Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 16
16 fótbolti Helgin 27.-29. apríl 2012 Föstudagur » Krónan „Ég kaupi aðallega í matinn fyrir mínar Aukakrónur“ Mánudagur Þriðjudagur » Kaffitár Laugardagur Mánudagur Mánudagur » Krónan Það er auðvelt að safna. Þú færð Aukakrónur fyrir: » alla innlenda veltu af kreditkorti » viðskipti við samstarfsaðila » þjónustuþætti hjá Landsbankanum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Tveir bestu sitja eftir Úrslitaleikurinn í meistaradeild Evrópu fer fram í München 19. maí. Tveir bestu fótboltamenn heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, verða fjarri góðu gamni í leiknum en lið þeirra beggja féllu út í undanúrslitum í vikunni. Ú rslitaleikurinn í meistaradeild Evrópu, sem fram á Allianz Arena í München 19. maí næst- komandi, verður merkilegur að mörgu leyti. Ekki aðeins fyrir þær sakir að þar verður Bayern München á heimavelli. Andstæð- ingar þeirra Chelsea eru í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hafa gengið í gegnum ein þjálfaraskipti í vetur. Fjar- verandi eru hins vegar tveir af bestu þjálfarum heims, Jose Mourinho og Pep Guardiola, tvo bestu félagslið heims, Real Madrid og Barcelona, og ekki síst tveir bestu knattspyrnumenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Fyrirfram hefðu flestir búist við því að Real Madrid og Barcelona ættu greiða leið í úrslitaleikinn enda frábær lið þar á ferðinni. Svo fór þó ekki. Í hlutverki þess litla náðu Chelsea og Bayern München að slá spænsku stórliðin út. Afrek Chelsea er sennilega meira. Þeir gerðu í raun allt sem þeir máttu ekki gera í seinni leiknum gegn Barcelona á þriðjudag en komust upp með það á ótrúlegan hátt. Þeir fóru með 1-0 forystu í leikinn, fengu mark á sig snemma og misstu John Terry af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Þeir fengu á sig víti í byrjun seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Messi brenndi af vítinu og undir lokin jafnaði Fernando Torres leikinn. Chelsea-liðið sýndi ævintýralegan karakter. Liðið á þrjú skot á markið í leikjunum tveimur og skoraði þrjú mörk. Liðið var aðeins með boltann tuttugu prósent af leikjunum tveimur en það kom ekki að sök. Sá, sem á stærstan þátt í því að Chelsea er komið í úrslitaleikinn er markvörðurinn Petr Cech. Hann var stórkostlegur í báðum leikjunum. Það skemmdi ekki fyrir að Lionel Messi var ekki stuði í leikjunum tveimur og sú tölfræði, að hann hefur spilað átta leiki gegn Chelsea án þess að skora, segir sína sögu um styrkleika enska liðsins sem flestir voru búnir að afskrifa. En Messi, sem hefur annars skorað 63 mörk í vetur, brást í leikjunum, aðrir tóku ekki við keflinu og því mun Barcelona ekki verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Viðureign Real Madrid og Bayern München var jafnari. Enginn getur deilt um að Bayern München er frábært fótboltalið – þegar leik- menn liðsins nenna því. Sem hefur ekki alltaf verið raunin í þýsku deildinni í vetur og er sennilega helsta ástæða þess að Borussia Dortmund hefur tryggt sér meistaratitilinn. Í leikjunum tveimur gegn Real Madrid stóð þýska liðið hins vegar fyllilega uppi á hárinu á spænska stórliðinu. Báðir reyndust leik- irnir frábær skemmtun. Sérstaklega sá síðari á miðvikudagskvöld en úrslit réðust í víta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.