Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 62
 Sara Dögg ÁSgeirSDóttir VilDi Verða StríðSfréttaritari Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Hjartarson, sem var rekinn frá RÚV í janúar vegna máls sem kom upp á milli hans og Eddu Sifjar Pálsdóttur, dóttur Páls Magnússonar útvarpsstjóra, mun birtast á skjám landsmanna áður en langt um líður. Hjörtur hefur verið ráðinn á íþróttadeild Stöðvar 2 sport og mun verða í hópnum sem fjallar um Pepsi- deild karla í fótbolta, bæði í sjónvarpi og vefnum. Ljóst er að koma Hjartar er hvalreki fyrir íþróttadeildina en hann hefur meðal annars stýrt markaþættin- um Íslenska boltanum á RÚV undanfarin sumur við góðar undirtektir. Hjörtur til 365 Blaðamennskudraum- urinn rætist í Pressu J ú, jú. Lára endaði í tómu veseni í lok síðustu seríu,“ segir Sara Dögg og skellir upp úr. „Það er nú alveg gefið að hún er alltaf í einhverjum vandræðum en það er svo skemmtilegt að hún gefst aldrei upp. Önnur sería endaði svolítið átakanlega og þetta heldur áfram. Ég veit ekkert hversu mikið ég má segja þannig að það er best að fara ekkert nánar út í þetta.“ Sara Dögg segir tilfinninguna sem fylgir því að koma saman með Pressu- genginu í þriðja skipti vera ótrúlega góða. „Ég var að koma af æfingu þar sem við vorum að æfa ritstjórnina og ég spurði þau hvern hefði grunað fyrir fimm árum að við ættum eftir að gera þriðju seríu. Það er ótrúlega gaman að þessu. Það er líka svo frábært að fá að halda áfram að vinna með þessar persónur. Þær hafa fest sig í sessi og þá er hægt að halda áfram að dýpka þær og skoða. Þetta eru bara forréttindi að fá að gera þetta aftur.“ Óskar Jónasson, leikstjóri Pressu, keyrir verkefnið áfram á fleygiferð en til stendur að taka þáttaröðina, sem er ígildi þriggja bíómynda, upp á sex vikum. „Þetta verður rosa keyrsla. Við erum að æfa núna og svo hefjast tökur í byrjun maí og við ætlum að klára þetta á sex vikum.“ Þáttaröðin verður tekin á sex vikum. Þetta verður rosa keyrsla. Það eru æfingar hjá okkur núna og svo byrjum við í byrjun maí og tökum efni í þrjár bíómyndir á sex vikum. Það er einmitt svo frábært líka að fá að halda áfram með þetta fólk. Persón- urnar hafa fest sig í sessi og þá er hægt að halda áfram að dýpka þau og skoða. Þetta eru bara forréttindi. Og líka að fá að dvelja svona lengi fyrir framan tökuvélina. Sara Dögg segist ekki vera orðin svo heltekin af Láru að hún vilji prufa að breyta til og snúa sér frá leiklistinni að blaðamennsku. Á unglingsárunum dreymdi Söru Dögg þó um ævintýralegt og háskalegt blaðamannalíf. „Nei, en það er svo skemmtilegt að ég var á fjölmiðla- braut í menntakóla þannig að ég stefndi í þessa átt á sínum tíma. Þá langaði mig meira að segja í átök og vildi fara á ein- hver vafasöm svæði með myndavél á lofti. Þannig að sem unglingur var ég með þessa stríðsfréttaritarapælingu í gangi og það má segja að í Pressu sé maður að fá ýmsa drauma uppfyllta. Síðan lendir Lára í alls konar veseni og mótlæti sem maður fær bara útrás fyrir framan við tökuvélarn- ar og kemur svo heim til sín alveg hreins- aður af öllum komplexum og öllu. Þetta er bara draumur.