Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 10
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið kl.10-18 Toyota Land Cruiser 120 Árgerð 2008, dísil, sjálfskiptur, ekinn 82.000 km. ABS hemlar, aksturstölva, álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, geislaspilari, heilsársdekk, hiti í sætum, hraðastillir, kastarar, langbogar, loftkæling, pluss áklæði, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, þjófavörn. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -0 9 1 3 Verð áður: 6.490.000 Tilboðsverð: 5.990.000 kr. Gæða- bíll Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is Í sland myndi fyrst þurfa að leiða til lyktar umsóknina að Evrópu-sambandinu,“ segir talsmaður bandaríska sendiráðsins spurður um það hvort kæmi til greina að gera fríverslunarsamning milli Ís- lands og Bandaríkjanna. Jón Gerald Sullenberger eigandi Kosts – sem selur bandarískt, segir sérstaka tolla á bandarískar vörur umfram evrópskar skekkja sam- keppnina á matvörumarkaði, hækka vöruverð til neytenda og minnka vöruúrval. Undir þetta taka þeir hjá Samtökum verslunar og þjónustu og vilja sjá fríverslunarsamning milli landanna. Sem mesta fríverslun Jón Gerald harmar að neyslunni sé stýrt með mismunandi tollum. „Frosið grænmeti ber 30 prósenta toll sé það flutt inn frá Bandaríkj- unum en engan komi það frá lönd- um Evrópusambandsins; 0 prósent. Við greiðum ríkinu 10 prósent ofan á innkaupsverð og flutning fyrir ferskt salat frá Bandaríkjunum en ekki þeir sem flytja inn frá ESB. Snakk ber 7,5 prósenta toll frá Bandaríkjunum en engan frá ESB. Er þetta sanngjarnt?“ A ndrés Magnússon, f ram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir kaupmenn upp- lifa þessa mismunun, sem eigi sér jú þær skýringar að gerðir séu fríversl- unarsamningar milli landa. Ísland sé með slíkan við Evrópusambandið en ekki Bandaríkin. En vill hann sjá slíkan samning? „Já, við viljum það að sjálfsögðu, við viljum sem mest af fríverslunarsamningum.“ Vilja frjáls viðskipti Jón Gerald segir einu ástæðu þess að hann geti staðið í innflutningn- um til að byrja með sé að vöruverð í Bandaríkjunum sé 10 til 30 prósent- um lægra en í Evrópusambandinu. Ekki megi gleyma að tollarnir séu í raun hærri en hlutfall þeirra segi til um því eftir að varan sé greidd, leggist flutningskostnaður við verð- ið, svo kostnaður við uppskipun og loks tollurinn á þá tölu. Andrés segir að samtökin séu á móti hvers konar mismunun. „Það eru hreinar línur. Við teljum að það eigi ekki að nota skattkerfið til þess að stýra neyslu fólks hvort sem það er á milli vörutegunda eða svo það velji sér vöru frá einu landi á kostn- að annars. Þetta er hið almenna viðhorf okkar til viðskipta af þessu tagi,“ segir hann. „Við viljum frjáls viðskipti, að toll- arnir séu hóflegir, séu gagnsæir, að þeir mismuni ekki fyrirtækjum á markaði. Þetta er þungamiðjan í stefnu okkar á þessu sviði,“ segir hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatíminn.is  MAtvöruMArkAður tollAr á vörur frá BAndArÍkjunuM Tollar á bandarískar vörur keyra upp verð Háir tollar á bandarískar vörur minnka samkeppni á matvörumarkaði, rýra vöruúrvalið og hækka vöruverð. Verðið væri lægra væru tollar á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum þeir sömu og frá Evrópu, segir Jón Gerald Sullenberger. Samtök verslunar og þjónustu vilja fríverslunarsamning við Bandaríkin. Bandaríkjamenn bera fyrir sig samningaviðræður við ESB. Yfirvöld segja áhuga bandarískra stjórnvalda engan Vara: Tollur USA: Tollur ESB: Ferskt salat: 10%, 0% Snakk: 7,5% 0% Franskar kartöflur: 30% 30% Hreinlætisvörur: 10% 0% Bleiur: 10%, 0% Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Mynd/Hari Jón Gerald Sullenberger fer yfir kvart- anir keppinauta Kosts sem fylgjast vel með því að bandarísku vörurnar hans fari að evrópskum reglum. Mynd/Hari Bandaríkin vilja flytja inn landbúnaðarvörur. Ís- land vill þær ekki. Það er önnur tveggja forsendna þess að enginn fríverslunarsamningur er milli Íslands og Bandaríkjanna. Hin er að Ísland er ekki ofarlega á forgangslista Bandaríkjanna yfir þau ríki sem það vill gera fríverslunarsamning við. Þetta má lesa út úr svari Össurar Skarphéðins- sonar við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi á síðasta þingi. Össur segir þetta hafa verið vandlega kannað á undanförnum árum; bæði á vettvangi EFTA og tvíhliða á milli Íslands og Bandaríkjanna. Íslensk stjórnvöld hafa einnig sóst eftir fjár- festingasamningi við Bandaríkin. Í nýútkominni skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem rædd var á Alþingi í gær, fimmtudag, segir að í byrjun síðasta áratugar hafi íslensk og bandarískra stjórnvöld rætt um gerð fjárfestingasamnings. „Eftir hryðjuverkaárásina hinn 11. september 2001, settu bandarísk stjórnvöld áform um gerð slíkra samninga hins vegar í bið,“ segir í skýrslunni. Helsti ávinningurinn væri sá að ís- lenskir fjárfestar fengju betri dvalar- og atvinnu- réttindi í Bandaríkjunum. Utanríkisráðherra segir í skýrslunni að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt við bandaríska ráðherra bifist það ekki úr sporunum. „...þrátt fyrir að hin Norðurlöndin hafi samninga sem tryggi ríkan rétt fjárfesta til dvalar og atvinnu í Bandaríkjunum.“ - gag 10 fréttir Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.