Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 54
42 vín Helgin 5.-9. apríl 2012 M eð nýja heiminum er átt við þau lönd sem eftir sitja, jafnvel þó að í mörg- um tilfellum eigi þau sér líka langa vínræktarsögu. Á síðustu áratugum hafa lönd nýja heimsins sótt veru- lega í sig veðrið og veitt löndum gamla heimsins aukna samkeppni og hjálpað til við að laga neytendur að vínum ræktuðum á heitari svæð- um eins og Chile, Suður-Afríku og Ástralíu. Að einhverju leyti hafa svipuð vínræktarsvæði Spánar not- ið góðs af því. Ekki síst svæðið Ri- bera Del Duero norðan við Madrid þar sem nánast eingöngu er fram- leitt rauðvín og aðalþrúgan er hin spænska Tempranillo (einnig þekkt sem Tinto Fino). Loftslagið í þessu grýtta hálendi er frábært fyrir vín- rækt. Sólríkt með heitum dögum og köldum nóttum og næringarríkum mólendum jarðvegi með lögum af leir og kalki. Svæðið var nánast óþekkt þar til á áttunda og níunda áratugnum þeg- ar fram á sjónar sviðið steig einn af þekktustu vínbændum Spánar í dag, Alejandro Fernandez sem rekur vín- ekruna Pesquera. Alejandro þessi og vínið hans Tinto Pesquera sló heldur betur í gegn á þessum árum og fékk það m.a. 100 stig af 100 mögulegum hjá frægasta víngagn- rýnanda heims, Robert Parker. Allt hefur þetta orðið til þess að Ribera telst nú eitt helsta rauðvíns- hérað Spánar og má segja að það hafi haldist í hendur við þá gríðar- legu grósku og metnað sem varð í spænskri vínframleiðslu á þessum tíma með tilheyrandi innreið nýrrar tækni og nýrra aðferða við vínrækt. Á þessum tíma hafa mörg spænsk eðalvín bæst í hópinn ekki bara frá Ribera heldur einnig frá Rioja og Penedés við Barcelona. Af þeim Ribera Del Duero vínum sem fást í Vínbúðum ÁTVR, þó að úrvalið mætti vera betra á þeim bænum, má nefna Condado de Haza (einnig frá Alejandro Fernandez), Valduero og síðast en ekki síst áðurnefnt Tinto Pesquera sem gæti verið það vín í okkar ágætu vínbúðum þar sem hvað mest fyrir peninginn fæst. Til gamans má geta að Pesquera er uppáhaldsvín ekki ómerkari (og ólíkari) manna en hins skapbráða Alex Fergusonar knattspyrnustjóra Manchester United og spænska sjarmatröllsins Julio Iglesias sem helst drekkur ekki annað blessaður. Þó er ekki hægt að tala um Ribera Del Duero héraðið án þess að nefna þeirra frægustu afurð, hið einstaka og stórkostlega eðalrauðvín Vega Sicilia „Unico” sem er eitt af fræg- ustu og bestu vínum heims og gerði sitt til að koma Ribera á kortið. Vín þetta er aðeins framleitt ef uppsker- an ársins þykir nógu góð, sem er ekki alltaf tilfellið og því er þetta fá- gæta vín ekki alltaf fáanlegt. Á þeim árum sem það er framleitt selst það alltaf upp hjá framleiðanda og er illfáanlegt erlendis en ótrúlegt en satt þá geta Íslendingar einhverja hluta vegna yfirleitt rölt sér í næstu Vínbúð ÁTVR og náð sér í flösku. Velgengni Ribera héraðsins und- anfarin ár hefur ekki stigið þeim til höfuðs og hin ekta og tilgerðarlausa gamla spænska sveita stemning hef- ur haldið sér fullkomleg sem skilar sér beinustu leiið í flöskuna. Vín frá þessu héraði eru yfirleitt bragð- mikil og tannínrík og eru frábærir félagar með páskasteikinni. Spænskir vínframleiðendur hafa til- hneigingu til að setja vín sín á markað þegar þau eru vel þroskuð og tilbúin til drykkjar, ólíkt mörgum öðrum framleiðendum eðalvína (sér í lagi franskra) sem setja sín vín á markað þegar þau eiga enn eftir að ná fullum þroska í flöskunni. Þessi tilhneiging spænskra hjálpar til með að gera vín þeirra að öruggari kaupum.  Vínhérað RibeRa Del DueRo Á vínmáli er talað um Gamla heiminn og Nýja heiminn þegar talað er um vínræktarsvæði heimsins. Með Gamla heiminum er átt við klassísku vínræktarsvæðin í Evrópu. Lönd eins og Frakkland, Ítalíu, Spán, Austur ríki og Þýskaland sem hafa yfir tvö þúsund ára sam- fellda sögu af vínrækt. Spánarstemning um páskana Sean Connery er mikill vínáhuga- maður og er hann var nýlega spurður hvort eitthvert vín sé honum sér- staklega minnisstætt þá minntist hann sérstaklega á Vega Sicilia sem hann smakkaði fyrst árið 1975 þegar hann bjó á Spáni við tökur á myndinni The Man Who Would Be King. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is Vínframleiðendurnir hafa einfalt kerfi sem gerir neytandanum betur kleift að vita hvað hann er að kaupa. Þeir flokka vínin í 3 flokka og verðið er eftir því. Crianza er ódýrast þar sem vínið er sett á markað eftir að hafa fengið að þroskast í tvö ár, þar af eitt ár í eikartunnum. Reserva er mið flokkurinn þar sem vínið er sett á markað eftir þriggja ára þroskun, þar af minnst eitt ár í eikartunnu, og topp flokkurinn er Gran Reserva þar sem vínið hefur fengið að þroskast í 5-7 ár, þar af minnst 2 ár í eikartunnu. alejandro Fernandez hefur frá unga aldri starfað sem vínbóndi og er meðal annars þekktur fyrir margar uppfinningar og tækninýjungar sem hann hefur sjálfur þróað og státar t.d. af þó nokkrum einkaleyfum. Hann framleiðir í dag fjögur vín, hið upp- runalega Pesquera, Condado de Haza sem er einnig frá Ribera, Dehasa La Granja frá Zamora og hið nýjasta er El Vinculo frá La Mancha. ribera del Duero fékk sérstöðu sína viðurkennda árið 1982 sem denomi- nación de origen (DO) og aftur árið 2008 sem denominación de origen calificada DOA, en vín framleidd undir þeim merkjum eru undir afar ströngu gæðaeftirliti hvað varðar allt framleiðsluferlið, allt frá vín ekrunni sjálfri, vínviðnum, berjunum, sjálfri víngerðinni og meira að segja magni alkóhóls. Ribera del Duero er þriðja vínræktar svæði Spánar sem ber þennan gæðastimpil til viðbótar við Rioja og Priorat. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.