Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 46
46 bækur Helgin 27.-29. apríl 2012  Útgáfa MenningartíMarit Ljóðskáldið Gyrðir Elías- son fer beint í þriðja sæti metsölulista Eymundsson með ljóðabók sína Hér vex enginn sítrónuviður. Bókin er uppseld hjá útgefanda. gyrðir vinsæll  ritdóMur Korter f ljótt talið hafa komið út hartnær þrír tugir bóka frá áramótum, rit af ýmsu tagi, glæsilegur bunki af ljóðabókum, reyfarar í kiljum til vor- og sumarlesturs, ljósmyndabækur og monografar um listamenn, jafnvel bækur fyrir börn á ýmsum aldri. Af auglýsing- um má ráða að síðvetrartíminn sé virkur neyslutími. Nýlega er lokið Bókamark- aði, bókasöfn eru að marka sér vettvang í vetrarlok og hnykkt er á hinni hefð- bundnu sumargjöf, þá eru framundan fermingar og giftingar þar sem bækur eru til gjafa. Fátt er nýrra prósaverka á þessum lista, þó kom út frumraun ungs höfundar á dögunum, þaulmenntuð ung blaðakona sendi frá sér skáldsögu, Korter. Sólveig Jónsdóttir heitir hún og hefur í kynn- ingum lýst tildrögum verksins, er komin á veg með sína næstu sögu. Korter hefur að miðdepli kaffihús en þar starfar ein af fjórum ungum konum sem sagan greinir frá. Hinar þrjár söguhetjurnar tengjast svo óbeint þessu lími. Sólveig er að segja sögu ungra kvenna og lýsir stuttum tíma í lífi þeirra, en um leið er brugðið upp forsögu þeirra, jafnvel seilst aftur í sögu foreldra, afa og ömmu. Sögur kvennanna fjögurra liggja óbeint saman en eru fleygaðar í löngum köflum. Hefði raunar mátt fleyga þær smærra, les- andi saknar þess að geta ekki fylgt þeim samferða. Sagan hefur í upphafi á sér blæ áhyggjulausra kennderísa og sambands- sagna, en vindur upp á sig og verður er á líður tilraun til dýpri persónulýsinga. Stílsniðið er aðgengilegt, stundum nokkuð klisjukennt, lýsingar á fötum, heimilishögum, tilfinningaróti. Höf- undurinn ætlar sér ekki um of en gefur víða sannverðuga mynd af einstaklingum í ölduróti. Sólveig hefur gott auga, skrifar látlausan stíl, er sannfærandi í samtölum og skyggnist dýpra en ætla mætti er á líður. Hún er gamansöm, er íronísk víða og fyndin. Tónlistarsmekkur persónanna er nokkuð aldraður miðað við uppgefinn aldur, líkast til ræður þar sýnilegur áhugi höfundar á tónlist. Korter er þægileg afþreying og er til vitnis um að hér er kominn á svið höf- undur sem gæti náð góðri hylli og gefur vonir um aukinn þroska og jafnvel með tíð og tíma stærri og tíðindameiri verk- efni. Kostir verksins eru ótvírætt viljinn til að greina persónur og íhuga þroska þeirra, þó sagan sé sett í nokkuð stíft mót skvísubókanna sem hafa verið vinsælar lengi meðal lessólginna kvenna sem vilja meira kjöt á beinin, ríkari samtímatilfinn- ingu en boðið er upp á í Rauðu ástarsög- unum. Það er því ástæða til að bjóða Sól- veigu velkomna á ritvöllinn og óska henni tíma til frekari skrifta svo sem hugur henni býður. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Saga fjögurra ungra kvenna Tvær mikilvægar ljóðabækur eru komnar út: Haldið er áfram útgáfu á þýðingum Hallbergs Hallmundssonar frá forlaginu Brú en JPV dreifir. Nú er það hinn mikilvægi bálkur Spoon River Anthology eftir Edgar Lee Masters, en hann er eitt öndvegis- verka bandarískra. Hafa stök kvæði verið þýdd úr bálknum en hér er hann allur. Fyrir tveim árum kom út ljóðabálkurinn Vetrarbraut eftir Kjell Espmark, sænskt ljóðskáld og bókmennta- mann, sem Njörður P. Njarðvík þýddi og Uppheimar gáfu út. Nú hefur Njörður enn bætt um betur með úrvali ljóða þessa afkastamikla ljóðskálds sem á að baki á annan tug ljóðabóka. Hefur Njörður valið úr þeim gott úrval ljóða og þýtt – eða íslenskað eins og hann kýs að kalla það. Er þetta enn einn stóráfangi í merkilegu starfi Njarðar sem þýðanda sem alltof lítið hefur farið fyrir. Skrifað í stein heitir