Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 12
Stærð 140x200 100% dúnn 100% bómull 790 grömm dúnfylling engin gerfiefniFermingartilboð Dúnmjúkar dúnsængur áður 33.490 kr nú 24.990 kr Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Þ rír aðilar sækja um sérleyfi til rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu en Orkustofn- un opnaði tilboðin á mánudaginn. Félögin eru Eykon Energy, Faroe Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf og Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. Orkustofnun stefnir að því að leita lögboðinna umsagna og af- greiða umsóknir fyrir lok nóvember næstkomandi. Við veitingu leyfanna verður þess gætt að nýting auðlind- anna sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og að tekið sé tillit til um- hverfissjónarmiða. Við mat Orku- stofnunar á umsóknum er tekið mið af rannsóknaráætlun, tæknilegri getu og reynslu og fjárhagslegum styrk umsækjenda. Eins og fram kom í Fréttatímanum fyrir hálfum mánuði voru rannsóknir olíuleitarfélaganna TGS og Volcanic Basin Petroleum Research á Dreka- svæðinu frá því í sumar mjög jákvæð- ar. Niðurstöður þeirra sýndu að olíu væri að finna þar en frekari rann- sóknir þurfa að fara fram til þess að hægt sé að segja hversu mikil olían er og hvort hún sé vinnanleg. Útboðssvæðið sem um er að ræða nær yfir norðurhluta Drekasvæðisins sem er 42.700 ferkílómetrar að flatar- máli, norðaustur af Íslandi. Ljóst er að rannsóknir munu ná yfir fjölda ára eftir veitingu sérleyfa en þau eru veitt til tólf ára en framlengjanleg til tveggja ára í senn að hámarki til sextán ára, eins og fram hefur komið í Fréttatímanum. Félögin þrjú Jón Helgi Guðmundsson, aðaleigendi Byko, og viðskiptafélagi hans Gunn- laugur Jónsson eiga 50 prósenta hlut í Kolvetni ehf, verkfræðistofan Mannvit er með 25 prósenta hlut og sömuleiðis Terje Hagevang. Hann er forstjóri olíufélagsins Valiant en stjórnaði áður Sagex sem bauð í leit- ina í fyrra útboðinu 2009. Bæði Jón Helgi og Gunnlaugur eiga hlut í Vali- ant sem er breskt félag. Að Íslensku kolvetni standa verkfræðistofan Verkís, Olís og félagið Dreki Holding í samvinnu við Faroe Petroleum, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarps- ins. Það sagði enn fremur að þriðja umsóknarfélagið, Eykon Energy, héti eftir Eyjólfi Konráð Jónssyni, fyrrum þingmanni og ritstjóra, sem var mikill baráttumaður fyrir því að Íslendingar héldu fast um rétt sinn til auðlinda á hafsbotni. Að því stendur hópur íslenskra fjárfesta: Gunnlaug- ur Jónsson, Ragnar Þórisson, Jón Einar Eyjólfsson, Heiðar Már Guð- jónsson, sem er stjórnarformaður, og loks Norðmaðurinn Terje Hagevang. Valiant Petroleum er stærst félag- anna, ef miðað er við veltu, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2. Það er með höfuðstöðvar í útjaðri London, stundar olíuvinnsla í Norðursjó og er í olíuleit við Noreg og Færeyjar. Það hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra og er með um 60 starfsmenn. Faroe Petroleum hét upphaflega Føroya Kolvetni þegar það var stofn- að í Færeyjum fyrir fimmtán árum en er nú orðið alþjóðlegt félag með höfuðstöðvar í Aberdeen í Skotlandi. Það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, var með 16 milljarða tekur í fyrra og um 50 starfsmenn. Haft var eftir Heiðari Má Guð- jónssyni, stjórnarformanni Eykon Energy, í frétt stöðvarinnar, að fé- lagið sé í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta, sérstaklega alþjóðleg olíu- leitarfyrirtæki sem unnið hafi á svip- uðum og jafnvel erfiðari slóðum en eru á Jan Mayen-hryggnum. Þekking á öllum sviðum olíuleitar vinnslu og sölu Gunnlaugur Jónsson kemur fram fyrir hönd Kolvetnis ehf sem stjórn- arformaður þess félags. Hann segir samstarfið við hið erlenda félag, Vali- ant Petroleum, mjög mikilvægt. „Það þýðir að við getum fljótlega hafist handa við áframhaldandi rannsókn- ir, ef við fáum úthlutað leyfi. Valiant Petroleum er með þekkingu á öllum sviðum olíuleitar og vinnslu. Þetta er olíufélag sem í senn veltir fyrir sér hvar olía gæti mögulega fundist og allt til þess að framleiða og selja olíu og hefur af því verulegar tekjur,“ segir Gunnlaugur. Fram kemur hjá honum að rann- sóknir og leit geti verið mjög langt ferli. Miklar kröfur séu gerðar sem fyrirtækin verði að standast. Haga verði málum þannig að hagkvæmni sé gætt en um leið verði að standast strangar kröfur í umhverfis- og ör- yggismálum. Gunnlaugur segir Vali- ant Petroleum starfa bæði í Noregi og Bretlandi þar sem ströngustu kröfur séu gerðar í þessum efnum. „Þar af leiðandi,“ segir hann, „er gott að hafa þetta fyrirtæki með. Það er allt annað að segjast ætla að gera eitthvað, jafnvel kunna það og hafa gert það – eða að vera beinlínis að sinna þessum málum í daglegu starfi. Þá fara hlutirnir í farveg og ganga betur. Valium Petroleum er líka mjög fjársterkt félag, er með verulegar tekjur af olíusölu og nán- ast skuldlaust. Það getur því vel stað- ið undir því sem við erum að lofa í okkar umsókn.