Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 14
BERJUMST! 1. MAÍ 2012 Í REYKJAVÍK VINNA ER VELFERÐ ASÍ BSRB BHM KÍ Safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegs kl. 13.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög. Gangan leggur af stað kl. 13.30. Gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Ræðumenn flytja örræður meðan gangan stendur yfir. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10. Útifundi líkur kl. 15.00. lýðveldisins hafa verið settir jafn­ miklir peningar og jafnmiklum tíma varið í breytingar á stjórnarskránni. Sú vinna hefur skilað sér í þeim til­ lögum sem nú liggja fyrir og taka þarf umræðu um.“ Áhugi á störfum forsetans Vinna með rannsóknarnefnd Alþingis en starfshópurinn fjallaði meðal annars gagnrýnið um störf og stöðu forseta Íslands varð til þess að Salvör ákvað að gefa kost á sér til setu á stjórnlagaþingi. Í skýrsl­ unni er sagt að skýra þurfi hlutverk forseta Íslands mun betur í stjórnar­ skrá. Stjórnarskráin sjálf hefði þó ekki breytt neinu um hrunið. „Í kjölfar hrunsins skapaðist töluverð umræða um ráðherra­ ábyrgð og verkaskiptingu ráðherra, sem og aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Í þingræði er hins vegar ekki hægt að skilja að löggjafarvald og framkvæmdavald þótt sumir í stjórnlagaráði hefðu viljað ganga svo langt.“ Stjórnlaga­ ráð gerði hins vegar tillögu um samábyrgð, að ríkisstjórn sé fjöl­ skipað stjórnvald í ákveðnum mál­ um. Það þýðir að lagaleg ábyrgð er sameiginleg hjá þeim ráðherrum sem eiga aðild að ákvörðuninni, eins og segir í skýrslu forsætis­ nefndar um tillögur stjórnlagaráðs. Spurð um skoðun sína á forseta­ embættinu segir Salvör að fyrst við erum með forsetaembætti á annað borð eigi forsetinn að hafa stöðu í stjórnskipaninni. „Forsetinn á ekki að gegna hlutverki valdalauss þjóð­ höfðingja líkt og hjá kóngafólki, þá ætti bara að leggja embættið niður. Forseti á að hafa hlutverk þegar á reynir en hann þarf að fara varlega með það. Staða forseta Íslands er nokkuð óvanaleg miðað við þjóð­ höfðingja í mörgum öðrum lönd­ um. Hann er þjóðkjörinn og gildir því annað um hann en kónga sem erfa sína stöðu enda hefur hann haft hlutverk í stjórnskipaninni. Hann hefur haft málskotsréttinn samkvæmt 26. grein stjórnarskrár­ innar þótt honum hafi ekki verið beitt fyrr en í tíð núverandi forseta. Einnig hefur hann mikilvægu hlut­ verki að gegna í stjórnarmyndun.“ Salvör telur Ólaf Ragnar Gríms­ son hafa breytt rétt þegar hann neit­ aði IceSave­lögunum staðfestingar í fyrra skiptið. „Það hefur sýnst sig að það var gott fyrir þjóðina að hann gerði það. Í þessu máli voru hags­ munir Íslands ríkir, mjög tæpur þingmeirihluti fyrir lögunum, mikil óánægja og ólga í samfélaginu. Þarna mynduðust aðstæður sem réttlættu synjun enda er forsetinn sá eini sem kallað getur eftir þjóðarat­ kvæðagreiðslu samkvæmt stjórnar­ skrá, hvorki minnihluti þingmanna né hluti kjósenda getur farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og því ekki skrýtið að reyni á forsetann í þeim efnum. Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að hluti kjósenda geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu í tilteknum málum og það myndi losa forsetann undan þessari pressu. “ Ætlar ekki í forsetaframboð Salvör hefur sjálf verið orðuð við forsetaframboð en segist hafa tekið þá ákvörðun að vandlega íhuguðu máli að bjóða sig ekki fram að þessu sinni. „Mér hefur þótt vænt um og verið snortin af því hve margir sýnt því áhuga að ég fari í framboð. Ég ákvað að skoða málið vel eftir að niðurstöður úr skoðanakönnun, sem ég samþykkti að taka þátt í, voru birtar. Ég gerði það en komst að þeirri niðurstöðu að bjóða mig ekki fram. Það er gríðarlega stór ákvörðun að fara í framboð, bæði Tjörnin okkar dýpkaði ekkert við hrunið, nú blæs bara úr annarri átt. Svona mikið rót á svona stuttum tíma getur skaðað þetta samfélag miklu meira en stærri samfélög. hvað varðar kosningabaráttuna sjálfa og starfið sjálft. Þegar ég vó þetta allt saman þá vógu persónu­ legar ástæður þyngst.“ Spurð um hvað kveikti í henni áhugann fyrir forsetaembættinu segir hún að það hafi einna helst verið tækifærið í því að halda áfram að vinna með það sem hún hafi verið að gera á síðustu árum með aðkomu sinni að rannsóknarskýrsl­ unni og setu í stjórnlagaráði. „Það kom mér mjög á óvart þegar nafn mitt var fyrst nefnt opinberlega í tengslum við forsetaframboð. Ég hafði aldrei hugsað um forseta­ embættið út frá sjálfri mér þótt mér þætti embættið sem slíkt spennandi viðfangsefni varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vakti hins vegar með mér áhuga, sá möguleiki að forsetaembættið gæti beitt sér að einhverju leyti í áframhaldandi vinnu í tengslum við þann lærdóm sem við getum dregið af banka­ hruninu. Við þurfum virkilega að læra af því sem þar gerðist og ættu þeir atburðir sem þar áttu sér stað að vera okkur mikil brýning. Það hefur farið fram gríðarleg vinna í kjölfarið, svo sem með gerð rann­ sóknarskýrslunnar, en við höfum ekki nýtt okkur þau tækifæri sem skapast hafa til að byggja upp nýtt og betra samfélag.“ Glötuð tækifæri Salvör telur einsýnt að Ísland geti haft mjög sterka rödd í umræðu um lýðræði sem nú fer fram víða um heim. „Við sem vorum í stjórnlagar­ áði höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga erlendis frá á störfum okkar og margir líta til þeirrar tilraunar sem hér var gerð. Ég hef farið á fjölmargar ráðstefnur á síðasta ári um lýðræði og fjallað um störf stjórnlagaráðs og finn fyrir miklum 14 viðtal Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.