Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 28
M
iklar breytingar hafa
orðið á lífi Margrétar
Jóhönnu Pálma-
dóttur, söngkonu og
kórstjóra, á síðustu
þremur árum og fleiri breytingar munu
eiga sér stað á árinu. Breytingin sem
varð í apríl árið 2009 var hins vegar
alls ekki fyrirséð og Margrét í raun al-
gjörlega óviðbúin því að móðir hennar,
sem hún var aðskilin frá þegar hún var
tveggja ára, stæði skyndilega inni á
heimili hennar.
„Mamma datt eiginlega bara niður
úr skýjunum í fangið á okkur fjölskyld-
unni,“ segir Margrét Jóhanna og brosir.
Við hlið hennar situr móðir hennar,
Ólöf Emma Kristjánsdóttir, sem er að
verða 84 ára, en sú kona upplifði sárustu
sorgir lífs síns þegar tvö barna hennar
voru tekin af henni árið 1958.
Ég hafði beðið Margréti að lofa mér
að tala líka við móður hennar, en Ólöf
Emma er farin að gleyma mörgu – eink-
um því sem gerist í nútíðinni, en þegar
hún segir mér frá fortíðinni dregur hún
upp svo myndrænar lýsingar að það er
engu líkara en ég sitji við hlið hennar á
Ísafirði eða á símstöðinni á Borðeyri:
„Við vorum átta systkinin og síðar ein
fóstursystir sem bjuggum að Sólgötu
7 á Ísafirði,“ segir Olla mamma, eins
og hún er kölluð á heimilinu. „Sólgata
verður alltaf gatan mín. Þegar ég var
sextán ára byrjaði ég að vinna sem
símamær á Borðeyri, síðar starfaði ég
sem símamær á Ísafirði og loks í Reykja-
vík. Það var vegna þess að Sveinbjörn
bróðir minn var símvirki og hafði kennt
mér morsið og þess vegna fékk ég vinnu
bæði á Landsímanum og Ritsímanum í
Reykjavík og það fyrir tvöfalt kaup.“
Synt yfir Hrútafjörð
Þegar Ólöf Emma var sautján ára synti
hún yfir Hrútafjörðinn, eina konan
sem það hefur gert og vinkona hennar
sagði frá í grein í tilefni af 75 ára afmæli
Ólafar:
„Einn sólbjartan dag vorum við
nokkrar stúlkur úti við, í blankalogni.
Allt í einu þá tókum við eftir því, að
Ólöfu vantaði í hópinn. Við fórum að gá
að henni og sáum að hún hafði kastað
sér til sunds, án þess að láta okkur hin-
ar vita, og var Ólöf nú komin út á miðjan
Hrútafjörðinn. Enginn var báturinn
með henni og við vorum áhyggjufullar.
En Ólöf komst með glans yfir fjörðinn
og lenti í fjörunni hinum megin eftir að
hafa mætt mörgum selum á leiðinni.
Það varð uppi fótur og fit, náð í bát og
Ólöf sótt. Ég man að það komu blaða-
menn, til að fá viðtal við þessa dugmiklu
konu, en hún vildi ekki gefa viðtal, þar
sem hún var svo ung og feimin.“
Á þessum tíma þótti afar fínt að vera
símamær og Ólöf segist hafa þurft að
læra allt utan að. Hún þvertekur fyrir að
þær hafi legið á línunni og hlustað og
segir að þá hefði nú skjótt verið bundinn
endir á starfið!
„Mig langaði alltaf að læra að spila á
píanó en fór aldrei í nám, en spilaði eftir
eyranu. Gítar hefur verið mitt hljóðfæri
alla tíð.“
Það sem hún segir mér hins vegar
ekki er að í mörg ár átti myndlistin hug
hennar allan og hún hélt sýningar í
Hamragörðum, Eden og víðar.
Þegar Ólöf var tvítug féll hún fyrir
myndarlegum ungum símvirkja og
eignaðist með honum soninn Ingvar
Grétar, en leiðir unga parsins skildu.