“ Hrósa ber samningamönnum Íslands Gunnlaugur segir umsóknirnar vera í ákveðnum stigum. Lofað sé einhverju ákveðnu sem standa þurfi við á gefnum tíma. Að þeim rann- sóknum loknum verði fyrirtækin að taka afstöðu til þess hvort þau vilji taka næsta skref og lofa einhverju meiru. Menn reyni að hafa stígandi í þessu þannig að ódýrustu rannsókn- irnar séu gerðar fyrst til að minnka áhættuna á dýrari rannsóknum sem komi síðar. Sem dæmi má nefna að rannsóknarborhola á miklu dýpi eins og á Drekasvæðinu, sé mjög dýr. Því vilji menn rannsaka vel áður en út í slíkar framkvæmdir sé farið. Kolvetni ehf og Valiant Petroleum taka fjárhagslega áhættu saman en eru með samkomulag sín á milli hvernig henni er skipt. Gunnlaug- ur segir að góðir aðilar standi að Kolvetni ehf og muni geta fjár- magnað félagið að öllu leyti en það einfaldi málið að Vali- ant Petroleum ábyrgist alla umsókn- ina og allan kostnað sem hópurinn skuldbindur sig fyrir, það er að segja fyrir hönd beggja. Finnist olía á því leitarsvæði sem úthlutað er á rannsóknarstigi segir Gunnlaugur að viðkomandi fyrir- tæki eignist réttinn til að framleiða hana og selja. Af því greiðast síðan skattar til íslenska ríkisins sem skiptast í 5 prósenta vinnslugjald af því sem framleitt er, óháð hagnaði eða tapi fyrirtækisins. Hagnaðar- skattur bætist síðan ofan á venjuleg- an fyrirtækjaskatt, eins konar auð- lindagjald. Gunnlaugur segist ekki vita hvort Norðmenn nýti sinn 25 prósenta rétt en telur víst að þeir fylgist vel með. „Þeir munu fá einn mánuð eftir að Orkustofnun hefur komist að sinni niðurstöðu um hverjir fái leyf i t il að ákveða hvort þeir komi með f jórð- ungshlut inn í leyfið. Geri Norðmenn það eru þeir fullir þátttak- endur í hópn- um og þurfa að fjármagna sinn hlut í allri áhættu sem tekin er. Þ a ð e r bara gott ef þeir koma inn, frá okkar bæj- ardyrum séð. Þegar á heildina er litið eru þetta mjög hagstæðir samningar fyrir Íslendinga vegna þess að Norð- menn þurfa að ákveða í upphafi hvort þeir koma inn og taka þá fulla fjár- hagslega áhættu en Íslendingar geta beðið eftir því hvort olía finnst Nor- egsmegin á Jan Mayen-hryggnum til þess að taka ákvörðun um það hvort þeir verða með. Það ber því að hrósa þeim samningamönnum Íslands sem gerðu samningin 1981.“ Lítur vel út jarðfræðilega Gunnlaugur segir að menn taki eitt skref í einu en hugsanlega gæti olíu- framleiðsla hafist á Drekasvæðinu eftir 10 til 20 ár – en kannski aldrei. „Við tökum þátt af því að okkur líst mjög vel á, þetta lítur mjög vel út jarðfræðilega. Við erum viss um að olían sé þarna einhvers staðar en spurningin er hversu mikið þarf að gera til að finna hana og hvort það svari kostnaði – en við teljum það þess virði að reyna. En höfum í huga að það þýðir ekki að fara út í neina maníu út af þessu. Við gerum okkar besta, svo kemur þetta í ljós. Ef ekkert kemur úr úr rannsóknunum vill maður vera ánægður með að hafa gert góða tilraun.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Viss um olíu á Drekasvæðinu Orkustofnun mun veita sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu fyrir nóvemberlok. Þrír aðilar sækja um sérleyfin en Norðmenn geta komið að með fjórðungshlut. Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolefnis ehf, segir svæðið líta vel út jarðfræðilega og er viss um að þar sé olíu að finna. Spurningin sé hins vegar hversu mikið þurfi að gera til að finna hana og hvort það svari kostnaði en það sé þess virði að reyna. Olíuframleiðsla gæti hugsanlega hafist á Drekasvæðinu eftir 10 til 20 ár. Gunnlaugur Jóns- son, stjórnarformaður Kolvetnis ehf: Við tökum eitt skref í einu, erum viss um að olían sé þarna en spurningin er hversu mikið þarf að gera til að finna hana og hvort það svarar kostnaði – en teljum þess virði að reyna. Ljósmynd Hari Ef sérleyfi til rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verða veitt þá taka við rannsóknir þar samkvæmt áætlun leyfishafa og skilmálum Orkustofn- unar. Á milli Íslands og Noregs ríkir samkomulag frá árinu 1981 sem felur í sér að Norðmenn hafi rétt á allt að 25 prósenta þátttöku í sérleyfum á svæði sem nær yfir hluta af Drekasvæðinu. Ef sótt er um á samkomulagssvæðinu mun Orkustofnun senda eintak af umsóknunum til Noregs. Eftir að Norðmenn hafa móttekið drög að leyfi á grundvelli umsóknar hafa þeir 30 daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta rétt sinn til þátttöku í viðkomandi leyfi. 12 fréttaviðtal Helgin 5.-8. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.