Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 32
Tímamótabiskupinn Nýjum biskup var fagnað ákaft á Facebook með smá aðfinnslum í og með. Líf Magneudóttir Agnes rústaði þessu. Til hamingju Ísland með það. Hallgrímur Helgason Það var LALLARI! Kirkjan loksins orðið kvenkyns orð. Nú er bara að kjósa Þóru og þá er heilagri kvenþrenningu náð... Hildur Knútsdóttir 100 kúlstig fyrir kirkjuna! Andri Ólafsson Kona verður biskup. Það er gott. En íhaldsamari frambjóðandinn var kosinn fram yfir þann frjáls- lyndari. Það er vesen. Máni Pétursson Nýji Biskupinn viðrir skoðanir Presta sem hata homma. Eðlilegt? Sprenghlægilegt allt saman Landsdómur kvað upp sinn fyrsta dóm á mánudag og allt varð brjálað á Facebook. G. Pétur Matthíasson Æ.....ekki er þetta góð ræða hjá Geir. Ekki mikil reisn þarna á ferð. Birgitta Jonsdottir veruleikafirring í beinni Garðar Örn Úlfarsson Ég sem hélt að Sturla Jónsson væri mesti vælukjói landsins. Grímur Atlason Æi - þegiðu Geir! Skammastu þín og vertu þakk- látur fyrir niðurstöðuna og hættu að hreyta í fólk ónotum! Rósa Guðbjartsdóttir sakfellt fyrir formsatriði... hvar endar þetta rugl hérna? Heiða B Heiðars Ég fokking gubba... ríkissjóður borgar fyrir máls- vörn Geirs, auk útlagðs kostnaðar við hana! Gunnar Þorsteinsson Geir Haarde kemur keikur frá þessu máli. Honum er ekki gerð refsinsg og fær allan kostnð greiddan. Það er mikill léttir fyrir hann og hans fjölskyldu, en einnig fyrir okkur sem litum á þetta sem pólitíska aðför. Andri Þór Sturluson Geir er að verða sér til skammar með þessari ræðu sinni. Það liggur við að hann segi að draga eigi alla sem drógu hann fyrir landsdóm, fyrir landsdóm. Óttar M. Norðfjörð Alltaf þegar ég sé Geir H. Haarde í viðtali líður mér eins og það sé október 2008. Og pabbinn er...... Nú liggur fyrir að lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins- son er barnsfaðir fyrirsætunnar Kristrúnar Aspar. Hann og fleiri ráða sér vart fyrir kæti. Sveinn Andri Sveinsson Skemmtileg tilfinning að vera orðinn fimm barna faðir :) Sölvi Tryggvason Til hamingju kappi. Þú ert enginn vatnspungur! Bragi Valdimar Skúlason Sveinn Andri er faðirinn, látið það endilega ganga. Aðalsteinn Kjartansson Ég er byrjaður að safna að mér efni í bók um stóra Kristrúnar Aspar og Sveins Andra-málið. Ef þið hafið ábendingar þá getið þið komið þeim á fram- færi hér á Facebook eða í gegnum netfangið mitt. Ætla að slá í gegn í jólabókaflóðinu. 110 milljarðar er upphæðin sem Deutsche Bank hefur þurft að afskrifa vegna Actavis frá síðasta ársfjórðungi í fyrra. Góð vika Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Slæm vika Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis 280 dagar er tíminn sem það myndi taka sex manna kjör- stjórn í biskupskosningum að telja atkvæði í síðustu þingkosningum ef miðað er við átta tíma vinnudag og þá ekkert frí um helgar. Tapaði 3-1 Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, getur vart glaðst yfir dómi Landsdóms í máli Geirs H. Haarde. Sigríður lagði af stað í vegferð sína og málaferli gegn Geir með sex ákæruliði að vopni. Tveimur þeirra var fljótlega kastað frá borði af Landsdómi og eftir sátu því fjórir ákæruliðir sem Landsdómur tók afstöðu til. Allir dómendur vildu sýkna Geir í þremur þeirra og aðeins meirihluti fann hann sekan í fjórða ákæruliðnum. Sigríður hlýtur að velta fyrir sér hvort uppskeran í lokin hafi réttlætt það sem sáð var til í byrjun. 