Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 30
6 vetrarfjör Helgin 27.-29. janúar 2012 É ljagangur er vetrar- og útivist-arhátíð á Akureyri sem að þessu sinni verður haldin 9. - 12. febrúar. Hátíðin hóf göngu sína í fyrra og segir Birkir Sigurðsson, talsmaður Éljagangs og formaður LÍV - Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna, hana afsprengi vetrarsportsýningar sem haldin var á Akureyri um árabil. Vilji var til þess að stækka sýninguna og tengja betur inn í Akureyrarbæ og hefur heldur betur tek- ist vel til. Að hátíðinni standa nú EY-LÍV, Akureyrarstofa, KKA Akstursíþrótta- félag, Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Ung- mennafélag Akureyrar ásamt öllum þeim veitingastöðum og verslunum sem útbúið hafa sérstaka matseðla eða undirbúið uppákomur í tengslum við hátíðina. Éljagangur verður settur 9. febrúar á Ráðhústorginu þar sem risastór snjókarl mun bjóða gesti velkomna. Fastur liður er Vetrarsportsýning EY-LÍV í Boganum dagana 11.-12. febrúar og er hún stærri en nokkru sinni áður. Á sýningunni verða sem fyrr söluaðilar vélsleða og búnaðar tengdum sleðamennsku og útivist ásamt ýmsum græjum fyrir jeppaáhugafólk. Einnig bætast við söluaðilar skíða- og brettabúnaðar, en þeir munu sýna og selja allt það nýjasta í sportinu. Sýningin verð- ur því mjög fjölbreytt og vonast er til að hún höfði til allra þeirra sem hafa áhuga á vetrarsporti og útivist að vetrarlagi. Aðrir viðburðir á Éljagangi eru til dæmis snjósleðaspyrna og ískrosskeppni, troðaraferðir á Kaldbak, snjóþrúgugöng- unámskeið og skautadiskó. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi eru einnig þessa dagana að skipuleggja áhugaverðar ferðir tengdar vetrarútivist og upplýsingar um þær ásamt dag- skrá hátíðarinnar er hægt að nálgast á síðunni www.eljagangur.is <http://www. eljagangur.is> . Að sögn Birkis kemur fólk allstaðar af landinu til að vera með. Aðstandendur há- tíðarinnar stefna einnig að því að kynna hátíðina fyrir erlendum ferðamönnum á næstu árum. „Þetta er fjölskylduhátíð og allir vinna saman að henni. Hér er mikil ónýtt vetrarparadís sem okkur finnst nauðsynlegt að koma á kortið bæði hjá Ís- lendingum og erlendum ferðamönnum“. Akureyri risAstór snjókarl býður gesti velkomna Vetrar- og útivistar- hátíðin Éljagangur 2012 Vetrarsport er árviss hátíð á Akureyri í byrjun febrúar. Árleg snjósleðaspyrna KKA á vetrar- og útivistarhátíðinni Éljagangi 2012 verður haldin föstudaginn 10. febrúar. Hún mun að þessu sinni fara fram á túninu við umboð Toyota á Akureyri. Þar etja kappi helstu sleðamenn landsins á glæsi- legum sleðum og er búist við að tilþrifin verði mikil að vanda. Fjörið hefst kl. 18 með brettasýningu og -keppni SKA en kl. 20 mæta snjósleðamenn til leiks. Búist er við heimsfrægum snjóbrettamönnum til landsins sem sýna munu listir sínar þar. Snjósleðakeppnin í ár verður með breyttu sniði. Birkir Sigurðsson, talsmaður hátíðarinnar, mun ásamt fleiri góðum mönnum byggja snjóbretta- og snjósleðaspyrnubraut við þjóðveginn þar sem keppt verður á upplýstri braut. Það er ekki oft sem tækifæri gefst til að sjá slíkan viðburð en hann er þó árlegur á Éljagangi á Akureyri. Á heimasíðu hátíðarinnar er fólk hvatt til að mæta tímanlega vegna mikilla vinsælda keppninnar. Aðstandendur Éljagangs hafa, í samstarfi við lögregluna á Akureyri, fengið leyfi til að loka smá kafla af þjóðvegi 1 meðan á keppninni stendur en að sjálfsögðu verður hægt að komast leiðar sinnar eftir hjáleiðum. „Það eru allir á fullu að útbúa pallana og keyra snjó í brautina enda er undirbúningur fyrir hátíð sem þessa gríðarlegur. En þegar allir leggjast á eitt þá er hægt að gera stóra hluti, þetta er við- burður á heimsmælikvarða,“ segir Birkir og bætir við að þeir hafi á árum áður stundum lent í því að hafa ekki nægilegan snjó í brautina en þá hafi snjórinn bara verið sóttur upp í fjall og keyrður á staðinn. Aðspurður um umfang vél- sleðasportsins á Íslandi segir Birkir það fara vaxandi hér á landi um þessar mundir og sífellt sé að bætast í hóp meðlima LÍV. Hann segir að gríðarlegur vöxtur sé einnig í brettasporti, bæði meðal stráka og stelpna: „Að upplifa náttúruna á góðum degi á vélsleða eða bretti er engu líkt.“ Snjósleðaspyrna og brettakeppni á Akureyri – þjóðvegi 1 lokað fyrir herlegheitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.