Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Innifalið í verði: Sjá á www.sunnuferðir.is 584.000 kr. Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is Heillandi Indland og Nepal 17 daga ferð sem sameinar hinn klassíska Gullna þríhyrning, hið heilaga Ganghes jót og fegurð Nepal. Íslensk fararstjórn. Ævintýraferð um framandi lönd með litríkt þjóðlíf, stórkostlegan arkitektúr og ótrúlega náttúru- fegurð. Sérvalin glæsihótel og matur sem kitlar bragðlaukana. Leiðin liggur um Delí, Jaipur, Agra, Varanasi, Kathmandu og Pokhara. Ferð skipulögð af kunnáttufólki sem þekkir vel til. Atvinnulausum fækkar í Hafnarfirði Þorsteinn Már vill loka svölum Útgerðarkóngurinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hvers fyrirtæki Samherji sætir rannsókn vegna meintra brota á gjald- eyrislögum, stendur í stórræðum í lúxusíbúð sinni í Skuggahverfinu í Reykjavík. Þorsteinn festi kaup á rúmlega 160 fermetra íbúð á tí- undu hæð við Vatnsstíg á Þorláksmessu árið 2008 og nú vill hann breyta. Hann hefur sótt um leyfi til bygginga- fulltrúa Reykjavíkur um að loka svölum sínum með póstalausu glerjunarkerfi á rennibrautum með öryggisgleri. Afgreiðslu málsins var frestað og meðal annars vísað til athugasemda eldvarnareftirlitsins. -óhþ Tækjabúnaður Vesturmjólkur til sölu Allur tækjabúnaður Vestur- mjólkur er nú auglýstur til sölu á heimasíðu fyrirtækis- ins. Ekki hafa verið fram- leiddar vörur hjá fyrirtækinu frá því í janúar síðastliðnum og var starfsmönnum sagt upp um mánaðarmótin janúar-febrúar síðastliðinn. Ástæðan var sögð skortur á fjármagni til rekstar, að því er fram kemur á vef Bænda- blaðsins. Fyrirtækið fram- leiddi og markaðssetti vörur undir merkinu Baula-Beint úr sveitinni og var stofnað snemma árs 2010. Fyrstu vörur fyrirtækisins komu á markað í júní á síðasta ári en fyrirtækið framleiddi meðal annars jógúrt og sýrðar mjólkurvörur. Vestur- mjólk var stofnuð af Bjarna Bærings Bjarnasyni, bónda að Brúarreykjum í Borgar- firði, Axel Oddssyni bónda á Kverngrjóti í Dölum og Jóhannesi Kristinssyni, sem oftast er kenndur við Fons, í Þverholtum á Mýrum. - jh Metverð fyrir minkaskinn Verð á íslenskum minka- skinnum hefur aldrei verið hærra en nú. Metverð fékkst fyrir minkaskinn á uppboði sem lauk í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Um 750 kaupendur voru mættir hjá Copenhagen Fur og hafa aldrei verið fleiri, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarps- ins. Þar var haft eftir Birni Halldórssyni, bónda á Akri í Vopnafirði og formanni Sambands íslenskra loð- dýrabænda að verðið á upp- boðinu nú hafi verið hærra en nokkru sinni. Verðhækk- unin hafi verið um 10 prósent að meðaltali. Bú hans fær því um eða yfir 11 þúsund krónur fyrir skinnið sem er um þúsund króna hækkun frá því í fyrra. Meginskýr- ingin er mikil eftirspurn eftir minkaskinnum í Kína. Atvinnulausum í Hafnarfirði fækkaði um 145 milli ára þegar horft er til mars hvors árs um sig. Í fyrra voru 1339 atvinnulausir en nú í mars voru 1124 án vinnu. Munurinn er 19 prósent. Kostnaður vegna þriggja verkefna, átaks í atvinnumálum innan Hafnarfjarðar, verður um 44 milljónir króna á árinu en ekki tæpar tíu milljónir króna eins og gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá var aðeins gert ráð fyrir Atvinnutorginu, þar sem ungt fólk er þjónustað með samræmdum hætti. Nú bætir bærinn tveimur leiðum við og ver þrjátíu milljónum í styrk til atvinnurekenda sem ráða einhverja þeirra 70 sem hafa verið án vinnu í ár eða lengur. Bærinn stefnir einnig á að setja 4,4 milljónir í laun atvinnulausra nemenda sem fyrirtæki ráða í sumarátaksstörf. - gag F arþegar með strætisvögnum í Reykjavík hafa ugglaust tekið eftir að silkimjúk kvenmannsrödd til- kynnir þeim hvaða stoppistöð sé næst á ferð þeirra um bæinn. Færri vita þó hvaða kona á röddina sem hljómar í eyrum farþeganna. Fréttatíminn fór á stúfana og komst að því að röddin tilheyrir Her- dísi Hallvarðsdóttur sem er hvað frægust fyrir að vera meðlimur í hinni ódauðlegu sveit Grýlunum. „Ég og Gísli maðurinn minn [Helga- son] rekum saman fyrirtækið Hljóðbók og höfum verið að gefa út alls kyns efni á hljóðbókum. Við fengum þetta verk- efni sem var liður í tæknivæðingu Strætó og röddin mín var notuð,“ segir Herdís í samtali við Fréttatímann. Hún segir að þetta hafi verið mikil vinna enda vagn- arnir margir og stoppistöðvarnar sömu- leiðis. Aðspurð hvort einhverjar sérstak- ar stoppistöðvar hafi reynst erfiðar segist Herdís ekki muna til þess. „Ég er ekki með listann fyrir framan mig en það hafa eflaust verið einhverjir tungubrjótar.