“ toti@frettatiminn.is f jórar stúlkur í níunda og tíunda bekk Grunnskólans á Hólmavík sáu um allan undirleik þegar skólinn setti upp leik- sýningu sem byggir á kvikmyndinni Með allt á hreinu. Rúmlega fimm hundruð sóttu sýninguna, flestir í kringum páskana þegar gestirnir voru ríflega tvö hundruð. Jafnast það á við að hver ein- asti íbúi sveitarfélagsins í heild hafi mætt en 380 búa á Hólmavík. Arnar S. Jónsson, tómstunda- fulltrúi Strandabyggðar leikstýrði sýningunni. „Já, við bjuggumst alveg við þessum mót- tökum. Hér eru svo fáránlega hæfileikaríkir ung- lingar,“ segir hann og að stúlkurnar hafi verið valdar til undirleiksins, því þær séu færastar á sínu sviði um þessar mundir. „Sjálfur ætla ég að taka upp plötu í sumar og tvær þeirra ætla að sjá um gítar- og bassaundirleik.“ Arnar segir verkefni hafa reynst þeim létt því tónlistarhefðin í skólanum sé svo rík. „Þetta byggir upp svo rosalegt sjálfstraust. Ungling- arnir áttu því ekki í nokkrum vandræðum með þetta,“ segir hann – svona vinna þjappar ólíku fólki saman: „Þá skiptir ekki máli hvert áhuga- málið eða hvaðan þú kemur. Það er markmiðið sem skiptir máli.“ - gag  grunnSkólanemenDur ótrúlega hæfileikaríkir Aðsókn á leiksýningu unglinga toppar íbúafjölda Hemmi Hreiðars í EM- stofunni Atvinnu- maðurinn Hermann Hreiðars- son verður aðalsér- fræð- ingur RÚV í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í júní og er sýnt í Ríkissjónvarpinu. Auk Hermanns munu aðrir kunnir knattspyrnukappar ausa úr brunni visku sinnar meðan á móti stendur. Arnar Gunnlaugsson og Ríkharður Daðason verða með Hermanni í EM-stof- unni á hverju leikkvöldi og Bjarni Guðjónsson mun lýsa leikjum með íþróttafrétta- mönnum RÚV. Einar Örn Jónsson mun hafa umsjón með EM-stofunni en Þor- steinn Joð, sem stýrði pró- grammi á RÚV í tengslum við EM 2008 og HM 2010, er fjarri góðu gamni enda komin í vinnu hjá sam- keppniaðilinum; 365. Sakamálaþættirnir Pressa hafa notið mikilla vinsælda í íslensku sjónvarpi. Tökur á þriðju þáttaröðinni um háskaleg ævintýri blaðakonunnar Láru á Póstinum hefjast í næsta mánuði og sem fyrr er stúlkan einkar lagin við að róta sér í vandræði. Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikur Láru en hún segir vinnuna við Pressu uppfylla ýmsa drauma. „Grýlurnar“ spiluðu líka undir fyrir „Stuðmenn“ á leiksýningu Grunnskólans á Hólmavík í kringum páskana. Mynd/Ingibjörg Valgeirs. Boðskortið er bók Bókamógúllinn Jóhann Páll Valdimars- son, helsti eigandi Forlagsins, heldur upp á sextugsafmæli sitt næstkomandi fimmtudag í veislusal í Grafarholtinu. Hallgrímur Helgason verður veislustjóri og óhætt er að segja að boðskortið, sem börn Jóhanns Páls útbjuggu, sé veglegt. Um var að ræða litla bók þar sem finna má afmæliskveðju frá stórvini Jóhanns Páls, rithöfundinum Ólafi Gunnars- syni sem segist elska manninn, sem og fjölmargar myndir af afmælisbarninu frá ýmsum skeiðum ævi hans. Önnur sería end- aði svolítið átakanlega og þetta heldur áfram. Sara Dögg leikur blaðakonuna Láru í þriðja sinn í Pressu III og tekur upp þráðinn þar sem hún skildi við persónuna í bölvuðum vandræðum í lok síðustu seríu. N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur Skipholti 50b • 105 Reykjavík 62 dægurmál Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.