Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 24
24 fréttir vikunnar Helgin 27.-29. janúar 2012 Fjórði biskupskandídatinn Þórir Jökull Þorsteinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Ís- lands. Hann bætist þar með í hóp Sigríðar Guðmarsdóttur, Kristjáns Vals Ingólfs- sonar og Sigurðar Árna Þórðarsonar. Björgólfur Thor í símahug- leiðingum Björgólfur Thor Björgólfsson er einn þeirra sem sagðir eru gera tilboð í búlgarska símafyrirtækið Vivacom, sem áður var ríkissímafyrirtæki. Björgólfur Thor átti fyrirtækið áður en seldi það árið 2007. Fjarvistir á þingi Óvenju margir þingmenn voru fjarverandi í vikunni og vantaði sautján þeirra á mið- vikudaginn. Þeir voru ýmist í útlöndum á vegum Alþingis eða veikir. Leggja til strandsiglingar Starfshópur um strandsiglingar, sem innanríkisráðherra skipaði í fyrra, leggur til í nýrri skýrslu að ríkið bjóði út strandsiglingar og að verkefnið njóti styrkja úr ríkissjóði fyrstu árin. Dýrt að fylla Verð á eldsneyti fyrir bíla hefur meira en tvöfaldast á fimm árum. Á sama tíma hafa meðallaun landsmanna hækkað um rúm 34 prósent. Millifærsla á síðustu stundu Rúmlega tveimur og hálfri klukkustund eftir lokun á síðasta starfsdegi gamla Landsbankans, 6. október 2008, voru 7,2 milljarðar króna millifærðir til fjárfest- ingabankans Straums. Glæsihýsi boðið á 190 milljónir Einbýlishúsið við Fjölnisveg 11 í Reykjavík er til sölu. Það var áður í eigu Hannesar Smárasonar. Uppsett verð fyrir fasteign- ina, sem þykir með hinum glæsilegri í Þingholtunum, er 190 milljónir króna. Aðdráttarafl Grímseyjar Von er á fimm skemmtiferðaskipum til Grímseyjar í sumar, fleiri en nokkru sinni. Skipin leggjast ekki að bryggju. Farþegar verða fluttir í land í bátum. Þeir eru sagðir sækjast eftir villtri náttúru. Reiðir foreldrar Foreldrar barna í Hvassaleitisskóla brugðust reiðir við þegar tilkynnt var að vegna framkvæmda í Breiðagerðisskóla myndi miðstigið þar flytjast í Hvassaleitis- skóla næsta skólaár. Lán Íbúðalánasjóðs nær 600 milljarðar Fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs til heimila nam í árslok 2011 tæpum 600 milljörðum króna. Hefur sú fjárhæð hækkað úr tæpum 380 milljörðum króna frá árs- lokum 2007. Slæm vika fyrir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra Góð vika fyrir Fanneyju Þorbjörgu Guðmundsdóttur skíðakonu 9 mörk skoraði skyttan unga Rúnar Kárason í þremur leikjum fyrir íslenska landsliðið í hand- bolta á EM í Serbíu eftir að hann var kall- aður í hópinn fyrir milliriðla. Sakaður um forkastanleg ummæli Í síðustu viku tryllti Ögmundur Jónasson megnið af grasrót VG með kúvendingu sinni í stóra Landsdómsmálinu. Í þessari viku var svo komið að fyrrum skjólstæðingum hans úr röðum opin- berra starfsmanna. Var þeim stórlega misboðið þegar hann hélt því fram á þingi í umræðum um ESB- styrki að þeir væru háðir eldvatni, ferðalögum til Brussel, hóteldvöl og dagpeningum. Kröfðust BHM og BSRB þess að ráðherra bæðist afsökunar og var ályktað að þessi ummæli ráðherra, um starfs- fólk sitt og stjórnarráðsins alls, væru forkastanleg og með ólíkindum að fyrrum leiðtogi opinberra starfsmanna til áratuga hafi látið þau frá sér fara. 1578 vikan í tölum Spólað og mokað Fannfergið sem lítið lát hefur verið á síðustu vikur heldur áfram að æra jafnt stöðuga sem óstöðuga sem margir spóla á Facebook. Svanborg Sigmarsdóttir Festi mig ekki á leið í vinnuna. Þurfti ekki að moka mig út úr stæði. Þurfti ekki að skafa af nema einni rúðu. Bý ekki uppá fjalli eða í úthverfi. Eiður Svanberg Guðnason Þegar allt er kolófært og eigendur smábíla beðnir um að hreyfa ekki bíla sína til þess eins að festa þá og gera snjóruðningsmönnum erfitt fyrir , - hugsa alltof margir Íslendingar: Já, - en þetta gildir nú ekki um mig. Andri Þór Sturluson Allur þessi snjór er Jesú að refsa ykkur fyrir að vera svona mikil djöfulsins helvítis fífl. Ef þið væruð ekki nautheimskir inn- ræktaðir ónytjungar þá væri hérna kannski almennilegt veður! Já hugleiðið það á meðan þið skafið bílinn þrælarnir ykkar! Egill Helgason Ég hef grun um að stöðumæla- vörðum sé innrætt að við íbúar í miðbænum séum “public enemies”. Í dag sópuðu þeir af bílum sem voru fastir í stæðum og komust ekki lönd né strönd - til þess síðan að sekta þá. Gísli Ásgeirsson hefur mokað meira og minna í allan dag og er ekki hættur verndari lands og þjóðar Ákafir stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar, sem eiga fáar óskir heitari en hann standi vaktina á Bessastöðum í fjögur ár til viðbótar, hafa nýtt sér glufuna sem forsetinn skildi eftir í áramótaávarpi sínu og safna nú undirskriftum þeirra sem eru á sama máli. Listinn fellur í nokkuð grýttan jarðveg á Facebook. Gaukur Úlfarsson var að enda við að senda áskorun til Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til Forsetakjörs í sumar. Reyndar sem Andrés Önd, en ég er nokkuð viss um að Walt Disney hefði sam- þykkt þetta. áskorun mín var nr. 21028! Þetta er alveg að koma!! Á morgun mun ég svo senda inn sem Rocky Balboa. Friðrik Indriðason þessi undirskriftasöfnun er náttúru- lega hreint bull eins og fram hefur komið á visir.is. Þar að auki hefur einn aðstandandi hennar staðhæft í mogganum að þeir ætli sér að brjóta lög um persónuvernd með henni. Stefán Pálsson Hvar er fésbókargrúppan: ekki hætta Karl Sigurbjörnsson? Heiða B Heiðars Æi!! Viljiði hætta að suða í Ólafi Ragnari! Sextán ár er yfirdrifið... ekki meira takk! Eiríkur Örn Mikki mús kýs Ólaf Ragnar. Sá fyrrnefndi er ekki til og sá síðari ekki í framboði. G-bletturinn er ekki heldur til og horfnir eru þúsund ómenntaðir karlmenn á aldrinum 16-49 ára auk fjögurra strokuung- linga. Fleira er ekki í fréttum. verðlaunablaðamaður hjálpar ríkisstjórninni Jóhann Hauksson, sem hefur um árabil skrifað um stjórnmál bæði í Fréttablaðið og DV, hefur verið ráð- inn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar- innar. Viðbrögðin á Facebook eru blendin og sumir eru ekki tilbúnir að fyrirgefa Jóhanni fyrir að hafa skrifað í blöð sem lengst af voru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Baldur Hermannsson Æ hvað þetta er eitthvað vinalegt. Gamli Baugspenninn kominn heim í dalakofann. Nú getur hann fengist við það sem honum lætur best: áróður í formi upplýsinga. Guðmundur Magnússon Við Jóhann Hauksson, hinn nýi upp- lýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, eru fyrrum samstarfsmenn. Ég samgleðst honum með nýja starfið. Veit að hann mun leggja sig fram um að veita upplýsingar sem beðið er um. En auðvitað er hann líka orðinn kerfiskall (draumur okkur allra!) og verður að laga sig að því. Andrés Magnússon Nei sko! Frá Baugi til Baugalíns. Baldur Kristjánsson Til hamingju Jóhann. Þú ert fagmaður. kv. Ingólfur Þorleifsson Hann er búinn að vera það allt kjörtímabilið !! Ekkert nýtt við þetta nema nú getur hann rukkað fyrir skjallið. Sigurður Hr. Sigurðsson Ætli ég óski ekki bara ríkisstjórninni til hamingju! Verkefni Jóhanns verður varla létt, en gangi honum vel. HeituStu kolin á Páll Björnsson og Guðrún Eva Mínervudóttir hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti á Bessastöðum á miðviku- daginn. Páll hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis fyrir bók sína Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Guðrún Eva hlaut verðlaunin fyrir skáldsögu sína Allt með kossi vekur. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgun- blaðsins, leitaði að rétta skotinu. Ljósmynd Hari fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota á síðasta ári samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Fór út að ganga Mánuði eftir að Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir skíðakona lenti í mjög alvarlegu skíðaslysi í Noregi brá hún sér út og fékk sér göngutúr í snjónum. Fréttir af skjótum bata Fann- eyjar hafa verið sérstakt gleði- efni því fyrst eftir slysið í fjöllum Geilo var hún lömuð fyrir neðan háls. Eftir að hún gekkst undir aðgerð á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló hefur hún verið í stöðugri endurhæfingu og hafa framfarir hennar verið ævintýri líkastar. Hugar- farið, sem hefur komið fram í viðtölum við hana, er öllum sem glíma við erfiðleika mikill innblástur 28 manns leituðu hjálpar í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í Reykjanesbæ frá miðnætti á miðvikudagskvöld fram á fimmtudag vegna ófærðar. 2 stjórnmálaflokkar voru tæknilega gjaldþrota í árslok 2010 samkvæmt ársreikn- ingum. Það voru Fram- sóknarflokkurinn og Vinstri grænir en skuldir þeirra voru töluvert hærri en eignir. 36,7 prósent aukning er í lánum Íbúðalánsjóðs til heimila í landinu frá árinu 2007. Nú er lánsupphæðin 600 milljarðar – fyrst og fre mst ódýr! 659kr.kg Ísfugl frosinn kjúklingur TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.