safnið og er prýðisgott. -pbb Tvær merkar ljóðaþýðingar Þeir stækka bunkarnir í bókabúðum af endur- útgáfum í kilju: Íslenskur aðall er kominn út í röðinni Íslensk klassík með formála Péturs Gunnarssonar. Þegar öllu er á botninn hvolft heitir saga eftir Alan Bradley sem kom út í fyrra, athyglisverð tilraun til að hleypa nýjum hug- myndum inn í heim reyfaranna. Karl Emil Gunn- arsson þýddi. Aðdáendur Dorothy Koomson geta glaðst því þriðja verk hennar er komið á íslensku í kilju, Konan sem hann elskaði áður, en fyrri bækur hennar hafa notið vinsælda: Góða nótt, yndið mitt, Dóttir hennar, dóttir mín og Mundu mig, ég man þig. Halla Sverrisdóttir þýðir. Hann telur sig besta sakamálahöfund heims og ný saga hans í kilju heitir Feluleikur. Maðurinn er James Patterson og hér vinnur hann með Michael Ledwidge. Magnea Mattíasdóttir þýðir. Glás af kiljum Bókmennta og menningarritið Spassían er komið út, skartar karlmanni á forsíðu en er að stórum hluta skrifað af konum undir ritstjórn þeirra Auðar Aðalsteinsdóttur og Ástu Gísla- dóttur. Forvitnum lesendum skal þetta sagt: Heftið er 60 síður, stútfullt af efni og kostar litlar 890 krónur. Það mun fást í öllum skárri bókaverslunum og á skilið góða dreifingu. Nú vantar það lesendur. Það er eitt af fáum tímaritum um menningu sem í boði er á skerinu og því brýnt að það haldist á lífi. Margt er hér forvitnilegt: Af viðtölum í lengri kantinum má nefna myndskreytt samtal við Hrafnhildi Arnarsdóttur mynd- listarkonu um feril hennar og verk, langt samtal við Steinar Braga um aðferðir hans í vinnu og almenn viðhorf. Samtal við Gunnhildi Hauksdóttur um Ný- listasafnið, sögu þess og stefnu. Þá kemur við sögu Helena Stefáns- dóttir kvikmyndahöfundur með meiru sem segir frá ferli sínum, verkum og framtíðarverkefnum. Fjöldi ritdóma er í heftinu um nýlegar bækur: Flestir eru vel studdir skoðunum og rökum, aðrir styttri og ágripskenndari eins og vill vera. Ritin sem fá lestur eru: Hollywood eftir Bukowski, Birtan er brothætt eftir Njörð P. Njarðvík, Gestakomur í Sauðlauksdal eftir Sölva Sveinsson þar sem einnig er tæpt á Jóni Ófeigs Sigurðssonar, Það sem ég átti að segja næst eftir Ingunni Sædal, Rekferðir Guðna Elíssonar rekur Hermann Stefáns- son og svo er farið um Bernsku- myndir Sigurðar Pálssonar. Þá er í heftinu yfirlitsgrein um barna- og unglingabækur eftir Helgu Birgisdóttur. Önnur miðlunarform skáldskapar fá sitt rými: Þorgeir Tryggvason fjallar um nýlegar absúrdsýningar leikhúsa og leikflokka, ræðir um þýðingar á óperutextum. Auður Aðal- steinsdóttir spjallar um barnasýningar vetrarins. Þá er opnu- grein um persónulega hliðartexta í prentuðumbókum. Af lengri sértækum greinum má nefna hugleiðingar um blekkingarleik textans eftir ónefndan. Ásta Gísladóttir skrifar um skáldsöguna Picnic at Hanging Rock, Gunnar Th. Eggerts- son skrifar um stafrænar breytingar á eldri kvikmyndum út frá endurútgáfum á Star Wars-bálknum og Emil Örvar Petersen fjallar um verk Gaiman, American Gods. Allt er þetta fróðlegt og góð fylling í huglægt gap hins ógurlega umræðuskorts sem oft er kvartað yfir, líka hér. En að því verður vikið síðar í þessum dálki, til dæmis að viku liðinni, lesandi kær. -pbb Spássían í vorbúningi  Korter Sólveig Jónsdóttir Handtöskusería, MM, 358 síður, 2012. Njörður P. Njarðvík. James Patterson er vinsælasti glæpasagnahöf- undur heims. Ljósmynd/Nordic Photos Getty Images Korter er þægileg afþreying og er til vitnis um að hér er kominn á svið höfundur sem gæti náð góðri hylli og gefur vonir um aukinn þroska og jafnvel með tíð og tíma stærri og tíðinda- meiri verkefni. Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Opið alla virKa daga kl. 10–18 Og laugardaga kl. 10–14 Fiskislóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.