Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 20
Léttöl
Léttöl
í Evrópukeppnina 2012
64 dagar
10
þeirra bestu
Evrópumótið í knattspyrnu er leiksviðið þar sem
skærustu knattspyrnustjörnur álfunnar leika listir
sínar. Fréttatíminn skoðaði tíu leikmenn sem verða
lykilmenn hjá sínum liðum og þurfa að eiga frábært
mót ef þeirra landsliði á að ganga vel.
Mario Gomez, Þýskalandi
Aldur: 26 ára
Félag: Bayern München (Þýskalandi)
Staða: Framherji
Leikir á þessu tímabili/mörk: 41/37
Landsleikir/mörk: 51/21
Gomez hefur verið einn heitasti framherji Evrópu undan-
farin tvö ár og hefur skorað alls 76 mörk. Hann var dýrasti
leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann fór
frá Stuttgart til Bayern München árið 2009. Gomez er marka-
skorari af guðs náð og skorar flest sín mörk inni í vítateignum líkt
og önnur þýsk markamarkamaskína – goðsögnin Gerd Müller.
Xavi Hernandez, Spáni
Aldur: 32 ára
Félag: Barcelona (Spáni)
Staða: Miðjumaður
Leikir á þessu tímabili/mörk: 39/14
Landsleikir/mörk: 108/10
Xavi er af flestum talinn vera besti leikstjórnandi
heims. Hann stýrir miðjuspilinu hjá Barcelona
og spænska landsliðinu og enginn gefur
jafnmargar sendingar í hverjum leik og
hann. Hann er með ótrúlegt auga fyrir
spili, gefur frábærar sendingar og
er góður skotmaður. Einn allra
besti leikmaður heims.
Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð
Aldur: 30 ára
Félag: AC Milan (Ítalíu)
Staða: Framherji
Leikir á þessu tímabili/mörk: 33/29
Landsleikir/mörk: 75/29
Zlatan er sigurvegari. Átta meistaratitlar á átta árum
með fimm mismunandi liðum í þremur mismunandi
löndum segja sína sögu. Hann er hrokafullur og latur
en enginn getur mótmælt því að hann er einn af bestu fótbolta-
mönnum heims. Hann er stór, sterkur og með ótrúlega tækni ef
mið er tekið af líkamsburðum.
Robin van Persie,
Hollandi
Aldur: 28 ára
Félag: Arsenal (Englandi)
Staða: Framherji
Leikir á þessu
tímabili/mörk: 41/33
Landsleikir/mörk:
62/25
Þessi snjalli Hollend-
ingur hefur verið í besta formi lífsins
á þessu tímabili. Eftir að hafa verið
meiddur mikið undanfarin ár er van
Persie heill heilsu og andstæðingar
Arsenal hafa fengið að finna fyrir því.
Hann er með einn besta vinstri fótinn í
fótboltanum í dag, er fljótur og duglegur
og með góðan leikskilning. Einn allra
besti framherji heims um þessar mundir.
20 fótbolti Helgin 5.-8. apríl 2012