Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 10
UPPFÆRUM
ÍSLAND
AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2012
MIÐVIKUDAGINN 18. APRÍL Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA.
Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16
• Ávarp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
• Ávarp: Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi
og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands
UPPFÆRUM STRAX
• Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar Matorku
• Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis
• Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical
• Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands
Netagerð og spjall
• Vetur kvaddur og sumri fagnað. Digital Blur leikur uppfærða nútímatónlist.
SKRÁNING Á WWW.SA.IS
ÞJÓNUSTULANDIÐ
FERÐAMANNALANDIÐ
MATVÆLALANDIÐ
LITLA ÍSLAND
LAND SKÖPUNAR OG
AFÞREYINGAR
LAND IÐNAÐAR OG
ORKUNÝTINGAR
SJÁVARLANDIÐ
HÁTÆKNILANDIÐ
Ein milljón barna alvarlega vannærð
UNICEF hefur hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir átta Afríkuríki sem standa frammi fyrir því að gríðarlegur fjöldi barna þar
glímir við alvarlega vannæringu. Söfnunin er á heimsvísu en stefnt er að því að safna um 120 milljónum dollara.
Á standið er mjög slæmt í átta ríkjum. Í þremur þeirra, Máritaníu, Tsjad og Níger
er hlutfall barna með alvarlega brá-
ðavannæringu komið upp í fimmtán
prósent, sem þýðir neyðarástand, og
ef ekkert verður að gert fylgja hin
fimm ríkin í kjölfarið. Við sjáum hvert
stefnir,“ segir Stefán Ingi Stefánsson,
framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi,
í samtali við Fréttatímann. UNICEF
hefur blásið til alheimsneyðarsöfnun-
ar vegna ástandsins á hinu svokallaða
Sahel-svæði í Vestur- og Mið-Afríku
þar sem um ein milljón barna gæti
látið lífið næstu mánuðina fái þau
ekki aðstoð.
„Þetta eru fátæk ríki – með þeim
allra fátækustu í heiminum. Þau
glíma við óblíð náttúruöfl þar sem
miklir þurrkar verða og uppskeru-
brestur, með skelfilegum afleið-
ingum. Þetta er erfið staða en ekki
ómöguleg. Það hefur sýnt sig að 95
prósent alvarlega vannærðra barna
á Sahel-svæðinu lifa af ef þau fá að-
stoð,“ segir Stefán Ingi.
Aðspurður segir Stefán Ingi að
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, hringi nú viðvörunarbjöll-
um um allan heim og biðli til fólks að
veita Sahel-svæðinu athygli. „Við byrj-
uðum með neyðarsöfnun á þriðjudag-
inn og munum halda málinu á lofti
næstu daga og vikur. Við vonumst til
að safna nægilegum peningum þann-
ig að tækifæri gefist til að bjarga þeim
barnslífum sem nú eru í hættu, fara
í fyrirbyggjandi aðgerðir og minnka
auk þess líkurnar á að neyðarástand
eins og nú ríkir komi upp á svæðinu í
framtíðinni. Undirtektir almennings
hér á Íslandi hafa alltaf verið mjög
góðar og fyrir það erum við afar
þakklát. Við höfum séð hvernig UNI-
CEF hefur tekist að bæta líf barna í
Austur-Afríku og koma í veg fyrir
dauðsföll vegna framlaga sem meðal
annars komu frá Íslandi í fyrra. Við
finnum fyrir miklum velvilja og það
er sá velvilji sem gerir okkur kleift að
halda þessu starfi áfram.“
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
... er hlutfall
framhalds-
skólanema
haustið 2010
(fæddir 1991-
1994) sem
segjast hafa
fengið áfengi
„hjá vinum
sínum“ þegar
þeir urðu ölv-
aðir í fyrsta
skipti.
Heimild: Rannsóknir og greining.
47-51% Fylgst með íslausu ÖskjuvatniÖskjuvatn er íslaust sem þykir óvanalegt á þessum árstíma og
gerist yfirleitt ekki fyrr en í lok júní
eða byrjun júlí. Flugvél Landhelgis-
gæslunnar, TF-SIF, flaug á þriðjudag-
inn með vísindamenn yfir vatnið til
að kanna aðstæður, að því er fram kemur á
vef Landhelgisgæslunnar. Óvenjuhlýtt var á
landinu í mars, en önnur vötn á hálendinu,
eins og Hágöngulón, og Mývatn, eru ekki
orðin íslaus þrátt fyrir það. Vegna þessa
þótti vísindamönnum Veðurstofunnar og
Jarðvísindastofnunar ástæða til að kanna
Öskjuvatn nánar en notkunarmöguleikar
flugvélarinnar á sviði almannavarna eru
miklir þar sem meðal annars er unnt
að greina
breytingar á
landslagi svo
sem hæðar-
línur í jöklum,
eldfjöllum og
snjóalögum
með búnaði
hennar. - jh/
Mynd Landhelgisgæslan
Viðgerð Þórs dregst
fram yfir páska
Viðgerð varðskipsins Þórs í Noregi tefst
fram yfir páska en þegar skipið fór utan
var reiknað með því að það yrði afhent
2. apríl. Hrafnhildur Brynja, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir verkið
hafa gengið vel en skipt var aðra aðalvél
skipsins. Örlítil seinkun hafi hins vegar
orðið á viðgerðinni. Reiknað er með því að
skipið verði komið til gæslustarfa á Íslands-
miðum upp úr miðjum mánuði. Vinnan
ytra er á ábyrgð Rolls Royce, framleiðanda
véla skipsins. Landhelgisgæslan ber ekki
kostnað af viðgerðinni. Varðskipið Ægir
hefur verið við eftirlit og löggæslu í fjar-
veru Þórs. - jh
Vöruskipti í mars
hagstæð um 5,1 milljarð
Útflutningur í mars nam 54,4 milljörðum
króna og innflutningur 49,3 milljörðum
króna, samkvæmt bráðabirgðatölum sem
Hagstofa Íslands sendi frá sér í gær. Vöru-
skiptin í mars voru því hagstæð um 5,1
milljarð króna. - jh
Hægt er að styrkja neyðarstarf UNICEF með því að hringja í söfnunarsímanúmerin:
908-1000 (1.000 krónur)
908-3000 (3.000 krónur)
908-5000 (5.000 krónur)
Einnig er hægt að styrkja neyðarstarfið í gegnum heimasíðu UNICEF á Íslandi
(www.unicef.is) eða með því að leggja inn á neyðarreikning samtakanna: 701-26-
102040 (kt. 481203-2950).
UNICEF hefur látið útbúa þetta kort af ríkjunum átta. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF. Ljósmynd/Hari
10 fréttir Helgin 5.-8. apríl 2012