Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 42
34 bækur Helgin 27.-29. janúar 2012  RitdómuR Feigð eFtiR SteFán mána Guðni Gunnarsson, heilsufrömuður og við- mælandi Fréttatímans í síðustu viku, situr á toppi handbókalista Eymundssonar með nýja bók sína Máttur athyglinnar. máttuR guðna  RitdómuR FjöguR bandaRíSk ljóðSkáld F yrirmæli Hallbergs Hallmunds-sonar, ljóðskálds og þýðanda, við fráfall hans snemma árs 2011 voru að arfur hans skyldi nýttur til að koma ljóðaþýðingum hans á prent en á eigin forlagi hafði hann þá sent frá sér fjölda smákvera með úrvalsljóðum í eigin þýð- ingum. Ljóðakver 12-15 geymir banda- rísk ljóðskáld: Carl Sandburg, en áður hafa nokkur ljóða hans birst í þýðingum eldri meistara – Magnús Ásgeirsson fór fyrstur að þýða ljóð hans en á eftir komu Páll Kolka, Jóhannes úr Kötlum í Annar- legum tungum, Jón úr Vör og Dagur, William Carlos Williams en mest hefur birst áður eftir hann í tveim bókum sem Árni Ibsen þýddi en ekkert er áður þýtt eftir Alan Dugan og Anne Sexton. Því er verulegur fengur í þessu úrvali því öll fjögur eru þau úr hópi virtustu skálda Bandaríkjanna og kvæði þeirra rekja öldina, Sandburg sendi fyrstu ljóðasmíð- ar frá sér árið 1904, Williams 1909 en Dugan og Sexton fóru að birta ljóð sín á sjöunda áratugnum. Þýðingar úr ensku kunna áhugamönn- um um ljóðheima að þykja óþarfar; kunn- átta um ensku sé orðin svo almenn að þeir sem vilja geti lesið ljóð á frummáli. Það er fjarri lagi, meitlaður skáldskapur útheimtir ævilanga umgengni við lifandi tungumál. Hvergi er útvíkkun og tálgun á merkingu meiri en í ljóðasmíðum, fáum er veitt sú umgengni um tungumál að þeir nemi til hlítar og öðlist skilning á öllum blæbrigðum þeim sem ljóðskáldin vinna með. Ljóð á öðrum tungum er því fjarlæg lönd flestum þótt þeir geti bjargað sér í búð eða á bar á málinu eða lesið skammlaust einfaldari texta. Þýðingar úr erlendum málum eru því búbót ljóð- elskendum. Textasamanburður á þeim ljóðum í þýðingum Hallbergs sem voru tiltæk og fáanleg leiðir í ljós að hann var sam- viskusamur þýðandi, hefur góða tilfinn- ingu fyrir merkingu og túlkun, vandar snertingu tveggja málheima í leit að réttri málkennd þótt málsnið okkar tíma sé í stöðugri umsköpun tungumálsins, annað en sú íslenska sem Hallberg er tömust. Þessa gætir einkum í textum Önnu sem eru í geðsveiflum og sundrungu sinni nær okkur en ljóðmæli karlanna. Anna talar skýrast til okkar tíma, þó Dugan kalli til okkar í hversdagsraunum sínum og sú dýrkun hans í ljóðum eigi sér marg- víslega samsvörun í ljóðheimi íslenskra skálda. Það er til marks um stöðu al- menningsbókasafna á Íslandi að aðeins tvær bækur Sexton má fá hér á landi. Val á ljóðum hennar svíkur aðeins erindi skáldkonunnar þótt það gefi aðeins stærri svip, en bækur hennar sem mest nýjung var á sjöunda áratugnum voru ortar og frágengnar í röð kvæða sem var ekki til- viljanakennd. Rof í þann vegg rífur upplif- un lesandans í tvennt, slítur þráð. Furðu- legt að íslensk kvenskáld og þýðendur hafi ekki lagt sig eftir skáldskap hennar og komið honum hér á framfæri fyrr. Fjögur bandarísk skáld bætir þannig ljóðasafnið og hlýtur úrvalið að vera þaulhugsað og þaulunnið af manni sem átti starfsævi sína lengsta vestur í New York og var þar handgenginn amerískum ljóðum allt frá 1960. Ævistarf Hallbergs verður hér á landi fyrst og fremst munað vegna þýðinga hans. Það er gott að þeim skuli komið á framfæri en þá upplög verða þrotin af kverum hans verður að koma þeim í bók með bandi sem heldur. