Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 67
Tryggðu þér sæti! Miðasala: 551 1200 | www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ AUGLÝSIR OPIN INNTÖKUPRÓF VEGNA DÝRANNA Í HÁLSASKÓGI Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 8 til 12 ára og hafa hlotið umtalsverða reynslu í söng, sem og leiklist, dansi eða fimleikum Skráning fer fram í Þjóðleikhúsinu (gengið inn að framanverðu) laugardaginn 14. apríl milli 14.00 og 17.00. Umsækjendur verða svo boðaðir í prufu í vikunni 16.–20. apríl. Fyrir áheyrnarprófin þurfa umsækjendur að læra tvö lög úr sýningunni: Dvel ég í draumahöll og Afmælisvísur Bangsapabba (fyrstu vísu). Bæði lögin sem og allar upplýsingar má finna á heimasíðu leikhússins: leikhusid.is eða á Facebook-síðu Þjóðleihússins. Æskilegt er að umsækjendur komi með upplýsingar um fyrri reynslu ef hún er fyrir hendi. Helgin 5.-8. apríl 2012 menning 55  Svanfríður fagnar 40 ára afmæli Þrír menn fylla skarð Péturs Í ár eru 40 ár liðin frá því sú fornfræga hljómsveit Svanfríður gaf út sína fyrstu og einu breið- skífu, What́ s Hidden There. Tímamótin gáfu hljómsveitarmeðlimunum tækifæri, eða afsökun, til að koma saman á ný og rifja upp gamla takta. Þeir ætla að fagna með gömlum aðdáendum á stórtónleikum í Austurbæ þann 14. apríl og heiðra um leið minningu Péturs W. Kristjánssonar, stofnanda sveitarinnar, sem hefði orðið sextugur á þessu ári en hann lést langt fyrir aldur fram árið 2004. f réttatíminn náði sambandi við Birgi Hrafnsson gítarleikara og Sigurð Karlsson trymbil þar sem þeir voru á fleygiferð norður til að þjófstarta á Græna hattinum á fimmtudagskvöld. „Við erum fyrst og fremst að fara til Akureyrar vegna þess að okkur var farið að klæja svo svakalega í lófana að við gátum ekki beðið lengur og slógum til þegar okkur stóð þetta opnunargigg til boða fyrir norðan,“ segir Birgir. Birgir segir þá félaga í Svanfríði hafa æft í fjóra mánuði fyrir stóru stundina í Austurbæ laugardaginn 14. apríl þar sem þeir ætla að heiðra minningu Pétur með því að spila fer- tuga tónlist sína eins og þeir hafi síð- ast stigið af sviði í gær. Þrír fylla skarð Péturs „Þetta gekk nú svona upp og ofan þegar við byrjuðum að æfa en það var alveg mesta furða hvað við vor- um fljótir að komast í gang og þrátt fyrir brösuga byrjun á fyrstu æfingu vorum við strax þess fullvissir að við myndum ráða við þetta og vel það,“ segir Birgir. Hvorki meira né minna en þrír söngvarar; Eiríkur Hauksson, Pét- ur Örn Guðmundsson og Elvar Örn Friðriksson, taka að sér að fylla skarð Péturs á tónleikunum. Þá er Diddi fiðla einnig með en hann spil- aði á fiðlu, píanó, flautu og Moog- hljóðgervil á plötunni auk þeirra Þórðar Árnasonar gítarleikara og Péturs Hjaltesteð á hljómborð. „Því er svo ekki að leyna að reynsluboltarnir Diddi, Þórður og Pétur hafa gefið okkur gott spark í rassgatið og gert okkur betri en við erum í raun og veru.“ Sigurður snýr aftur við tromm- urnar Á blómatíma Svanfríðar var Sigurður Karlsson talinn einn besti trommu- leikari landsins og þeir sem til hafa heyrt segja hann hafa sprungið hressi- lega út á æfingum og vera firnasterkan á trommunum þrátt fyrir að hafa ekki snert kjuða í tólf ár. „Það var nú svolítið erfitt að byrja og mér fannst þetta nú ekki alveg koma einn, tveir og þrír en þetta hef- ur verið að skila sér í smá pörtum,“ segir Sigurður. „Þetta verður bara gaman og maður setur smá adrenalín í þetta og reynir að standa sig.“ Birgir efast ekki um að kvöldið verði frábært enda bæði stemning í hópnum og þeir finna fyrir mikilli eftirvæntingu í kringum sig. „Við höfum heyrt af miklum fjölda fólks á okkar aldri sem er búið að tryggja sér miða. Við byggjum prógrammið á vinsælustu lögunum sem við spil- uðum og tökum svo plötuna alveg í heild sinni. Við finnum fyrir mikilli spennu og tilhlökkun og ég og við allir getum fullyrt að við lofum öll- um sem mæta skemmtilegri kvöld- stund. Það verður allt lagt í þetta.“ toti@frettatiminn.is Svanfríður fjörutíu árum síðar. Kapparnir eru enn hressir, hafa litlu gleymt og ætla að taka góðan snúning á progrokkinu með hjálp góðra manna og þriggja söngvara sem fylla það skarð sem er fyrir skildi eftir að stofnandi Svanfríðar, Pétur W. Kristjánsson, féll frá. Svanfríður eins og hún var og hét var stofnuð eftir að Pétur Wigelund Kristjánsson söngvari hætti í Náttúru. Hann fékk Birgi Hrafnsson gítarleikara, fyrrum félaga sinn í Pops, til að taka þátt í stofnun nýrrar hljómsveitar. Birgir var að hætta í Ævintýri og tók með sér trommuleikarann Sigurð Karlsson. Fjórði maðurinn var Gunnar Her- mannson bassaleikari Tilveru. einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987 - 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.