Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 38
8 brúðkaup Helgin 5.-8. apríl 2012 B rúðkaup er athöfn sem allir vilja muna eftir með hlýju og gleði í hjarta og ef halda á stóra veislu með öllu tilheyrandi, krefst það þess að byrjað sé að skipuleggja og undirbúa í tæka tíð. Auðvelt er að stressa sig og mikla hlutina fyrir sér ef tíminn er naumur en til að auðvelda ferlið er best að búa til góðan lista yfir allt sem gera þarf og svo er bara að fara eftir listanum. Að byrja undirbúninginn snemma er sér- staklega mikilvægt til þess að kirkjan, salurinn eða ljósmyndar- inn sé örugglega laus á stóra deg- inum. Sumir ganga svo langt að byrja að undirbúa tveimur árum fyrir brúðkaupið en hér verður gert ráð fyrir níu mánaða undir- búningi. Níu mánuðir í brúðkaup  Ákveðið dagsetninguna og gott er að vera með eina til vara ef draumakirkjan er þegar bókuð. Byrjið á að bóka kirkju og sal ef veislan á ekki að vera í heimahúsi. Einnig er gott að huga að því að fá öll tilskilin leyfi ef athöfnin eða veislan á að fara fram utandyra í almenningsgarði, skógar- lundi eða þvílíku.  Næst er svo að gera kostnaðar- áætlun. Hvað má brúðkaupið kosta? Hvar er hægt að spara og hvar ekki?  Búið til áætlaðan gestalista. Hversu stórt á brúðkaupið að vera? Það er gott að gera þetta í samvinnu við nánustu fjöl- skyldu til að tryggja að allir komist örugglega. Einnig þarf að huga að gestum sem búa erlendis og þurfa að panta flug- far heim.  Veljið ykkur svaramenn, brúð- armeyjar og/eða -sveina (það er vinsæl hefð m.a. í Banda- ríkjunum) og veislustjóra.  Skipuleggið veisluna. Ef þið ætlið að panta veitingar er best að bera saman nokkra mismunandi aðila og fá að smakka á matseðlinum. Gott er að athuga hvað er innifalið í verðinu og hvað þarf að greiða sérstaklega.  Ef ætlunin er að bjóða upp á lif- andi tónlist er tími til kominn að athuga hvort viðkomandi hljómsveit eða tónlistarmaður er laus, og hvað það kostar. Oft getur tónlistarflutningur gert góða veislu enn betri. Sex mánuðir í brúðkaup Nú er kominn tími til að fara að huga að brúðarkjólnum. Á að kaupa hann tilbúinn hér heima, á netinu, leigja eða láta sérsauma kjól? Best er að gera þetta í tæka tíð því að allir fylgihlutir þurfa að passa við kjólinn.  Pantið bíl til að keyra ykkur til og frá kirkjunni ásamt ljós- myndara og hárgreiðslu. Er ætlunin að fara í brúðkaups- ferð? Hvert er förinni heitið og hvenær? Núorðið fara fæstir í brúðkaupsferð strax eftir brúð- kaupið en ef svo er þá er ekki seinna vænna að fara að skipu- leggja brottför.  Pantið hótel fyrir brúðkaups- nóttina eða fáið vini til að skreyta heimili ykkar, og þá sérstaklega hjónaherbergið. Ekki gleyma að huga að því hvernig þið komist á hótelið ef það verður fyrir valinu.  Nú er komið að því að ákveða þema fyrri veisluna. Margir velja að hafa þemað í tengslum við árstíðina, nú eða litaþema.  Farið yfir gestalistann og sendið út boðskort fjórum mánuðum fyrir brúðkaupið. Ekki gleyma að biðja um stað- festingu a.m.k. fimm vikum fyrir brúðkaupsdaginn. Það gerir allan undirbúning auð- veldari.  Veljið fötin, bæði á brúðina og brúðgumann, og ekki gleyma nærfötum, sokkum og skóm. Einnig þarf að velja föt fyrir brúðarmeyjar og sveina. Þrír mánuðir í brúðkaup Farið í búðir og skoðið hringa. Úrvalið er yfirleitt endalaust, bæði hvað varðar form og efni. Þetta er mikilvægt því að hring- ana berið þið út ævina. Sumir velja að láta hanna sérstaka hringa fyrir sig, sem gerir hring- ana enn dýrmætari.  Hafið samband við prestinn. Það væri leiðinlegt ef uppá- haldspresturinn væri bókaður á deginum ykkar. Best er að hittast og fara yfir það hvernig þið viljið hafa athöfnina.  Ákveðið matseðilinn. Tveir mánuðir í brúðkaup  Veljið blómaskreytingar og blómvönd. Leitið ráða hjá blóma- skreytum og á netinu. Blóm- vöndurinn setur oft tóninn hvað varðar skreytingar og litaþema.  Hafið samband við þá sem sjá um matinn, hárið, tónlistina, ljósmyndun o.fl. til að allt sé klappað og klárt.  Sjáið til þess að allir pappírar séu fyrir hendi svo að giftingin verði nú örugglega að veruleika. Einn mánuður í brúðkaup  Búið til lista yfir allt sem þarf að gera og tiltakið hver er ábyrgur fyrir verkinu.  Farið yfir gestalistann og látið veitingaþjónustuna fá endanlega tölu veislugesta. Raðið gestun- um til borðs og hugið að því að ef gestalistinn er langur, er gott að vera með yfirlitsplakat sem segir til um hvar hver á að sitja.  Ekki gleyma að ganga skóna til! Það er afleitt að vera með hælsæri á brúðkaupsdaginn. Þetta á bæði við um brúðina og brúðgumann.  UNdirbúNiNgUr Listi yfir aLLt sem gera þarf Brúðkaupið skipulagt í þaula Tvær vikur í brúðkaup  Sækið hringana.  Athugið að allt sé klappað og klárt varðandi veisluna og at- höfnina.  Ákveðið dag til að æfa athöfnina í kirkjunni.  Prófið fötin í síðasta sinn. daginn fyrir brúðkaupið  Undirbúið veislusalinn og sjáið til að allt sé á sínum stað. Náið í brúðartertuna.  Pakkið niður fyrir brúðkaups- ferðina.  Passið upp á að fá nægan svefn svo að þið endið ekki með bauga niður á hné í brúðkaupinu. Á brúðkaupsdaginn  Njótið dagsins og passið að láta það ekki skemma fyrir ef allt fer ekki nákvælega eins og til var ætlast.  Ekki gleyma að borða og drekka vel.  Eftir brúðkaupið  Sendið þakkarkort.  Lifið hamingjusöm til æviloka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.