Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 12
Þú leggur línurnar létt&laggott S alvör Nordal átti sæti í starfshópi um sið- fræði og starfshætti sem vann með rann- sóknarnefnd Alþingis og ritaði 8. bindi skýrslunnar. Í skýrslu starfshópsins eru 58 ábendingar um það sem betur má fara í stjórnmálalífinu, viðskiptum, starfsháttum fjölmiðla og háskólasamfélagsins sem og samfélaginu al- mennt. Tillögurnar spanna breiðan skala, allt frá því að tryggja þurfi að óháð mat fari fram á mögulegum eigendum bankanna yfir í að þjóðin þurfi að endur- skoða þá neysluhyggju sem hér hafi verið ríkjandi og gerði það að verkum að fjármálaáfallið varð mörgum fjölskyldum og einstaklingum þungbærara en ef meiri hófsemd væri í lífsmáta. Þessar 58 ábendingar voru kynntar sem lærdómur sem þjóðin mætti draga af hruninu. Lítill vilji til breytinga „Ég var að vonast til að þjóðin drægi lærdóm af hruninu, tæki því alvarlega og það yrði hvati til breytinga. Við erum hins vegar ekki að draga þann lærdóm af hruninu sem við þyrftum,“ segir Salvör. Hún bendir á að margar af þeim ábendingum sem fram koma í skýrslu starfshópsins varði málefni sem þjóðin hafi glímt við um langa hríð og verði því ekki breytt á einni nóttu. „Það eru mikil vonbrigði að við virðumst enn glíma við sama vanda og sem kom hvað oftast fram í skýrslunni og ég sé ekki nægilega mikinn vilja til breytinga. Einn megin lærdómurinn er að við þurfum að vanda mun betur undirbúning mála og stefnumótun. Í hverju málinu af öðru skortir verulega á það. Við glímum við það sem smáþjóð að okkur tekst ekki að móta okkur stefnu í veigamiklum málum, við sjáum ekki fyrir endann á málum sem við förum af stað með og það verður til þess að þau steyta á skeri aftur og aftur,“ segir Salvör. Hún nefnir Landsdómsmálið sem dæmi um þau vinnubrögð sem hér ríkja. „Dómurinn í Landsdómi er engin niðurstaða í uppgjörinu við hrunið. Að mínu mati var þessi leið ekki sú rétta og þingið brást í að taka af myndarskap á skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Þess í stað snerist málið upp í ásakanir á hendur einum ráðherra. Hættan við þessa ásakanaleið er að fólk fari í vörn sem verður síðan til þess að liðaskipt- ingin verður mjög skýr og skotgrafirnar dýpka. Landsdómur var ekki rétta tækið til að gera upp bankahrunið eins og sumir hafa gefið í skyn. Það gat aldrei orðið sátt eða niðurstaða í málinu eins og það var lagt upp. Mistök við stjórnlagaþing Landsdómur er þó aðeins eitt mál af mörgum dæmum um þá skotgrafaumræðu sem hér tíðkast Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræði- stofnunar Háskóla Íslands og formaður stjórnlagaráðs, segir að þjóðin sé ekki að draga þann lærdóm sem skyldi af hruninu. Íslendingar séu fastir í skotgröfum átakastjórnmála með skýrar átakalínur þar sem stríðandi fylkingar valda því að hvert málið á fætur öðru steytir á skeri. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hana um siðfræðina í íslenskum stjórnmálum og þörfina á breyttri stjórnmálamenningu. í stjórn málunum og bera þar allir ábyrgð. Annað sé stjórnlagaþingsmálið sem einkennst hefur af mistökum á mistök ofan í undirbúningi málsins. Að auki hefur umræðan einkennst af pólitískum flokkadráttum í stað efnislegrar umræðu um tillögur stjórnlagaráðs, sem hefur verið nær engin, hvorki í samfélaginu né á Alþingi sjálfu. „Brotalöm var á löggjöfinni varðandi kosningar til stjórnlagaþings sem varð til þess að þær voru ógiltar. Það sem tók við var hins vegar ekki mótað til enda sem leiðir meðal annars til þess að það hefur nánast engin efnisleg umræða farið fram um tillögur stjórnlagaráðs eftir að við skiluðum þeim af okkur,“ bendir Salvör á. „Við bjuggumst við umræðu um málið, einhvers konar greiningu á tillögunum og áframhaldandi vinnu við þær. Í stað þess sigldi málið í strand. Ekkert samkomulag er um hvernig vinna skuli málið áfram. Fyrir bragðið fellur málið í farveg átakastjórnmálanna þar sem hver ber sakir á annan og er allt eins víst að málið dagi uppi. Það vantaði að málið væri lagt upp frá byrjun til enda þannig að við gætum séð hvernig við ættum að komast þangað sem ferðinni er heitið.“ Stöðugt á byrjunarreit Fyrir vikið er eins víst að við missum af dýrmætu tækifæri til að gera þær nauð- synlegu breytingar á stjórnarskránni sem talað hefur verið fyrir í áratugi. Við munum ekki setja inn í stjórnarskrá ákvæði um auðlindir fyrr en að fimm árum liðnum í fyrsta lagi, náist það ekki núna. En það mál hefur verið í umræðu í fjölmörg ár án nokk- urrar niðurstöðu. Við munum ekki ná að skilgreina betur hlutverk og stöðu forsetans og málskotsréttarins eða setja inn ákvæði um framsal fullveldis og þjóðar- atkvæðagreiðslur. Það er eins og við séum að spila Matador og alltaf að lenda aftur á byrjunarreit, því það var ekki hugsað fyrir því í upphafi hvert við værum að fara. Það er slítandi fyrir umræðuna að vera alltaf að tala um það sama og ná ekki að fara á næsta áfanga og þróa umræðuna áfram,“ segir Salvör. Aðspurð segist hún ekki hafa skýringar á því hvers vegna málefni stjórnarskrárinnar sé svona statt. „Það eru mjög mörg önnur stór mál í gangi og auðvitað er þetta margþætt og flókið mál og tillögurnar fela í sér viðamikl- ar breytingar. Ég hef alltaf litið svo á að til- lögur okkar væru áfangi að nýrri stjórnar- skrá og að það yrði að vinna þær áfram. Ég átti því von að meiri efnislegri umræðu og skýrum breytingartillögum af hálfu þings- ins. Kannski þarf þetta mál lengri tíma, við þurfum þá hins vegar samkomulag milli flokka þannig að það dagi ekki uppi. Það er að minnsta kosti ljóst að aldrei í sögu Ekkert lært af hruninu Framhald á næstu opnu Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is 12 viðtal Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.