Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 22
Ójafnvægi á boðefnaflæði Tourette Syndrome (TS) er tauga- sjúkdómur sem stafar af ójafn- vægi á boðefnaflæði í heilanum. Helstu einkenni eru tilgangs- lausar en óviðráðanlegar hreyf- ingar eða hljóð. Einnig fylgja oft áráttu- og þráhyggjueinkenni, og/ eða einkenni athyglisbrests og of- virkni. TS er arfgengur sjúkdóm- ur sem ekki er hægt að lækna, en oftast hægt að halda einkennum í skefjum með lyfjum, þótt þess gerist ekki alltaf þörf. Um fimm af hverjum þúsund einstaklingum þjást af TS. Einstaklingar með TS geta haldið aftur af kækjunum í stuttan tíma, allt frá nokkrum mínútum og upp í nokkra tíma. En áhrifin verða svipuð og af því að reyna að halda aftur af hnerra, nú eða að sleppa því að depla aug- unum. Fyrr eða síðar verður að sleppa kækjunum lausum, og þá verða þeir oftast kröftugri en ella. Það er engin lækning til við TS, en oft virðast einkennin minnka með aldrinum, þótt það sé alls ekki algilt. TS er ekki hrörnunar- sjúkdómur, hefur ekki áhrif á greind og þess vegna er oft undir einstaklingnum sjálfum komið hvort hann kýs að nota lyf til að slá á einkennin. Það er því ekkert sem mælir gegn því að TS ein- staklingur geti lifað eðlilegu lífi. allir voru að reyna að einbeita sér. Það kom mjög oft fyrir að ég vildi bara hverfa af því að ég skammað- ist mín svo mikið fyrir sjálfa mig. Mér fannst ég asnaleg og hugsan- irnar voru oft mjög neikvæðar. Svo truflar þetta auðvitað líka mig sjálfa þegar ég er að reyna að einbeita mér, eins og þegar ég hef verið heima að læra.“ En Guðbjörg var heppin með bekkjarfélaga, sem hún segir ekki hafa strítt sér og það hafi skipt sköpum á þessum viðkvæmu árum lífs hennar. Bekkjarfélagarnir voru frábærir „Ég var hrædd um að verða út undan og að gert væri grín að mér fyrir sjúkdóminn, en ég átti mjög góða að og krakkarnir í bekknum voru frábærir. Þeir sýndu mér skilning og gerðu ekki grín að mér, sem er ekkert sjálfsagt, því að auð vitað vissu þeir lítið um þetta. Ég er rosalega þakklát fyrir það hvað ég lenti í góðum bekk, þar sem krakkarnir studdu við mig og án þeirra hefði ég ekki getað þetta.“ Að eiga góða bekkjarfélaga var sérstaklega mikilvægt á unglings- árunum, þar sem Guðbjörg, eins og aðrir unglingar vildi ekkert frekar en að passa inn í hópinn. Hún segist hafa áttað sig á því í kringum sextán ára aldur að hún yrði að fara í gegnum mikla andlega vinnu til að geta lifað með sjúkdómnum og borið höfuðið hátt. Í stað þess að þykjast vera laus við hann yrði hún að opna sig og koma fólki strax í skilning um það að hún væri öðruvísi. „Í dag er þetta allt annað líf. Nú segi ég fólki sem ég er að kynnast strax að ég sé með Tourette. Það verður að gjöra svo vel að taka mér eins og ég er. Annað er ekki í boði. En í gegnum tíðina hef ég verið mjög hrædd við að kynnast nýju fólki og hrædd við nýjar aðstæður. Á tímabili var ég farin að loka mig töluvert af út af því.“ Fullorðnir fordómafyllri en börn og unglingar Það hljómar kannski of einfalt, en það sem Guðbjörg gerir aðallega til að draga úr einkennum er að hugsa sem minnst um þau. „Ég verð auðvitað að passa mig að verða ekki stressuð, en aðallega reyni ég að einbeita mér að öðru og hugsa ekki um þetta. Það virkar vel fyrir mig. Ef ég hugsa um hljóðin er ekki að sökum að spyrja, þá koma þau af fullum krafti. Lyk- ilatriðið era ð hafa nóg fyrir stafni og nóg annað að einbeita sér að.“ Ólíkt því sem ætla mætti er reynsla Guðbjargar sú að fullorðn- ir séu mun fordómafyllri en börn og unglingar. „Fullorðið fólk er sumt ótrúlega dómhart og hreinlega dónalegt. Eitt það versta sem ég lenti í var þegar kennari minn í grunn- skóla öskraði á mig og skipaði mér að þegja þegar ég gaf frá mér ósjálfrátt hljóð. Það lagaðist að vísu eftir að skólastjórinn ræddi við hana, en þegar ég fer á kaffihús með mömmu minni lendi ég mjög oft í því að fullorðið fólk horfir á mig með miklum hneykslissvip og hvíslar jafnvel á meðan það horfir á mig. Ég hef lítið lent í þessu með jafnaldra mina og lítlum börnum finnst þetta ekki skrýtið, þó að þau horfi auðvitað stundum á mig.“ Hún er því sannfærð um að það þurfi mikið fræðsluátak til að út- rýma fordómum gagnvart Tourette sjúkdómnum. Ekki síður fyrir full- orðna. „Heimildarmyndin um Elvu (Gunnarsdóttur), hefur hjálpað mikið og hún var góð. En það var ekki mikið af krökkum og ungling- um sem horfðu á hana. Margir eru ennþá með staðalmyndir í höfðinu úr bíómyndunum, en þannig er sjúkdómurinn sjaldnast, þó að auð- vitað sé það til. Stundum er þetta lúmskt og þá er erfitt að eiga við það fyrir þann sem á í hlut.“ Ætlar að fræða grunnskóla- nema um Tourette Guðbjörg ætlar að leggja sitt af mörkum og það lifnar yfir henni þegar hún segist vera að fara að hefja fundaherferð þar sem hún ætlar að fræða grunnskólabörn á Íslandi um sjúkdóminn. „Ég hlakka rosalega til að fara í skólana og miðla af reynslunni. Það er svo mikilvægt að krakk- arnir heyri þetta beint frá ein- hverjum sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. Við munum líka útbúa fræðsluefni sem við gefum grunn- skólunum og kennarar láta svo börnin hafa. Til að byrja með mun- um við einbeita okkur að sjötta og sjöunda bekk, en svo förum við vonandi í fleiri aldurshópa. En ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og hlakka mikið til,“ segir Guð- björg að lokum staðráðin í að gera þeim sem kljást við Tourette mikið gagn. LYON BONN VERONA PARÍS PISA TORINO RÍN MILANO OSLO BASEL VALENCIA VÍN ROMA ASPEN BOSTON DELUX BONN NICE RÍN DELUX 90tegundirsófa!þér Veldu Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð. 1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi 3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Be tr i S to fa n H Ú S G Ö G N basel nice Torino dallas Valencia Vín aspen basel París lux boston Torino 30ár a REY NSL A VERÐDÆMI - TORINO SÓFI 2 SÆTI + 2 TUNGUR kR. 368.850 2 SÆTI + TUNGA 245.900 2 SÆTI + HORN +2 SÆTI kR. 317.900 Gæðií gegn Að eiga góða bekkjarfélaga var sérstaklega mikilvægt á unglingsárunum. 22 viðtal Helgin 27.-29. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.