Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 18
Ný ju ng ! Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu. Ljótur að utan – ljúfur að innan Tengdabörn Íslands - sameiginleg auðlind og þjóðareign Þótt þjóðin sé enn ringluð og lemstruð eftir efnahagshrunið og klofin í tvennt í afstöðu sinni til umheimsins – þar sem að því er virðist um það bil helmingurinn ótt- ist allt sem að utan kemur meir en svarta dauða á sínum tíma meðan hinir vilja ólmir gleypa í sig allt sem útlenskt er – þá er sú tilfinning að upphafningin komi að utan rík í þjóðarsálinni. Þórarinn Þórarinsson telur fátt skáka góðum tengdasonum og -dætrum í því að lyfta sjálfstrausti eins og einnar þjóðar. F átt gleður Íslendinga meira en þegar útlendingar gefa landanum og verkum hans gaum. Nýjasta dæmið um þetta er ánægjustuna sem bergmálar um landið, miðin og internetið við það að hljómsveitin Of Monsters and Men hafi náð áður óþekktum hæðum á bandaríska Billboard-listanum. Velgengi okkar fólks á erlendri grundu jafnast þó ekkert á við þá viðurkenningu sem margir sjá felast í því þegar þekktir og ríkir útlendingar fella hugi til landa okkar. Fátt ber skýrari vott um ágæti kynstofns okkar – feg- urðar hans og þokka – en þegar frægir útlend- ingar falla fyrir okkar glæsilegustu dætrum og sonum. Þjóðin endurgeldur ást þessara einstaklinga með velþóknun og væntumþykju um leið og hún slær eign sinni á fínu útlend- ingana. Minnug þess að þegar á reynir getur verið gott að eiga góða hauka í horni í hin- um ýmsu glæsihöllum frægðar- innar. Fjölnir Þorgeirsson og Mel B Varla er á nokkurt par hallað þótt því sé haldið fram að Íslandsmeistari Ís- landsmeistaranna, Fjölnir Þorgeirs- son, hafi náð einna glæsilegustum ár- angri á hinu alþjóð- lega markaðstorgi ástarinnar þegar hann heillaði Kryddpíuna Mel B upp úr skónum en þá var stúlkna- sveit hennar á há- tindi frægðarinn- ar. Sauðsvartur íslenskur almúg- inn saup hveljur af hrifningu þegar Ógnar- kryddið heim- sót t i Fjölni á k lakann, óð snjóinn tignarleg í parduspels og skálaði í kampavíni á Astró. Illu heilli varð frægð stúlk- unnar og þétt stund- artaf la tur- tildúfunum að fjörtjóni en til marks um slagkraft Fjölnis á þessu sviði þarf ekki annað en nefna að Mel B lagði meðal annars lag sitt við fallandi stórstjörnuna Eddie Murphy og eignaðist með honum barn. Árið 2006 tjáði Fjölnir sig um samband Mel og Murphy og spáði því að þau myndu varla endast tvö ár, vegna þess að það „fetar enginn í fótspor ís- lenska draumsins.“ Og reyndist Fjölnir sann- spár þar. Sólveig Káradóttir og Dahni Harrison Dahni Harrison er ekki nærri því jafn áber- andi nafn í tónlistinni og Mel B var á sínum tíma en blóðlína drengsins trompar Spice Girls eins og þær leggja sig svo um munar enda drengurinn sonur Bítilsins George Harrison og er þar með eiginlega genetískt séní og nánast helgur maður í hugum þeirrar virðulegu kynslóðar sem gekk um á sínum yngri árum með slagara Bítlanna á heilanum. Það er því vægast sagt viðeig- andi að fyrirsætan og sálfræðingurinn Sólveg Kára- dóttir, Stefáns- s on a r s e m kenndur er við deCODE hafi krækt í bítla- genin. Hjónaleysin hyggjast ganga í það heilaga í sum- ar og þá verður sonur Harrisons réttnefndur tengdasonur Íslands og þar sem Yoko Ono og Ringo Starr eru þegar orðnir nánir Íslands- vinir þarf bara að koma klóm í Paul McCart- ney eða ættboga hans og þá er Ísland komið með fernu allra tíma. Sólveig og Dahni hafa þekkst um árabil og kynntust í gegnum sameiginlega