Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 31
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Geðveikar hetjur! hvaða geðvandamál hrjáðu gunnar, hallgerði, njál og skarphéðin? Óttar Guðmundsson geðlæknir svarar þessari spurningu og mörgum öðrum í bók sem á engan sinn líka! Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla Torino H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað ég var í. Og þegar ég kom aftur til vinnu þarna um haustið fann ég fyrir streitunni og tók aukalega tveggja mánaða veikindaleyfi. Þannig að ég byrjaði ekki að vinna aftur fyrr en nú í nóvember,“ segir hún. „Ég notaði blómadropa, fékk nýja og nýja blöndu eftir því hvað ég var að fást við. Svo á ég óskaplega góðar vinkonur sem hafa verið með mér í þessum óhefðbundnu pælingum í mörg herrans ár. Þær skildu mig og studdu án þess að taka af mér völdin. Þær fóru með mér í að breyta mataræðinu. Ég notaði mikinn tíma í það,“ segir Hólmfríður sem þó hafði tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl. Með sýrðan líkama „Ég skokkaði, gekk og var mikið í útivist og hélt því áfram að fullu. Ég hef alltaf verið mikil útivistarmann- eskja. Ég hafði stundað heilbrigt líferni og kannski óvenju heilbrigt, því ég hef verið mikil áhugamann- eskja um matarræði og lærði um “living food” fyrir nokkrum árum. En smám saman rennur maður út úr því en þarna fór ég aftur inn á þá braut,“ segir hún og leggst á allar árar til að halda pH-gildi líkamans í jafnvægi. „Líkami minn mældist mjög hár í sýru og ég fann það vel á því hvað ég þoldi orðið illa ákveðinn mat. Ég þoldi til dæmis alls ekki að drekka rauðvín. Eftir hálft glas var ég orðin veik. Það fannst mér leiðinlegt,“ segir Hólmfríður sposk. „Ég gat alls ekki drukkið hvítvín eða kaffi. Við erum alltaf að borða mat sem er súr en ég fékk lista yfir hvert pH-gildi matarins er og fór að vinna eftir því. Uppistaðan er fyrst og fremst grænmeti og baunir. Til dæmis eru fiskur, kjöt, brauð, bjór, hvítvín, rauðvín og kaffi eru á hinum ásnum; með allt of hátt sýrustig,“ segir hún. Heilun, dropar og nálastungur „Ég sótti í læknamiðlun. Ég var hjá hjúkrunarfræðingi, Gyðu Páls- dóttur, sem hefur lært miðlun, nálastungur og blómadropaþerapíu og notar það saman. Það var ótrú- lega skemmtileg og merkileg lífs- reynsla. Í hvert skipti sem ég kom í nálastungurnar voru þar „mættir“ þrír læknar; alltaf sömu læknarnir, einn blóðmeinafræðingur og tveir læknar. Þeir stýrðu að mjög miklu leyti þeim ráðum sem ég fylgdi. Það sem mér fannst svo merkilegt er að þessi ráð sem ég fékk þar voru þau sömu og ég hafði lesið um í þessum óhefðbundnu fræðum og það sem Hallgrímur [Magnússon læknir á Heilsugæslunni í Hvera- gerði] hafði gefið mér. Það sem hann var að segja mér stemmdi við það sem „hinir dauðu læknar“ sögðu. Það fannst mér merkilegt og gaf mér heildarsýn,“ segir Hólm- fríður. „Svo stundaði ég jóga grimmt eftir að ég kom frá Indlandi, til að koma jafnvægi á allar orkustöðv- arnar. Ekki bara brautirnar í líkam- anum heldur líka á orkustöðvarnar sem að stjórna ákveðnum líffærum. Allt þarf þetta að vera í jafnvægi. Þetta er það sem ég gerði og það sem ég mun halda áfram að gera. Ég þarf að hafa fyrir því að halda líkamanum í jafnvægi svo ég þurfi ekki að takast aftur á við þetta krabbamein.“ En hvað tekur það langan tíma? „Þetta getur tekið nokkur ár. Ég veit það ekki,“ svarar hún. Hugurinn sýkir líkamann En hvað kom þér úr jafnvægi og varð til þess að þú fékkst krabba- mein? „Ég hallast að þeirri kenn- ingu, sem er sprottin úr þessum óhefðbundna heimi, að allir sjúkdómar eigi upphaf sitt í tilfinn- ingum. Þar byrja sjúkdómarnir. Ég held að krabbamein og fleiri sjúk- dómar séu afleiðing áratuga ójafn- vægis. Það myndast einhverskonar skekkja, sem verður svo meiri og meiri. Að lokum getur myndast krabbameinsæxli eða einhverjir aðrir sjúkdómar. Orkubrautirnar stíflast, eins og kínversk lækninga- fræði kennir, og krabbamein mynd- ast, eða einhver önnur veikindi,“ segir hún. „Þess vegna ákvað ég að nýta mér nálarstungur og fór í þær einu sinni í viku í allan fyrravetur. Ég fór aðeins áður en ég fór til Ind- lands og eftir að ég kom heim. Þá voru meðal annars stíflaðar brautir opnaðar að nýju. Ég trúi því að á nákvæmlega sama hátt og þetta krabbamein er langan, langan tíma að þróast þá tekur það líka langan tíma að ganga til baka. Og ég trúi ekki á þær lækningar, sem skera, gefa lyf, geisla, bæla þetta allt saman niður og svo er það búið. Ég trúi því ekki.