Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Síða 31

Fréttatíminn - 05.04.2012, Síða 31
Brúðkaup Undirbúningur  Skipulag  Hefðir  Veislan Helgin 6.-8. janúar 2012  bls. 8  Hringar Tákn um ævarandi ást – vandinn við að velja giftingahringa. www.bluelagoon.is www. hreyfing.is www.bluelagoonspa.is Gefðu ávísun á vellíðan og betri heilsu hjá Bláa Lóninu, Hreyfingu og Blue Lagoon Spa A N TO N &B ER G U R E itt sterkasta tákn þeirra tengsla og trúfestu sem brúðarhjón heita hvort öðru á brúðkaupsdaginn er hringurinn. Giftingarhringurinn byggir á sér mörg hundruð ára hefð og er meira að segja vitað til þess að forn-Grikkir hafi skiptst á hringum sem tákn um ævar- andi ást tveggja einstaklinga. Giftingar- hringar þekktust þó ekki hér á landi fyrr en seint á 19. öld. Þegar kaupa skal giftingarhringa er ýmislegt sem hafa þarf í huga. Algengt er að pör sem gifta sig nú til dags velji frekar hefðbundna hringa úr gulli eða hvíta- gulli en auðvitað er það mikilvægast að hver og einn fái hring við sitt hæfi. Helstu breytingar á giftingarhringum undanfarna áratugi eru þær að hringarnir eru farnir að kosta meira en meira er lagt í gæði og útlit að mati margra gullsmiða. Vinsælt hefur einnig verið að hafa hringana breiðari en áður og vilja sumir meina að það fylgi efna- hagsástandinu í þjóðfélaginu hversu breiðir hringarnir eru. Brúðkaup á öllum aldri Samkvæmt nýjustu tölfræði giftir fólk sig seinna ævinnar en áður tíðkaðist, bæði vegna þess að í samfélaginu í dag er ekki eins mikil áhersla lögð á að gifta sig áður en fyrsta barnið kemur og svo verður stöðugt algengara að fólk gifti sig oftar en einu sinni. Margir eru því orðnir ráðsett- ari og oftar en ekki með meiri pening á milli handanna til að eyða í brúðkaupið og kaupin á giftingarhringum. Áhersla er lögð á að fá rétta hringinn sem mun duga út ævina og líta margir til þess að hringurinn sé praktískur og geti virkað við hvers- dagslegar athafnir jafnt sem og til hátíðar- brigða. Það er líka skemmtileg hefð að grafa nafn makans innan í hringana og láta sumir það ekki duga heldur bæta við ástar- orðum eða jafnvel gælunöfnum. Með þessu móti verður hringurinn persónulegur en svo má líka útfæra lögun og útlit hringsins eftir eigin höfði og eru flestir gullsmiðir án efa tilbúnir til að fara eftir óskum verðandi brúðhjóna við gerð hringanna. Steinn ástarinnar Demantar hafa verið að ryðja sér til rúms sem vinsælustu steinarnir og velur barna- fólk oft hringa með einum demanti fyrir hvert barn – séu þau til staðar. Aðrir steinar, eins og rúbín sem er stein ástarinnar, eiga líka vel við í giftingarhring og það eru ekki bara konurnar sem velja að hafa steina í sínum hringum heldur velja brúðgumarnir þá einnig. Oftar en ekki eru þeir svo hafðir í stíl og á það vel við því hringurinn táknar einmitt einingu og ást. Persónulegur skartgripur Gaman getur einnig verið að láta breyta gömlum skartgrip, sem hefur til dæmis gengið í erfðir, í giftingarhring. Ef það er hringur þá getur verið nóg að láta minnka eða stækka hann nú eða breyta honum lítillega til að gera hann persónulegan. Með þeim hætti er haldið í gamla skartgripinn sem oftar en ekki hefur tilfinningalegt gildi en að sama skapi er skapaður nýr hringur sem er einstakur. Fegurð hringsins haldið við Gömul hindurvitni segir að ekki megi taka af sér hringinn því það boði ógæfu en ólíklegt er að margir fari eftir því nú til dags. Hendurnar eiga það til að bólgna á nóttunni og því getur verið gott að taka hringinn af yfir nóttina eða þegar farið er í bað, sérstaklega ef hringurinn er með steini í. Að auki þarf reglulega að þrífa hringinn sjálfan en hægt er að kaupa sér- stakan hreinsilög hjá flestum gullsmiðum. 8077 Til að hafa í huga þegar kaupa skal hringa:  Passið upp á að hringurinn sé réttrar stærðar  Verið búin að ákveða hver su mikið hringarnir mega kosta  Leitið hugmynda úr brúð- kaupsblöðum og á netinu  Gefið ykkur tíma í að velja hring – hann er ævieign Brúðkaupið skipulagt í þaula Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.