Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 36
Sumarið er tíminn taktu til hendinni í garðinum! BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Komdu til okkar og fáðu hugmyndir fyrir garðinn þinn. Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is b m va ll a .is Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslags arkitekt okkar, veitir viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð við mótun hugmynda og útfærslu. Ráðgjöfin er án endurgjalds til 1. júní nk. Eftir 1. júní eru greiddar 6.000 kr. fyrir ráðgjöfina. Ráðgjöfin fæst endurgreidd ef vörur til framkvæmdanna eru keyptar hjá BM Vallá. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og pantaðu tíma. PIPAR\TBW A • SÍA • 11 1240 Hjólbarðaþjónusta Dugguvogi rvK austurvegi selFoss pitstop.is www HelluHrauni HFjrauðHellu HFj 568 2020 sÍMi suMarDeKKin Fyrir bÍlinn þinn Fást Hjá pitstop! FólKsbÍla-, jeppa- og senDibÍlaDeKK. Eftirlegukind Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Í Te ik ni ng /H ar i Íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýja tækni, sagði forstjóri stærsta íslenska upp- lýsingatæknifyrirtækisins hérlendis í blaða- viðtali á dögunum. Hann benti í leiðinni á að mörg þeirra tækja sem okkur virðast ómiss- andi í dag eru ekki gömul, eða sá hugbún- aður sem þeim stýrir. Um tveir áratugir eru síðan fartölvan og farsíminn komu á markað og netið sjálft, samskiptamáti nútímans, er aðeins fimmtán ára. Hugbúnaður eins og fésbókin, twitter og önnur samskiptaforrit eru rétt fimm ára gömul, bætti hann við. Þessi góði forstjóri hefur án efa rétt fyrir sér en varla hefur hann, í lýsingu á tækni- gleði og nýjungagirni Íslendinga, hugsað til gamals skólabróður úr menntaskóla, pistilskrifarans, sem síðastur allra sinna heimilismanna fékk sér farsíma. Hvað lítt tæknisinnaðan skólabróðurinn varðar skal því þó haldið til haga að nokkuð er liðið á annan áratug síðan ég eignaðist apparatið og hef allan þann tíma getað svarað jafnt og hringt – og auk þess sent og lesið smáskila- boð. Þá kann skrifarinn að leita í símaskrá farsímans og getur, ef hann er með gler- augun á nefinu, séð hver er að hringja. En þróun símtóla og símatækni er ör. Þar hef ég setið eftir enda síðasti farsími minn orðinn sex eða sjö ára gamall. Það þykir þeim sem að mér standa vera forngripur, þar sem eiginkona, börn og tengdabörn sitja eða standa með snjallsíma í hönd starandi á skjái á flugi um óravíddir netsins. Athuga- semdum í minn garð verður að taka með ró hins lífsreynda manns sem var í sveit þar sem símhringingin var einfaldlega þrjár stuttar og ein löng. Ekkert rafmagn, engin rafhlaða, bara sveif á trékassa á vegg og svart símtól með krækju. Allir í sveitinni gátu hlustað. Síminn var því samskipta- og fjölmiðill og hefur ekki náð þeirri stöðu á ný fyrr en alveg á síðustu árum. Börn mín og tengdabörn eru sem betur fer of ung til þess að muna eftir slíkum dýrðardjásnum en spyrja eiganda hins forna farsíma samt að því annað slagið hvort ekki væri til bóta að fá skífu á símann – og þá með stórum tölustöfum. Takkasímar réðu að vísu ríkjum í þeirra ungdæmi en einhvers staðar hafa þau trúlega séð mynd af skífusíma. Viðmótið er svipað í vinnunni nema þar horfa samstarfsmenn á eiganda gamla sím- ans í þögulli vorkunn, milli þess sem þeir sækja og senda póst með nýtísku símum sínum, leita þangað allra mögulegra og ómögulegra upplýsinga, horfa á myndir og hlusta á tónlist – auk þess nýjasta sem ég ber ekkert skynbragð á, sem app heitir – eða öpp í fleiritölu. Fésbók hef ég leitt hjá mér þótt ég þykist vita að þar úti sé heill samskiptaheimur sem ég er að missa af. Undarlegust þykja mér svokölluð „like“ – eða „læk“ á hinu ylhýra tungumáli. Ef ég skil málið rétt ýta menn á læk-hnapp fésbók- arinnar líki þeim eitthvað. Furðu- legast var þegar tugir „læka“ birt- ust við andlátsfregn gamallar konu á Vestfjörðum. Ég þykist vita að þeir sem ýttu á „lækið“ hafi verið að votta hinni látnu konu virðingu sína fremur en þeim hafi líkað það sérstaklega vel að blessuð konan hvarf yfir móðuna miklu. Um kerfi örbloggsins twitter veit ég lítið – en sá þó blaðamenn netmiðla fara hamförum í slíkum sendingum þegar forseti Lands- dóms bannaði beinar útsendingar frá réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde. Svo þeirri tækniþekkingu sem ég bý yfir sé til skila haldið get ég skammlaust notað tölvu í vinnu og heima. Bærilegur er ég einnig í tölvupóstsamskiptum og algeng- ustu leitarvélum á netinu. Annað dugar víst ekki. En það eru ekki bara börn og tengdabörn sem hafa skilið mig eftir í jóreyk tækninnar. Ég tek líka eftir því að barna- börnin eru ekki kom- in nema á annað eða þriðja ár þeg- ar þau handleika fullkomnustu farsíma foreldra sinna og undra- tækin I-pad, eða hvað það ágæta dót heitir. Þar horfa þau á alls konar fínirí ætlað börnum og þegja á með- an. Það er væntanlega tilgangur for- eldranna með því að lána börn- unum rándýr tækin. Ég hef ekki náð lengra í tækni- legum samskiptum við barnabörn- in en að kveikja á barnaefni sjón- varpsstöðvanna á helgarmorgnum eða setja disk með Skoppu og Skrítlu í spilarann. Örlítið sakna ég gömlu sjónvarpstækjanna sem voru með einum takka, kveikja og slökkva. Látum það þó vera þótt ein fjarstýring fylgi sjónvarpi. Það er að sönnu þægilegt að þurfa ekki að hreyfa sig úr sófanum til þess að skipta um stöð. Verra er hins vegar fjarstýringafargan það sem fylgir öllum þeim tólum sem brúk- uð eru í tengslum við sjónvarps- gláp. Ýti maður á vitlausan takka þar er hætt við að endirinn verði snjókoma og hríð á skjánum, svo kalla verði til vélstjóra til björgun- ar, að minnsta kosti eiginkonuna. Hún hefur náð lengra á tæknisvið- inu enda leita barnabörnin frekar til ömmu en afa þegar kemur að flóknari tólum en sjónvarpinu sjálfu. Hvort persónulegra framfara í tæknimálum er að vænta skal ósagt látið en sennilega kemst ég ekki hjá því að endurnýja farsím- ann innan tíðar. Forngripurinn er lúinn orðinn. Þá er aldrei að vita nema maður splæsi í einn tæknilegan – og komist þannig í siðaðra manna tölu á ný – hvort sem tekst að læra á græjuna eður ei. 36 viðhorf Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.