Nokkrum árum síðar hitti hún föður
Margrétar, Pálma Héðinsson og þau
gengu í hjónaband árið 1953:
„Pálmi var óskaplega myndarlegur
maður og það þótti nú ekki verra að
hann var menntaður frá Stýrimanna-
skólanum,“ segir Ólöf. „Við eignuðumst
soninn Helga árið 1954 og svo Mar-
gréti Jóhönnu, árið 1956. Við vorum
tvær vinkonur sem óskuðum eftir
pennavinum í Vikunni og Pálmi og
vinur hans svöruðu og það endaði með
hjónabandi.“
Fjölskyldan splundrast
Í fimm ár voru Ólöf Emma og Pálmi
gift, með þrjú börn, en eitthvað leiddi
til þess að árið 1958 skildu þau og í kjöl-
farið missti Ólöf börnin.
„Margrét var bara tveggja ára og ég
gat ekki náð henni,“ segir Ólöf og augu
„Ég er svo
glöð þegar ég
sé kærleikann
í verki. Þegar
brotnar fjöl-
skyldur ná að
tengjast aftur,
þá er verið að
breyta því sem
maður getur
breytt.
Margrét Jóhanna
Ótrúlega fallegt að fá annað tækifæri í lífinu
Margrét Jóhanna Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri, var aðskilin frá móður sinni þegar hún var tveggja
ára gömul. Árið 2009, rúmlega hálfri öld eftir að þeim var stíað í sundur, flutti móðir hennar, Ólöf Emma
Kristjánsdóttir, til Íslands og heim til Margrétar eftir langa dvöl í Bandaríkjunum. Anna Kristíne hitti
mæðgurnar og hlustaði á merkilega sögu þeirra. Ljósmyndir/Hari
hennar fyllast af tárum. „Ég gat ekkert
gert. Maðurinn minn og bróðir hans
ákváðu þetta og Margrét ólst upp hjá
bróðurnum Maríusi og konu hans Sigríði.
En þau voru óskaplega góð við hana. Mar-
grét er eina dóttir mín, ég eignaðist fjóra
syni en bara eina telpu, hana Margréti
Jóhönnu sem er skírð í höfuðið á mömmu
minni sem var svo mikil vinkona mín.“
Margrét tekur við. „Það er einstaklega
erfitt að slíta sundur heilu fjölskyldurnar
ef ekki er sátt og samlyndi milli for-
eldranna. Ég man ekkert eftir mömmu á
Húsavík en fyrstu minningarnar mínar
í lífinu tengjast þessum aðskilnaði. Eðli
móður er að hafa börnin sín hjá sér, en
börnin eru öðruvísi gerð og eru fljótari að
aðlagast nýjum háttum.“
„Margrét var alltaf syngjandi,“ segir
Ólöf. „Ef ég var að vaska upp kom hún
trítlandi á litlu fótunum sínum og sagði:
„Mamma, syngja!“ Þá lagði ég allt frá mér
og við sungum saman.“
„Lögin hafa alltaf fylgt mér og söngvit-
und mín hefði ekki örvast svona vel hefði
mamma ekki sífellt verið að kenna mér ný
lög,“ segir Margrét.
Eins og mörg kíló á hjartanu eftir að
börnin fóru
Og það var mamma hennar sem kenndi
henni að þekkja Jesú og leita til hans
þegar eitthvað bjátaði á. „Ég er alin upp
í mikilli trú og Jesú hefur alltaf vakað
yfir mér,“ segir Ólöf.
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
„ ... ég
fylgdist með
henni alla
tíð, í nám-
inu hennar
hér heima,
í Vínarborg
og á Ítalíu
og er að
springa af
stolti þegar
ég sæki tón-
leikana sem
hún stjórn-
ar. Nú þarf
ég aldrei að
gráta oftar,
ég er komin
til hennar.“
Ólöf Emma
Ísabella, sonar-
dóttir Margrétar,
er hrifin af
langömmu sinni
og hrifningin er
gagnkvæm.
28 viðtal Helgin 5.-8. apríl 2012