Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 44
44 ferðir Helgin 27.-29. apríl 2012 Ármúli 7, 108 Reykjavík | expressferdir.is | sími: 5 900 100 Sveigjanlegir greiðslumöguleikar HAFÐU ÞAÐ HUGGULEGT Í SUMAR Flogið út 26. maí Alicante er höfuðborg Costa Blanca-héraðsins og nú bjóðum við ferð á frábæru verði til þessarar paradísar sóldýrkenda. Á Alicante nýturðu lífsins, brakandi blíða alla daga, iðandi mannlíf og ölbreytt menning. ALICANTE Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í viku. Pueblo Acantalido Suites Verð á mann í 7 daga frá 87.900 kr. 23.–27. ágúst Einstök ferð með Halldóri E. Laxness sem hefur tekið á móti farþegum Express ferða í París um margra ára skeið. Kahúsin þrædd og dekrað við bragðlaukana út um alla borg. Fjórir frábærir dagar í hinni dásamlegu París. PARÍS Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 4 nætur á Hotel André Latin með morgunverði, akstur til og frá flugvelli, skoðunarferðir (nema með áætlunarbíl) og íslensk fararstjórn. 28. júlí–5. ágúst Express ferðir bjóða frábæra ævintýra- og sælkeraferð til Toscana. Þetta verður sannarlega ógleymanlega ferð. Fararstjóri verður Halldór E. Laxness sem gjörþekkir héraðið. Meðal annars verður farið til Flórens, Pisa, Lucca, Siena og Monte Carlo. TOSCANA SÉRFERÐ BORGARFERÐ SÓLARFERÐ Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með morgun- og kvöldverði. Skoðunarferðir og akstur. Íslensk fararstjórn allan tímann. Verð á mann í tvíbýli 125.900 kr. Verð á mann í tvíbýli frá 199.900 kr. Fullt fæði Skráðu þig í NET- KLÚBBINNá expressferdir.is Finndu okkur á Facebook! Skráðu þig í Netklúbb Express ferða og þú gætir unnið ferð fyrir tvo til Costa Brava! Flug og gisting í viku. Dregið 15. júní. FERÐA LEIKUR BÓKAÐU NÚNA! TAKMARK AÐ SÆTAFRA MBOÐ  AlgArve SandStrendur og menning í bland Afþreying fyrir alla fjölskylduna í Portúgal F lugið til Algarve er með þeim stystu sem völ er á frá Íslandi til að komast í sól, sem hentar barnafjölskyldum einstaklega vel,“ segir Björn Guðmundsson, markaðsstjóri Vita ferðaskrifstofu. „Algarve-héraðið býður upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Þar eru bæði fallegar hvítar sandstrendur, djúp og rík menning, fjölbreytt mannlíf, sædýragarðar með höfr- ungum og sæljónum, vatnsrennibrautagarð- ar og svo auðvitað golf. Veðrið er eins og best væri á kosið því Atlantshafið sér fyrir þægilegri golu. Við fljúgum beint á Faro- flugvöll en þaðan er stutt bæði til Albufeira og Portimao. Hér er bæði hægt að upplifa strandbæjarlíf og fara í stuttar skoðunarferð- ir upp í fallegu litlu fjallaþorpin í kring. Að auki er aðeins rúmlega tveggja tíma akstur til Lissabon og tveggja og hálfs tíma akstur til Sevilla. Við fáum líka oft spurninguna „eru einhverjar Hennes & Mauritz verslanir í Portúgal?“ Og svarið er já, það er glæsileg „HM“-verslun í Portimao og akstur þangað frá Albufeira tekur aðeins um 35 mínútur! Við bjóðum upp á vikulegar ferðir til Algarve sem hefjast í maí.“ Frábærir gistimöguleikar Færst hefur í vöxt að fólk ferðist um í stærri hópum þar sem bæði ömmur, afar, frænkur og frændur eru með í för. Björn segir Vita bjóða upp á mikla breidd í gistimöguleikum. Bæði sé hægt að gista á hefðbundnum hótel- herbergjum með hálfu eða heilu fæði nú eða leigja stórar íbúðir þar sem pláss er fyrir alla fjölskylduna saman og gestir sjá sjálfir um matseldina. Allt eftir því hvað hentar best. Fara má í skipulagðar skoðanaferðir um ná- grennið en einnig er algengt að fólk leigi sér bíl og kanni svæðið upp á eigin spýtur. „Þá eru fararstjórar okkar að sjálfsögðu alltaf tilbúnir til að svara spurningum og aðstoða fólk við að skipuleggja ferðirnar. Svæðið er auðvitað þekkt fyrir menningu sína og sögulegar minjar, allt frá tímum Rómverja, glæsileg hótel,frábæra matargerð og fal- legar strendur,“ segir Björn. Menning og flottar verslanir Auk þess að flatmaga á ströndinni býður Algarve upp á fjölbreytta afþreyingu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, heldur Björn áfram: „Hægt er að fara í gokart, skoða fjallabæinn Guia, sem er upphafsbær Pírí Pírí-kjúklingsins, skjótast í stórverslanir eða rölta rólega um verslana- götur Albufeira. Ekki má heldur gleyma glæsilegum golfvöllunum þar sem auðveld- lega er hægt að gleyma sér á heilu og hálfu vikurnar. Vegalengdir og fjarlægðir eru heldur ekki miklar og því er hæglega hægt að fara í dagsferð til Lissabon eða Sevilla til að skoða iðandi mannlíf og menningu. Se- villa er höfuðborg Andalúsíu á Suður-Spáni og býður bæði upp á frábært menningarlíf, sjarmerandi göngugötur og flottar verslanir. Lissabon, sem oft hefur verið kölluð Hvíta perlan í suðri er heillandi borg þar sem hægt er að skoða forna listmuni og nútímalist á söfnum á borð við Gulbenkian safnið, Nú- tímalistasafnið og Berardo hönnunarsafnið ásamt því að þramma um þröng steinilögð stræti, hvíla lúin bein á götuveitingahúsum og svo mætti lengi telja.“ Veðrið er eins og best verður á kosið í Algarve-héraðinu, hvítar strendur og fjölbreytt mannlíf. KYNNINg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.