0,24 vikan í Tölum HeiTuSTu kOlin á atkvæði á mínútu eru afköstin sem hver hinna sex aðila kjörstjórnar á að baki við talningu kjörseðla í biskupskjöri á miðvikudaginn á Dómkirkjuloftinu. Engin refsing fyrir Landsdómi Þótt Geir H. Haarde hafi verið saltvondur á blaðamannafundi eftir úrskurð Landsdóms á mánudag þá verður vikan að telj- ast vel bærileg fyrir hann. Hann var sýkn- aður af þremur ákæruliðum af fjórum af öllum meðlimum Landsdóms en sakfelldur af meirihluta fyrir einn lið, þeim að hafa ekki rætt mikilvæg málefni varð- andi stöðu bankanna á ríkisstjórnarfundum í aðdraganda hrunsins. Hann var ekki dæmdur til refsingar fyrir brot sitt og fær stóran hluta málsvarnar- kostnaðar síns endur- greiddan frá Ríkis- sjóði. Vill breyta lögum um Landsdóm Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill endurskoða lög um Landsdóm og skoða hvort ekki beri að leggja dómstólinn niður. Hún segir stjórnvöld hafa tekið á þeim atriðum í stjórnsýslunni sem Geir H. Haarde var sakfelldur fyrir. Róttækar breytingar verði skorið meira niður Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að gera þurfi mjög róttækar breytingar á starfsemi spítalans verði fjárframlög til hans skorin meira niður en orðið er. Spítalinn hafi gengið í gegnum hremmingar síðustu þrjú ár. Aðild ESB í Icesave samþykkt EFTA-dómstóllinn hefur samþykkt að veita framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aðild að Icesave-máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi. Tékkneskar herþotur til Íslands árið 2014 Varnarmálaráðherra Tékklands hefur lagt til að tvær herþotur á þeirra vegum verði sendar í loftrýmiseftirlit til Íslands haustið 2014. 174 hryðjuverk voru tilkynnt í löndum Evrópusambandsins á síðasta ári samkvæmt nýrri skýrslu frá Europol. 7 leikmenn verða í banni í úr- slitaleik Bayern München og Chelsea í meistaradeildinni í München í lok maí. Hjá Ba- yern München eru þeir David Alaba, Holger Badstuber og Luiz Gustavo í banni en hjá Chelsea eru það þeir John Terry, Ramires, Branislav Ivanovic og Raul Meireles. Mikill áhugi var fyrir því að heyra hvað Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefði að segja eftir að Lands- dómur kvað upp dóm sinn í máli saksóknara Alþingis gegn honum á mánudag. Ljós- mynd/Hari Siglfirðingar fundu Tordenskjold Fundist hafa á botni Siglufjarðar leifar 160 ára gamallar freigátu sem þar var sökkt fyrir tæpri öld. Þar liggur hið fræga herskip Tordenskjold sem tilheyrði danska flotanum og bar á sínum tíma 80 fallbyssur. Erlendur ferðamaður lést í bílslysi Karlmaður á þrítugsaldri lést í bílslysi austan Mýrdalssands á mánudag. Annar karlmaður og kona sem voru í bílnum sluppu nær ómeidd. Maðurinn sem lést var erlendur ferðamaður. Hann var ekki í bílbelti. Russel Crowe leikur Nóa hér í sumar Nýjasta kvikmynd leikstjórans Darrens Aro- nofsky verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Í myndinni leikur ástralsk-nýsjálenski leikarinn Russel Crowe biblíupersónuna Nóa. Tökur hefjast í júlí í New York og á Íslandi. Þór siglir hraðar eftir viðgerð Prufusigling varðskipsins Þórs eftir að skipt var um aðra aðalvél skipsins gekk vel, sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands. Svo virðist sem ganghraði skipsins hafi aukist frá því sem áður var. 32 fréttir vikunnar Helgin 27.-29. apríl 2012 Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.