Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 68
 Plötudómar dr. gunna things to regret or forget  Gunman & The Holy Ghost Dúndurtöff Þetta er nýjasta „verkefni“ Hákons Aðalsteinssonar, söngvara, gítarleikara, tón- listarmanns og Berlínarbúa. Hann var í hljómsveitunum Hudson Wayne og Singapore Sing og gerði plötu undir nafninu The Third Sound árið 2010. Nýju plötuna samdi Hákon í hörkufrosti í Berlín og er titillinn lýsandi fyrir textainnihaldið. Hákon minnir á ofurtöffarann Lee Hazlewood – hvað varðar kántrí-smurðar lagasmíðar, töffaralegan söng og karlmannlegan trega í textunum – en stundum bregður hann sér á kúl-go- spelslóðir hljómsveitarinnar Spiritualized. Fagmannlega er staðið að verki. Sánd og útsetningar eru eins og hnausþykk lífræn kjötsúpa og krydduð smáatriðunum. Þetta er mjög góð plata, lögin reyndar misgóð, en sum er algjört dúndur. Platan fæst á Gogoyoko, en ku væntanleg í áþreifanlegu ástandi. lævirkinn  Kjuregej Síbería-Ísland Listakonan Kjuregej Alex- andra Argunova er frá Jakú- tíu, sjálfsstjórnarlýðveldi inni í miðri Síberíu. Hún giftist Íslendingi og hefur búið hér í nærri því hálfa öld. Þennan fyrsta disk sinn gerði hún í samvinnu við flinka kappa á Austurlandi, þá Charles Ross tónlistar- kennara og Halldór Waren, kenndan við hljómsveitina Vax. Lögin eru mest jakútísk þjóðlög, en einnig íslensk og rússnesk. Listakonan flytur þau af röggsemi og tilfinningu og gaman er að heyra hvernig hún ljær íslensku lögunum exótískan blæ. Þökk sé Huun-Huur-Tu er manni ekki hljóðheimur Síberíu með öllu ókunnur. Margt hjá Kjuregej minnir á hann: Treginn, sem nálgast stundum örvæntingu, og hljóðfæri sem hljóma eins og hvínandi napur vindur. Þetta er velheppnaður og eigulegur diskur með ítar- legum bæklingi á íslensku og ensku. What's Hidden there  Svanfríður Rokkaðir hippar Fertugsafmæli þess- arar plötur er fagnað um þessar mundir. Búið er að endurútgefa hana (í stafrænu formi á tonlist. is) og hljómsveitin ætlar að koma saman aftur og spila í Austurbæ 14. apríl. Reyndar er Pétur Kristjánsson upptekinn við annað en söngvararnir Pétur Jesús, Eiki Hauks og Elvar Örn Friðriksson ætla að fylla hans illfyllanlega skarð. Platan stendur enn fyrir sínu og er ein af helstu gersemum íslenska hipparokksins ásamt plötum Trúbrots, Náttúru, Mána og Óðmanna. Í Svanfríði voru þó harðari rokkarar en síðhærðu samtímamennirnir og þeir kölluðu tónlist sína „rokk“, sem var bannorð 1972 enda sett í samband við Elvis og aðra ellibelgi. Rokkið er vissulega hipp- ískt og platan glæsilegt barn síns tíma. Skyldu- hlustun og mæting! Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Ti lbo ð Ti lbo ð Húsgögn fyrir hagsýna Support kr. 39.700,- Tilboð 23.120,- Fullt verð 28.900,- Tilboð 15.500,- Fullt verð 20.300,- CD - og bókahillur í úrvali Hornskifborð kr. 36.400,- kr. 26.900,- kr. 39.900,- Stofnuð 1993 og hefur aldrei farið á hausinn! H vað hefur maður ekki öf-undað margar Hollywood-stjörnurnar af gullfallegri augnumgjörð, jafnvel svo að maður límir á sig gerviaugnhár, finnur fyrir því allt kvöldið, en vonast til þess að gleyma toginu og pirringnum þegar líður á það? Margar þessara stjarna, já og fyrirmenna eins og frú Obama, fara allt aðra leið en þessa klassísku sem byggist á; „beauty is pain!“ „Já, þær þykkja hárin með gervi- augnhárum sem endast í fjórar til sex vikur,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Ágústu snyrtistofu. Hún segir að það geri einnig sístækkandi hópur kvenna hér á landi. „Við setjum eitt gerviaugnahár á hvert náttúrulegt augnahár. Við ráð- um hve löng og þykk þau eru. Sum- ar vilja hafa þau í lengri kantinum á meðan aðrar vilja þykkari,“ segir hún og uppljóstrar um leið leyndarmáli stjarnanna. Sársaukinn er enginn, heldur segir hún konur sem þetta kjósi liggja undir teppi með lokuð augun í þann rúmlega klukkutíma sem tekur að festa hárin á. „En svo losnar konan svo gott sem við að farða sig um augun,“ segir Ágústa. „Maður vaknar bara gor- djöss.“ Ágústa segir konur á öllum aldri sækja í þessi augnhár. Margar hafi gert það í mörg ár. „Þetta er vinsæl- asta og heitasta meðferðin á betri snyrtistofum um þessar mundir,“ segir hún um leið og hún setur næl- onaugnhárin á Ragnhildi Guðmanns- dóttur samstarfskonu sína til að sýna lesendum Fréttatímans árangurinn. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ágústa ljóstrar upp leyndarmáli Nælonaugnhár sem fest eru við þau raunverulegu er það heitasta á snyrtistofunum um þessar mundir. Þrátt fyrir að þetta sé það nýjasta nýtt hafa þó nokkrar sótt sér þessa þjónustu í mörg herrans ár. Hér má sjá árangurinn eftir að gerviaugnhár hafa verið fest við þau sem fyrir eru. Ragnhildur Guðmannsdóttir eftir og fyrir. Myndir/Hari Ágústa Kristjánsdóttir kynnir það vinsælasta á snyrtistofunum í dag. Hún segir mjög mikilvægt að velja fagmann til verksins. Mynd/hari Jacqueline Kenn- edy notaði fals- aðar merkjavörur Forsetafrúin fyrrverandi, Jacqueline Kennedy, var einn helsti tískufröm- uður síns tíma og hefur sem slík haft mikil áhrif á tískubylgjur síðari ára. Nú hefur aðalhönnuður tískuhúss- ins Chanel, Karl Lagerfeld, upplýst opinberlega að Jacqueline hafi ekki hikað við að nota falsaðar merkja- vörur. Í því samhengi nefnir hann meðal annars þá frægu dragt sem hún klæddist daginn sem maðurinn hennar var myrtur í Dallas; hún er góð eftirlíking dragtar frá Chanel. Jacqueline Kennedy ásamt manninum sínum John F. Kennedy.  tíska 56 dægurmál Helgin 5.-8. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.