“ Stóð með Önnu Pálínu systur sinni Hólmfríður er Hafnfirðingur og ól þar sinn aldur, þar til hún lauk námi í Kennaraháskólanum. Hún var næstyngst af sex systkina hópi, en fimmtán árum yngri var Anna Pálína. „Hún greindist með brjósta- krabbamein þegar hún var 36 ára og dó úr því 42 ára. Elsta systir mín fékk líka krabbamein og fór í fleygskurð fyrir nokkrum árum; fjórum, fimm árum. Þær völdu lyf og geisla,“ segir hún. „Ég var búin að fylgjast með Önnu Pálínu og verið í miklum pælingum með henni. Auðvitað hafði það áhrif en ég veit ekki hvort það hafði bein áhrif á að ég hafnaði lyfjunum og geislameðferðinni,“ segir hún spurð um ástæður þess að hún valdi þessa óhefðbundnu leið að bata. „Börnin mín stóðu algjörlega með mér og fannst sjálfsagt að ég færi þessa leið. Þau reyndu ekki að hafa áhrif á mig og treystu því fullkomlega að ég væri á réttri leið. Rétt leið er bara mín leið. Það er ekki þar með sagt að hún sé fyrir einhvern annan. Hver fer þá leið sem hann trúir á. Svo eru alltaf ein- hverjir sem fyllast ótta og ætla að stjórna lífi manns. Ég passaði mig mjög á því fólki.“ Læknar hefðu viljað taka allt brjóstið Þegar ljóst var að meinið var ill- kynja ráðlögðu læknarnir Hólmfríði að fara í lyfjameðferð og geisla á eftir skurðaðgerðinni. „Þeir sögðu mér: Þetta er sú leið sem er í boði hér. En það er ekki þannig í öllum löndum. Bæði í Þýskalandi og Eng- landi getur fólk valið óhefðbundnar leiðir og þá fær fólk stuðning í því. En það er ekki í boði hér og það er miður,“ segir Hólmfríður og lýsir því að lækni hennar hafi að vonum ekki verið sáttur við að hún vildi ekki ljúka þeirri meðferð sem í boði var, en hann hafi virt skoðun hennar. „Ég fór bara í fleygskurð en hann sagði að ef ég ætlaði að sleppa geislum og lyfjum hefði ég þurft að láta taka allt brjóstið. Ég væri ekki búin í meðferðinni fyrr en ég væri búin að fara í geisla og á lyf. Og mér hugnaðist það ekki. Ég kynnti mér það mjög vel og talaði við hómópata, Hallgrím og margs- konar nálastungufólk og spurði það, las greinar og allt mögulegt og tók þá yfirvegaða ákvörðun að fara ekki í geisla. Mér hugnaðist ekki aðferðin. Ég vildi frekar sjá fyrir mér að ég væri að byggja upp og hreinsa.“ En af hverju að taka þá bara fleygskurð? „Það gerðist einhvern veginn óvart. Þeir höfðu gert ráð fyrir því að það yrði fleygskurður, lyf og geislar, en ég hafði ekki meðtekið það þannig. Ég fór því í fleygskurðinn, þakkaði fyrir og sagði þeim að nú ætlaði ég ekki að gera meir,“ segir hún. „Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að manni sé stýrt. Ég held að þetta hafi einmitt verið það rétta.“ Hver verður að fylgja sínu hjarta En breytir krabbamein lífinu? „Já, auðvitað breytir það. Ætli það breyti ekki álíka og þegar fólk eign- ast barn. Þá ertu allt í einu komin með allt annað verkefni í hendurn- ar og það fer öll þín orka og hugsun í litla barnið til að byrja með. Það gjörbreytir lífi þínu. Þú færð annað viðhorf til alls. Ég tel að þetta sé ekki ósvipað. Og það sem þú lendir í breytir viðhorfi þínu. Þroski er til góðs. Auðvitað breytir þetta lífi manns. En ekki á neikvæðan hátt.“ En ráðleggur þú fólki að fara þessa leið? „Nei, ég ráðlegg öllum að fara eftir hjartanu. Ég trúi al- gjörlega á þessa leið, en það er ekki þar með sagt að hún virki fyrir alla. Ég hafði fólk í kringum mig, vinkonur og vini sem gátu stutt mig en það er ekkert innan heilbrigðis- kerfisins sem styður þessa óhefð- bundnu leið. Það er ekkert auðvelt fyrir fólk sem stendur eitt og með allt fjölskyldubatteríið inni í ótta og dramatík að ætla að ganga á móti straumnum. Þú þarf að hafa stuðn- ing í því sem þú ert að gera, sama hvað það er. Þetta var rétt leið fyrir mig og svo velur hver fyrir sig. Mér finnst skipta máli að taka ábyrgð.“ En fyrir finnur þú fyrir þreytu? „Nei. Krabbameinið er farið, en hvort það kemur aftur? Það veit ég ekki. En það fór. Það var skorið í burtu og svo er það vinnan hjá mér að passa að það komi ekki aftur. Ég er enn að vinna að því og verð allt mitt líf.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.