“ Og Herdís segist nota strætó meira og meira. „Við erum með einn bíl og reiðhjól en ég fer meira og meira með strætó. Það venst að heyra sína eigin rödd þar sem maður situr í vagninum en mér finnst þetta alltaf svolítið fyndið. Hún hjálpaði mér nú reyndar fyrir stuttu þegar ég var  Samgöngur röddin í StrætiSvögnum Grýla í strætó Strætó hefur stórbætt þjónustu sína gagnvart farþegum að undanförnu. Einn liður í því er að kvenmannsrödd þylur upp stoppistöðvar hverrar leiðar um sig sem er til þæginda fyrir sjón- skerta, börn og gamalmenni – og líka þá sem eru bara hreinlega utan við sig. á leið upp í Árbæ. Ég vissi hvað stoppistöðin hét en ekki alveg hvar hún var. Ég ætlaði að fara að leita hjálpar þegar röddin mín sagði mér að næsta stoppistöð væri sú sem ég átti að fara út,“ segir Herdís og bætir við að henni finnist þessi þjónusta mjög góð og er sannfærð um að hún hjálpi mörgum. Aðspurð um reynsluna af því að lesa inn segist hún lesa inn tímarit og kynningarefni fyrir Hljóðbók. Herdís var eins áður sagði í Grýlunum með Ragnhildi Gísladóttir. Hún lék á bassa í sveitinni sem var gerð ódauð- leg í myndinni Með allt á hreinu. Aðspurð hvort Grýluárin hafi hjálpað til við lesturinn segist hún mest hafa grætt á námskeiði í framsögn hjá stórleikaranum Gunnari Eyj- ólfssyni. „Það má þó segja að Grýlutíminn tengist þessu óbeint. Ef ég hefði ekki verið í Grýlunum þá hefði ég ekki lært á bassa. Ef ég hefði ekki lært á bassa þá hefði ég ekki gengið til liðs við hljómsveit Gísla Helga- sonar. Ef ég hefði ekki gengið í hljómsveitina þá hefði ég ekki kynnst Gísla Helgasyni. Ef ég hefði ekki kynnst Gísla Helgasyni þá ynni ég sjálfsagt ekki hjá Hljóðbók. Ef ég ynni ekki hjá Hljóðbók hefði ég ekki lesið inn allar stoppistöðvarnar fyrir strætó og væri væntanlega ekki að tala við þig,“ segir Her- dís hlæjandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Mikil ánægja með bætta þjónustu Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó ehf, segir í samtali við Frétta- tímann að fyrirtækið hafi fyrst boðið upp á þessa þjónustu í ársbyrjun 2011. „Hún er hluti af aukinni þjónustu við farþega og hefur mælst afskaplega vel fyrir hjá þeim sem ferðast með okkur. Við vorum til að mynda að fá niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun og þar kemur ánægja farþega með þetta skýrt fram,“ segir Reynir en hugmyndin að baki þessu er að auðvelda sjónskert- um, eldra fólki og börnum að ferðast. Herdís Hallvarðsdóttir að hlusta á sína eigin rödd í einum af fjölmörgum strætisvögnum borgarinnar. Ljósmynd/Hari  LandSdómur rektor á BiFröSt Segir dóminn gagnrýna vinnuBrögð í StjórnmáLum Tveggja turna fyrirkomulaginu hafnað Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst telur dóm Landsdóms í máli Geirs H. Haarde mjög skýran og vel rökstuddan. Henni finnst ómaklegt að væna Landsdóm um póli- tísk brigsl í málinu, hvað sem fólki þykir um málshöfðunina sem slíka. „Dómurinn snýr að sérstöku hlutverki forsætisráðherra sem verkstjóra í ríkis- stjórn og tekur skýra afstöðu í því að skipan og vera í ríkisstjórn er á ábyrgð forsætisráðherra,“ segir Bryndís. Sú nálgun sé sér reyndar mjög andsnúin því sem menn hafi talið í seinni tíð hefð hafa skapast fyrir því að ráðherrar væru á ábyrgð viðkomandi stjórnmálaflokka. „Það eru ákveðin tíðindi að Landsdómur er að taka af skarið og hafna hinu svo- kallaða tveggja turna fyrirkomulagi sem tíðkast hefur, þar sem tveir formenn eru verkstjórar í ríkisstjórn og taka ákvarð- anir í málum sem eru ekki endilega borin undir ríkisstjórn,“ segir Bryndís. „Ég er ekki sammála þeim sem halda því fram að dómurinn sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ég myndi miklu frekar halda því fram að með honum væru vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum gagnrýnd,“ segir hún. Bryndís bendir jafnframt á að í dómn- um séu mjög fróðlegar athugasemdir um hlutverk eftirlitsstofnana. „Lands- dómur telur að Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum hafi ekki verið gert kleift að beita valdheimildum sínum gagnvart fjármálastofnunum vegna þess að pólitísk stefnumótun hafi ekki verið nægilega markviss. Vísað er til þess að stefna ríkisstjórnarinnar hafi í raun verið sú, jafnvel á þessum tíma, að auka umfang og útrás íslenskra fjármála- fyrirtækja án afskipta ríkisvaldsins. Landsdómur kallar mjög eftir pólitískri stefnumótun sem er á ábyrgð forsætis- ráðherra.“ -sda Landsdómur kall- ar eftir pólitískri stefnumótun sem er á ábyrgð for- sætisráðherra. 2 fréttir Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.