Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 44
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Í nýjustu könnun á vímuefnaneyslu ís- lenskra unglinga má sjá sömu jákvæðu þróun og undanfarin ár: Þar er að finna ánægjulega vísbendingu um að tilveran í raunheimum gengur bara vel á ýmsum sviðum, ólíkt því sem mætti ætla sé miðað við barlóminn sem veður uppi í hinum stafræna heimi; blogginu og at- hugasemdakerfi netmiðlanna – og líka í steinhúsinu við Austurvöll. Ef maður hlustaði á ýmsa sem þar starfa þyrði maður naumast út fyrir hússins dyr, svo svaka- lega er heimsýnin svört sem dregin er upp í því húsi flesta daga. Líðan unglinga og notkun þeirra á vímuefnum er örugg- lega betri barómeter á það hvernig fjölskyldur landsins hafa það en margt annað. Þegar börn eru hamingjusöm og neyta ekki vímuefna er það vísbending um að þau hafi það gott heima fyrir – að þar sé hugsað vel um þau. Rannsókn og greining við Háskólann í Reykjavík hefur undanfarin fjórtán ár fylgst með vímuefnaneyslu barna í átt- unda, níunda og tíunda bekk grunnskóla. Í könnun sem var gerð nú í febrúar kemur fram að vímuefnaneysla heldur áfram að dragast saman hvort sem það er á áfengi, tóbaki eða öðrum vímugjöfum. Í rannsókninni kemur fram að hlutfall krakka sem eru í elstu bekkjum grunn- skóla og reykja fer úr 5 prósentum í 3 prósent milli ára og hlutfall þeirra sem hafa drukkið áfengi á könnunartímanum lækkar úr 9 prósentum í 7 prósent. Hlut- fall þeirra sem hafa notað hass einu sinni eða oftar um ævina eru 3 prósent, og stendur í stað, en sjónarmun færri hafa prófað marijúana frá því síðasta könnun var gerð. Það hlutfall er nú 7 prósent en var 8 prósent í fyrra. Breytingarnar frá 1998 eru sláandi. Það ár sögðust 42 prósent unglinga hafa orðið drukknir, 23 prósent reyktu dag- lega og 17 prósent höfðu notað hass. En leiðin hefur sem betur fer legið jafnt og þétt í rétta átt frá þessu versta ári í sögu rannsóknanna. Fyrirfram hefði mátt búast við að efna- hagsþrengingar og aukið atvinnuleysi í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 gæti snúið þróuninni við. Vímuefnaneysla er oftar en ekki afleiðing ójafnvægis og upp- lausnar. Sú hefur hins vegar ekki reynst raunin. Hlutfall þeirra sem hafa drukkið í elstu bekkjum grunnskóla hefur lækkað úr 20 prósentum árið 2007 í 7 prósent nú, en í könnunum er spurt hvort þátttakend- ur hafi orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga. Á sama tímabili hefur hlutfall þeirra sem reykja daglega farið úr 10 prósentum í 3 prósent. Unglingar landsins halda sem sagt áfram að vera öðrum frábærar fyrir- myndir um heilbrigt líferni. Athyglivert er að þessi jákvæða þróun undanfarinn rúmlega áratug hefur orðið á sama tíma og aðgengi að áfengi hefur aukist. Verslunum ÁTVR hefur fjölgað og opnunartími þeirra lengdur. Sýnileiki áfengra drykkja hefur einnig vaxið með fjölgun erlendra sjónvarpsstöðva, sem sýna áfengisauglýsingar, og lítt dulbún- um bjórauglýsingum innlendra fram- leiðanda. Aukið aðgengi og sýnileiki hefur þannig ekki haft áhrif til hins verra. Rannsóknir benda líka langflestar í þá átt að þessi atriði skipta ekki höfuðmáli. Það sem öllu skiptir, þegar kemur að því að halda börnum frá vímuefnum, er að foreldrar eyði með þeim tíma, jafnvel þó það sé aðeins sé fyrir framan sjónvarpið. Niðurstöður Rannsóknar og greiningar benda eindregið til þess að Íslendingar séu að verða betri við börnin sín en áður. Það er falleg tilhugsun. Minnkandi vímuefnaneyslu unglinga Íslendingar betri við börnin sín Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is M argir velta því fyrir sér þessa dagana hvaða gjaldmið- ill henti