Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Síða 6

Fréttatíminn - 27.04.2012, Síða 6
BLÖNDUNARLOKI FYLGIR. VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W L jóst er að starfsmenn Landspítala hafa spýtt í lófana síðustu mánuði ársins og náð að fjölga aðgerð- um innan hans svo um munar. Ráðast þurfti í að endurskipu- leggja starfsemina eftir að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði var lokað og starfsemin sameinuð Landspítalanum. Í september höfðu þriðjungi færri konur far- ið í aðgerð vegna legsigs miðað við fyrstu níu mánuði ársins á undan en í lok árs hafði starfs- fólki spítalans gert 134 aðgerðir, tólf færri en árið á undan, en 32 fleiri en fyrir tveimur árum. Konurnar þurfa þó að bíða lengur en áður. Biðin er áætluð tæpar 39 vikur og hafa 125 kon- ur beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Fyrir ári höfðu að- eins sex konur beðið svo lengi. Biðin er áætluð fjórfalt lengri en í fyrra. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, segir starfsmenn spítalans nú reyna að ná betur utan bæði grindarbotns- og augnsteinaaðerðir – sem áður voru aðall St. Jósefsspítala. En aðgerðum á augasteinum fækk- aði um átta prósent á Landspít- alanum og 50 prósent á landinu öllu. Björn er þó ánægður með árangurinn, enda hafi tekist að reka spítalann innan fjárlaga síðustu tvö ár. „Þetta er gríðarlega góður árangur hjá starfsfólkinu,“ segir hann og nefnir að skurðaðgerð- um á spítalanum hafi fjölgað um fjögur prósent á síðasta ári. „Við höfum meðvitað reynt að framleiða eins mikið og við getum fyrir það fjármagn sem við höfum úr að spila,“ segir hann. „Við höfum náð að gera eins mikið og hægt var fyrir það Nærtækast að brúa Þorskafjörð Vegamálastjóri segir nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega, verði lagning vegar um Teigsskóg við vestanverðan Þorskafjörð ekki leyfð. Sú lausn kæmi þorpinu á Reykhólum til góða. Stöð 2 greindi frá þessu en Reykhólavefurinn vitnar til fréttarinnar. Innanríkis- ráðherra hefur lagst gegn vegi um Teigsskóg og lagt til að gerð yrðu göng undir Hjallaháls en sú framkvæmd liti hins vegar ekki dagsins ljós fyrr en í fjarlægri framtíð. Ráðherra hefur falið Vegagerðinni að skoða kostina í stöðunni. Ef leiðin um Teigsskóg er úti, segir vega- málastjóri ljóst að jarðgöng séu dýr og unnt að leggja ódýrari láglendisveg. Þá sé nærtækast að fara út með Þorskafirði að austanverðu. Samkvæmt þessu yrðu Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður allir þveraðir. Brú yfir utanverðan Þorskafjörð þýddi að einfalt yrði að gera þar vegtengingu við Reykhóla, sem kæmust þannig í alfaraleið. Undirbúningur miðar að því að unnt verði að bjóða verkið út eftir þrjú ár. - jh Hlutfall unglinga sem telja að mjög, eða frekar, mörgum krökkum í bekknum þeirra finnist þau vera skemmtileg: Lítill sem enginn munur á kynjunum. Spurningin er liður í rannsókninni Ungt fólk 2011 sem Rannsóknir og greining vann. 64% 67% 71% 5. b ek ku r 6 . b ek ku r 7. b ek ku r Kalkþörunga- verksmiðj an stór- eykur framleiðslu „Við náum bara að kreista 25 þúsund tonn á ári úr þurrkar- anum sem við höfum núna ef við keyrum hann bæði dag og nótt. Við höfum leyfi til að fara upp í 50 þúsund tonn og því var ákveðið að stækka við verksmiðjuna og auka framleiðsluna,“ segir Guðmundur Valgeir Magnússon, verksmiðju- stjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, í viðtali við Bæjarins besta, en verksmiðja félagsins á Bíldudal stefnir á að tvöfalda framleiðslugetu sína á næstu mánuðum. Áformað er að byggja nýtt 800 fermetra verksmiðjuhús- næði við hlið þess sem fyrir er og kaupa nýjan þurrkara sem mun starfa við hlið þess gamla. Verksmiðjan tók til starfa haustið 2007. Meginstarfsemi hennar er að framleiða steinefnafóður fyrir búpening, en 99 prósent af allri fóðurframleiðslu fyrirtækisins fer á erlendan markað. - jh  LandspítaLi skurðaðgerðum fjöLgar Spýttu í lófana og fjölguðu skurðaðgerðum Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir árangur starfs- fólks spítalans gríðarlega góðan en skurðaðgerðum fjölgaði um fjögur prósent milli ára. Hins vegar þurfi spítalinn að ná betur utan um grindarbotns- og augnsteinaaðgerðir. Bið eftir legsigsaðgerðum hefur fjórfaldast milli ára og 125 konur hafa beðið í yfir þrjá mánuði eftir aðgerð. Áætluð bið er 39 vikur. Konur sem bíða og bíða Hvergi er bið eftir aðgerðum á Landspítala eins löng og biðin eftir brjóstaminnkun. Hún hefur þó styst því í júní var biðin eftir slíkri aðgerð á Landspítalanum áætluð 104 vikur að jafnaði, eða tvö ár. Biðin hefur að mati spítalans nú styst um 32 vikur á þessum þremur mánuðum. 59 konur eru á biðlistanum nú en 61 í júní. Bið eftir ófrjósemisaðgerð- um á konum lengist hins vegar. Fyrir ári var biðin rúmar átta vikur en er nú tæpar fjörutíu.- gag fé sem við fengum við sameininguna. Við fengum ekki nema í kringum 55 prósent af því fé sem áður var notað á St. Jósefsspítala.“ Samkvæmt útreikningum Fréttatím- ans byggða á samantekt landlæknis- embættisins á biðlistum og aðgerðum fjölgaði skjaldkirtilaðgerðum á Land- spítalanum um rúm 28 prósent milli ára. Aðgerðum á hjartalokum fjölgaði um 66 prósent, skurðaðgerðum vegna offitu um 56 prósent og vegna legsigs um 147 prósent. Brjósklosaðgerðum fækkaði um fimm prósent. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 2010 2011 Brjósklosaðgerðir 460 437  Skjaldkirtilsaðgerðir 84 108  Skurðaðgerðir á augasteini 855 789  Á landinu öllu; 2653 1764  Aðgerð á hjartalokum 32 53  Brjóstaminnkunaraðgerðir 21 48  Aðgerð á maga vegna offitu 52 81  Gallsteinaaðgerð 439 540  Aðgerðir vegna legssigs 111 274  Brottnám legs 248 292  6 fréttir Helgin 27.-29. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.