Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 47

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 47
Fært til bókar Heiðarlegra Eiður Guðnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sendir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar kveðju á síðu sinni og minnir á að liðnir séu blaðamennskutímar hans, að minnsta kosti í bili. Þar segir: „Á heimasíðu forsætisráðuneytisins er Jó- hann Hauksson titlaður upplýsingafulltrúi rík- isstjórnarinnar. Fyr- ir nokkrum dögum skrifaði Jóhann kjallaragrein í Fréttablaðið þar sem hann titlaði sig eða var titl- aður blaðamaður. Greininni var beint gegn Þorsteini Páls- syni og hún bar yfirskriftina: Vonandi nær sólarglæta inn í hugarfylgsni Þor- steins áður en páskarnir eru liðnir. Gefur það ekki auga leið að maður sem gegnir stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar- innar skrifar ekki kjallaragreinar sem blaðamaður? Hann var að verja forsætis- ráðherra og ríkisstjórnina. Þessvegna hefði átt að koma fram að hann er upp- lýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Það hefði verið heiðarlegra.” „Byggingakranarnir koma aftur“ „Það er unnið af miklu kappi að því að koma af stað húsbyggingum í bænum. Svo er komið að færri fá lóðir en vilja.“ Svo segir í forsíðutilvísun Voga, blaðs sjálf- stæðismanna í Kópavogi, undir fyrirsögn- inni „Byggingakranarnir koma aftur“ og með fylgir mynd af Gunnari I. Birgissyni, bæjarfulltrúa og fyrrverandi bæjarstjóra. Gunnar var þekktur fyrir framkvæmda- semi í Kópavogi, jafnvel svo mjög að mörgum þótti nóg um. Bærinn þandist út í bæjarstjóratíð hans og forvera hans í embætti og samstarfsmanns til langs tíma, Sigurðar heitins Geirdal, foringja framsóknarmanna í bænum. Við hrunið sat bærinn uppi með fjölda lóða auk þess sem margir sem fengið höfðu lóðir skiluðu þeim og bærinn þurfti að greiða til baka, verðtryggt. Þetta jók mjög skuldir Kópa- vogsbæjar. Þá eru ónefndar þær bygg- ingar sem stóðu hálfkaraðar. Af frétta- flutningi og viðtali Voga við Gunnar má ætla að sjálfstæðismennirnir líti svo á að hjólin fari að snúast á nýjan leik í bænum en meirihlutaskipti urðu þar nýverið, eins og fram hefur komið. „Hann [Gunnar] segist vinna að því að trekkja upp gangverkið, talar við verktaka og áhugasama húsbyggjendur,“ segir í Vogum. Bygg- ingageirinn fer fyrst í gang í Kópavogi, segir Gunnar í viðtali við blaðið, „núna eru komnar það margar umsóknir að við verðum að fara að draga um fjölbýlishúsalóðir. Ég reikna nú með að núna í mars, apríl og maí munum við úthluta lóðum fyrir 300 íbúðir og fá færri en vilja,“ segir gamli verktakinn sem nú er formaður framkvæmdaráðs bæjarins. Hann segist og finna fyrir auknum áhuga á sérbýli, einbýlishúsum, parhúsum og ráðhúsum. „Við munum,“ segir Gunnar, „flagga slíkum lóðum með hækkandi sól.“ 19.300 kr. 17.700 kr. 7.800 kr. Daisy lokkar 21.900 kr. Daisy hringur 29.900 kr. Sumarblær - íslensk hönnun Daisy hálsmen 17.900 kr. Diesel 19.200 kr. Adidas 13.900 kr. Adidas 16.600 kr. Adidas 13.900 kr. Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is Skoðaðu glæsilegt úrval fermingagjafa á michelsen.is Fossil 25.400 kr. Fossil 31.300 kr. Jacques Lemans 42.200 kr. Jacques Lemans 44.600 kr. Jacques Lemans 19.900 kr. Jacques Lemans 39.975 kr. Jacques Lemans 28.900 kr. Casio 11.900 kr. Casio 6.100 kr. Seculus 36.500 kr. Seculus 37.500 kr. Seculus 32.200 kr. Seculus 62.400 kr. Michelsen 157.000 kr. Góðar fermingargjafir Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.