Íslendingum. Afdrifaríkt verður að kasta krónunni á glæ. Því er afar mikilvægt að hugsa vel sitt ráð. Þjóðin hefur áður gert grundvallarbreytingar í gjaldeyrismálum, breytingar sem höfðu varanleg áhrif á daglegt líf Íslendinga um langt árabil. Ísland var með al- þjóðlega mynt Í upphafi 20. aldar voru Íslend- ingar í myntbandalagi með öðrum Norðurlandaþjóðum. Sama gengi og svipað verðlag gilti á svæðinu. Meirihluti utanríkisviðskipta var við Norðurlöndin. Því fundu lands- menn ekki mikið fyrir því þótt þessi sameiginlega króna breytti um gengi gagnvart öðrum myntum. Í fyrri heimsstyrjöldinni riðlaðist bandalagið. Þó hefur gengi norsku, dönsku og sænsku krónanna fylgst þokkalega að þau tæplega 100 ár sem liðin eru frá því að leiðir greindust. Ein af gömlu bandalags- þjóðunum fór þó aðra leið. Íslenski hundraðkallinn frá 1918 er ekki dansks fimmeyrings virði í dag. Ný mynt, verðtryggð króna Eftir sextíu ára basl með sjálfstæða krónu var verðbólga hér orðin slík að krónan rýrnaði um nær helming á hverju ári. Enginn vildi spara. Íslendingar fundu þá upp nýja einingu, verð- tryggða krónu. Verð- trygging er vissulega til annars staðar, en hvergi er hún jafnútbreidd og á Íslandi. Ástæðan er sú að krónan sjálf er ónýt. Enginn vill lána öðrum til áratuga í venjulegum krónum. Með verðtryggðri krónu er tryggt að Íslendingar skulda alltaf jafnmikið að raunvirði, þótt launin rýrni við hverja gengisfell- ingu. Peningastefna með hæstu vöxtum Í upphafi 21. aldar var Seðlabanka Íslands falið að halda verðbólgunni í skefjum með vaxtastefnu. Pen- ingastefna bankans var í samræmi við viðurkenndar hagfræðikenn- ingar. Vextir voru hækkaðir til þess að sporna við verðbólgu. Útlend- ingar freistuðust af hávaxta krónu- bréfum. Gengi krónunnar styrktist og innflutningur jókst. Útflutnings- fyrirtæki fengu minna en áður fyrir sína vöru. Vaxtahækkanir höfðu þó lítil áhrif á neyslu, því að flestir voru með lán í verðtryggðum krónum eða erlendri mynt sem fóru eftir öðrum lögmálum. Eftir sjö ár hrundi efnahagskerfið, krónan var sett í höft. Hundruð milljarða króna í eigu útlendinga voru læst inni. Til varð tvöfalt gengi: Aflandsgengi og afleitt gengi. Áhætta við evru Af þessu má sjá að Íslendingar taka talsverða áhættu með því að ganga í myntbandalag: 1. Verðbólgan verður ekki lengur sú mesta Vesturlöndum. 2. Vextir verða ekki lengur miklu hærri hér en í nágrannalöndum. 3. Vægi verðtryggingar verður lítið og menn eiga auðvelt með að reikna út hvað þeir skulda. 4. Ekki verður lengur hægt að lækka laun almennings í einu vetfangi með gengisfellingu. 5. Þjóðin verður af sínu helsta tóm- stundagamni, gjaldeyrisbraski. Vonandi verður þessi listi til þess að menn hugsa sig mjög vel um, áður en þeir taka upplýsta ákvörðun um að kasta sinni ástsælu krónu. Þar með fórna þeir hagstjórn sem færði Íslendingum svo margt á undan- genginni öld sem aðrar þjóðir fóru á mis við. Gjaldmiðilsmál Þjóðfélag gjaldeyrisbraskaranna Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri bj@heimur.is 20. - 24. apríl - Body Harmony Don Macfarland, master bodyworker 4. - 5. maí - Meðferðir með kjarnaolíum Tamara Parker, kjarnaolíuþerapisti 9. júní - Innlit í alþýðugrasalækningar Brigitte Mars, grasalæknir 22. - 25. september - Augnfræði og Náttúrulækningar Leonard Mehlmauer, náttúrulæknir InnrItun í þrIggja ára lotunám í náttúrulæknIngum stendur nú yfIr! Forskráning til 1. maí Umsóknarfrestur er til 20. júní Upplýsingar í síma 848-9585/892-6004 og á www.heilsumeistaraskolinn.com 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 32 viðhorf Helgin 5.-8. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.