vini. Arnar Gunnlaugsson og Michaela Conlin Traust tengslanet hjálpaði fótboltakappanum Arnari Gunnlaugssyni við að krækja í banda- rísku leikonuna Michaelu Conlin en þáver- andi mágkona Arnars, sjálf Ísdrottningin Ás- dís Rán, leiddi þau saman. Conlin hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn í hinum vinsælu sakamálaþáttum Bones auk þess sem hún átti stutta en mjög góða innkomu í bíómyndinni The Lincoln Lawyer og lék þá á móti Matt- hew Matthew McConaughey. Það vakti að vonum nokkra gleði þegar Conlin sást spóka sig með Arnari á djamminu í Reykjavík um áramótin enda þá löngu kominn tími á nýja fræga tengdadóttur Íslands. Sigrún Davíðsdóttir og Lee Buchheit Bandaríski sérfræðingurinn í samningatækni og alþjóða- lögum, Lee Buchheit, er ein af útlendu hetjum hrunsins á Íslandi. Yfirvegaður og eiturskarpur glansaði hann í viðtölum um stöðu Íslands í Icesave-deil- unni og varð að lok um aðalsamn- ingamaður þjóðarinn- ar i þriðju lotu þessa leiðinlega ei- lífðarmáls. Það vakti því að vonum at- hygli og lukku þegar fréttist af samdrætti Buchheit og fréttakonunnar Sigrúnar Davíðsdótt- ur og þótt nöfn ýmissa núverandi og fyrrverandi tengdabarna Íslands séu þekktari á bleikum síðum vefja og slúðurblaða þá jafnast slíkt prjál á ýmsum bæjum ekkert á við vigtina sem fylgir nafni Buchheits. Stórlaxar sem sluppu Þegar illa árar er fátt betra en að eiga auðuga að og moldrík, útlensk tengdabörn geta haft sitt að segja fyrir gjaldeyrisstreymi og bágborinn efnahag lítillar þjóðar með sjúskaðan gjaldmiðil. Þjóðin horfði því óneitanlega á eftir margmillj- ónerunum Cal Worthington, bílasala, og Dwight Yorke, knattspyrnu- kappa. Báðir voru þessir annars mjög svo ólíku menn tengdasynir þjóðarinnar um tíma en illu heilli sáu dætur Íslands, þær Anna Mjöll Ólafsdóttir og Kristrún Ösp Barkar- dóttir, ekki framtíðina fyrir sér með þessum heiðursmönnum og létu þá róa. Samdráttur Kristrúnar og Yorke vakti mikla athygli og þau voru frek til fjörsins á síðum Séð og heyrt meðan allt lék í lyndi enda Yorke ekki aðeins frægur fyrir tuðrusparkið sem gerði hann að ríkum manni þar sem hann á barn með hinni plássfreku fyrirsætu Katie Price sem er þekktari sem Jordan. Okkar stúlka er vitaskuld miklu efnilegri kvenkostur en Yorke sem hefur ýmislegt á samviskunni. Kristrún Ösp gaf kempuna upp á bátinn og tók upp skammlíft samband við lög- manninn Svein Andra Sveinsson en ávöxtur þess sambands, lítill og fallegur snáði, dafnar nú í örmum móður sinnar á Akur- eyri. Og hvað sá armi þrjótur Yorke er að sýsla klagar ekki upp á okkur lengur. Bandaríski bílasalinn Cal Worthington er varla hvorki jafn frár á fæti né sprækur og Yorke enda kominn yfir nírætt en sjálfsagt er hann mun ríkari enda fyrst og fremst þekktur í heimalandinu fyrir að hafa auðgast ógurlega á því að selja notaða bíla með alls konar skemmtilegum hundakúnst- um. Það vakti því eðlilega mikla athygli þegar Anna Mjöll gekk að eiga gamalmennið en ástin entist ekki nema nokkra mánuði og Anna Mjöll sagði skilið við Cal sem virðist ekki ætla að vera neinn sérstakur herramaður í skilnaðaruppgjör- inu. Þannig að eins og þessir tveir kappar virtust spennandi í upphafi þá hefur fallið fljótt á þá engla þannig að farið hefur fé betra þótt upphæðirnar hafi verið umtalsverðar. Kristrún Ösp fékk smjör- þefinn af ljúfa lífinu á meðan hún sá einhverja glóru í Yorke. Anna Mjöll og Cal á meðan ástareldurinn brann. 18 úttekt Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.