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Þarfar þýðingar Í síðustu viku hlaut Hallfríður J. Ragnheiðardóttir Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Triptych í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs sem haldin var í ellefta sinn og voru verðlaunin afhent á fæðingardegi Jóns úr Vör þann 21. janúar. Á sama tíma voru úrslit kynnt í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Um 350 ljóð bárust í samkeppnina Ljóð- stafur Jóns úr Vör undir dulnefni og vissi dómnefnd því ekki hver var höfundur fyrr en sigurljóðið hafði verið valið. Ljóðstafurinn er um margt merkilegt fyrirbæri; Jón úr Vör starfaði lengi sem bókavörður í Kópavogi og eru þau einu verðlaun hér á landi sem veitt eru fyrir stakt ljóð. -pbb Ljóðstafurinn veittur í ellefta sinn Í Skorningum á Gufunni var um síðustu helgi byrjað að kynna þau bókmenntaverk sem í ár eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en þá voru tilnefningar Dana kynntar. Á sunnudaginn er svo komið að Finnum sem tilnefna bók á sænsku, I det stora hela eftir Gösta Ågren og eina á finnsku, Carmen eftir Saila Susiluoto sem fær nokkrar persónur úr samnefndri óperu Bizets að láni. Síðustu helgi voru dönsku verkin kynnt og má nálgast þáttinn á hlaðvarpi RUV. Alls eru fjórtán bækur tilnefndar – tvær frá hverju hinna sjálfstæðu ríkja og ein frá hverju sjálfstjórnarsvæði sem eru Færeyjar, Grænland og Álandseyjar auk þess sem sam- íska málsvæðið tilnefnir eina bók. Þetta eru átta ljóðabækur, eitt smásagnasafn og fimm skáldsögur. Valnefnd mennta- og menningarmálaráðuneytis kaus Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson fyrir hönd Íslands. Umsjónarmenn Skorninga eru Jórunn Sigurðardóttir, Magnús Örn Sigurðsson og Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir. Þátturinn er frumfluttur eftir hádegi á sunnudag. -pbb Tilnefningar kynntar í Skorningum Gufunnar  Feigð Stefán Máni JPV útgáfa, 523 síður, 2011 Þung bók og ábúðar- mikil kápa með stóran titil, Feigð, kom út í haust frá hendi Stefáns Mána. Falleg kápa Ómars Arnar Haukssonar var skreytt tilvitn- unum stórblaða í bak og fyrir um mikil- vægi höfundarins og ágæti fyrri verka. Satt best að segja hætti ég að fylgjast með sögum Stefáns eftir Svartur á leik, síðan hafa komið frá honum fjórar bækur. Stefán Máni skrifar reyfara sem eiga að eiga sér djúpar rætur í íslenskum raunveruleika. Þegar hann hóf feril sinn var rödd hans um margt sérstök, hér fór sögum af einmanalegu lífi ungra karlmanna í sjávarplássum, verbúðir, slark og harka voru dregin í skýrum myndum, en svo var hann dreginn inn á slóðir reyfarans. Stefán er prýðilega ritfær, hann skrifar af miklu öryggi um mikil karlmenni og lausgyrtar konur. Í Feigð verður strákur á bát sem lifir af skipsskaða og síðan snjóflóð að miklu heljarmenni, hann gerist lögregluþjónn og leggur sig eftir hinum mestu fólum. Sagan rambar milli tveggja heima; sannverð- ugra lýsinga á sjávarplássum og svo einhverra töff- arabókmennta með miklu ofbeldi, hraðskreiðum bílum og kvenfólki sem hetjan vill bjarga af glap- stigum. Afþreying af þessu tagi skreppur hratt yfir í klisjukenndar myndir, lýsingar sem eru auðfinn- anlegar í iðnaðarrusli frá Ameríku: Hasarmyndum og framhaldsþáttum til afþreyingar fyrir þá sem sljóir eru á sálinni og kunna best við kunnugleg frásagnarbrögð. Stefán Máni hefur lýst því yfir að hann vilji verða ríkur og frægur. Hollráð má gefa honum: Það kann að vera að einhver hafi skrökvað að honum að sam- setning á borð við Feigð dugi best til þess en trúi hann mér – það dugar engan veginn til. -pbb Rosatöffari á kraftmiklum bíl  Fjögur bandarísk ljóðskáld Carl Sandburg, William Carlos Williams, Anne Sexton og Alan Dugan Hallberg Hallmundsson sneri úr ensku Brú, 144 síður, 2011 Þaulhugsað og þaulunnið verk af hálfu Hallbergs Hallmundssonar. Hallbergur Hall- mundsson ljóðskáld og þýðandi, féll frá í fyrra. Ævistarf Hall- bergs verður hér á landi fyrst og fremst munað vegna þýðinga hans. Stefán Máni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.