Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 40
40 skólar Helgin 27.-29. apríl 2012 Í hinu fjölþjóðlega umhverfi sem við búum við í dag hefur þörfin fyrir menningarlæsi farið vaxandi. Einkum á þetta við um viðskipti á milli landa þar sem skipt getur sköpum hvort að við- komandi aðilar skilji hvorn annan til fulls. En hvað er menningar- læsi? Yfirleitt er talað um menn- ingarlæsi og tungumálakunnáttu í sömu andrá. Menningarlæsi hefur verið skilgreint sem það að geta lesið skilaboð umhverfisins sem ekki endilega eru sögð með bein- um orðum. Oftast á það við fólk frá mismunandi menningarheimum en það getur líka átt við nágranna- þjóðir. Einnig hefur verið talað um að menningarlæsi þjóðar fari dvínandi og er þá verið að tala um skilning þjóðarinnar á tilvísunum í menningu, sögulegar staðreyndir, stjórnmál, bókmenntir og annan fróðleik. Menningarlæsi vísar í þá þekkingu sem ætlast er til að málnotendur hvers tungumáls hafi á valdi sínu það er skilning á hug- tökum, sérnöfnum, máltækjum og öðrum tilvísunum sem ekki er endilega auðvelt að fletta upp. Sem dæmi má nefna þegar vísað er í „skáldið Jónas“ eða „að vera komin heim á klakann“. Tungumál eru lykill að heiminum Að vera orðinn vel að sér í tungu- máli er oft mælt í því hvort fólk skilji brandarana. Til þess er oft nauðsynlegt að vera vel að sér í til dæmis slangri, mismunandi ein- kennum menningarheimsins og hefðum. Tungumálakunnátta er því þétt samofin menningarlæsi. Hér á landi höfum við að mestu leyti reitt okkur á enskukunn- áttuna en því miður er það ekki alltaf nóg. Það lærist til dæmis ekki með ensku að á mörgum stöðum í arabaheiminum er lesið frá hægri til vinstri. Ekki er heldur víst að það sé nóg að kunna ensku til að átta sig á kurteisisvenjum Kínverja. Tungumálakunnátta og sérhæfing verður því æ mikilvæg- ari í nútíma samfélagi, sérstaklega þegar kemur að viðskiptum. Tungumál og viðskiptaumhverfið Að vera læs á skilaboð viðskipta- vina sinna og geta tjáð sig vel á viðskiptatungumáli getur skipt sköpum í viðskiptaheiminum. Flestir tala á ensku en eins og áður hefur komið fram hefur nauðsyn þess að ráða inn fólk sem er með góða tungumálakunnáttu aukist til muna til að komast yfir þá menningarlegu þröskulda sem fyrir eru svo að fyrirtækin geti vaxið og dafnað. Ef fyrirtæki ætla sér í útrás er þetta grundvallar- þáttur til að auka skilning á milli fólks og greiða fyrir farsælum samskiptum á alþjóðavettvangi. Að nema menningarlæsi Nám í menningarlæsi er hugsað til að vekja okkur til umhugsunar um hvernig við skiljum fólk frá öðrum menningarheimum og hvernig það sér okkur. Fjallað er um einkenni á ólíkum menningarheimum og hvernig hægt er að tileinka sér gildandi samskiptamynstur í við- komandi landi. Slíkt nám getur ekki aðeins nýst fólki í viðskipta- umhverfinu heldur jafnframt þeim sem starfa í ferðaþjónustu, verslun og annarri þjónustu. Hægt er að nema menningarlæsi í flestum helstu háskólum landsins í dag sem og í mörgum einkareknum skólum. -ehþ  Nám og skólAr Mikilvægi menningarlæsis Skilningur á ólíkum menningarheimum. Ef þú þarf að biðjast afsökunar fyrir framan Japana er gott að vita að það gerir þú með því að hneigja þig djúpt. Nordic Photos/Getty Images  skólAmál Framhaldsskólar Versló vinsælastur V erslunarskóli Íslands er vinsælasti skól-inn hjá íslenskum 10. bekkingum sem hafa for- innritað sig í framhaldsskóla fyrir næsta vetur. Nemendur gátu valið tvo skóla og völdu alls 793 nemendur Verslunar- skólann. Ekki munu þó allir komast inn í skólann því að- eins eru 336 pláss í boði fyrir nýnema. Næstvinsælasti skól- inn er Kvennaskólinn en alls sóttu 666 krakkar um pláss í þeim skóla. Aðrir skólar sem njóta mikilla vinsælda eru Menntaskólinn við Hamra- hlíð, Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykja- vík en umsóknir í alla þessa skóla eru yfir fimm hundruð. Ljóst er að hart verður barist um pláss í vinsælustu skólun- um í sumar. Skólarnir sjálfir gera kröfur til nýnema sem eru mismunandi eftir því að hvaða skóli á í hlut. Á síðasta ári fengu 98 prósent nemenda pláss í öðrum af þeim skólum sem þeir völdu. -óhþ.Verslunarskólinn hefur aðdráttarafl. Istituto Europeo Di Design er einn af virtustu hönnunarskólum Evrópu, og hefur í rúm 40 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður fræðilegt og hagnýtt nám sem byggir á ítalskri hönn- unarhefð, þar sem frumkvæði, hugmyndir og tækni renna saman. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði skapandi greina er þunga- miðja kennslustefnunnar. Í boði er BA nám, Diploma nám, Eins árs nám og Mastersnám. Kennsla fer fram á ENSKU, ítölsku, eða spænsku og námið er lánshæft hjá LÍN. Nám í Hönnun, Sjónlistum, Stjórnun og Tízku. Kynningarnámskeið Spennandi og þroskandi nám Skráning í síma 861 6152 Höfuðlausn – cranioskóli Sími 861 6152 kennsla@hofudlausn.is www.hofudlausn.is 11.–13. maí 2012 Viltu læra höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.