) sem óvinur og forsetinn sem eini fulltrúi þjóðarinnar; skreytingar með fjöðrum annarra („Og svo kom Mug- ison suður og bauð af ísfirsku örlæti allri þjóðinni til Hörpu- gleði.“); uppgerð og tilgerð en aðallega klisjur og klækir. Nú telja eflaust sumir þessi klókindi Ólafs Ragnars vera höfuðkost forseta. Að það sé nauðsynlegt að vera með pólitísk- an ref á Bessastöðum sem getur veitt ósamstæðu Alþingi aðhald. Ég er ósam- mála þessu. Forseti Íslands á einmitt ekki að vera klók asti pólitíkusinn eða best klæddi furstinn. Hann á einmitt ekki að vera bestur í refskákinni eða mesti tækifærissinninn. Hann á einmitt ekki að vera fremstur meðal jafningja í klækjum og klisjum. Forseti Íslands á að vera vörn okkar venjulegra Íslendinga gegn slíku fólki. Hann á fyrst og fremst að vera heiðvirður og góður einstaklingur. Rétt- sýnn og sanngjarn. Hann á að leitast við að ávinna sér traust þjóðarinnar án þess að ásælast það. Hann á að tala af yfirvegun og hógværð þegar aðrir fyllast æsingi og drambi. Hann á að sætta, ekki sundra. Markmið hans á að vera þjónusta, ekki endurkjör. Forseti Íslands á að vera fyrirmynd. Með þessu er ég ekki að segja að allt sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert síðustu 16 árin sé alvont. Alls ekki. Hann hefur vissulega gert sín mistök, eins og við öll, og er óþarfi að rekja óhamið útrásardekrið og talið um erfðafræðilega yfir- burði Íslendinga þegar kemur að viðskiptum. En hann má þó að minnsta kosti eiga það að hann hefur sumpart gengist betur við mistökum sínum en margur annar. Og hann getur litið stoltur á sinn þátt í því að auka veg menntunar, vísinda, bókmennta, forvarna og fleira sem hann hefur meðal annars gert í gegnum margvísleg for- setaverðlaun. En þessi síðasti kapítuli, sem nú er verið að skrifa, virðist einkennast umfram annað af herkænsku. Pólitísku plotti sem gengur út á að hanna atburða- rás. Segja eitt en meina annað. Athugið það, kæru lesendur: Segja eitt en meina annað. Pólitískt plott. Herkænska. Þessir eiginleikar stangast svo hróplega á við sögu og tilgang forsetaembættisins. En Ólafur Ragnar hefur pennann í hendi sér og getur sjálfur ráðið end- inum. Framboð til forseta „...Því hef ég ákveðið“ Teitur Atlason íslenskukennari í Gautaborg Rýmingarsala40% afsláttur af völdum HOMEDICS vörum Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur* Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögu kl. 11 - 16 • Eirberg • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is *Verslaðu á vefnum og fáðu vöruna senda frítt í næsta pósthús. Gildir þó ekki fyrir vörusendingar yfir 20kg. Vöru, sem keypt er í vefverslun, má skila innan árs ef hún er ónotuð, í upprunalegum og söluhæfum umbúðum. Umm ... beikonbragð! Kartöflugratín með beikoni er fljótlegt og auðvelt í matreiðslu. Þú rífur einfaldlega plastfilmuna af bakkanum, stráir osti yfir og það tekur aðeins 20 mínútur að hita kartöflugratínið í ofni. Auðveldara getur það ekki verið! Kartöflugratín - alltaf ljúffengt – íslensk gæði eftir þínum smekk! N ýt t 30 viðhorf Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.