Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 30
ur maður inn í heilaga orku. Þar fór ég í jóga í tvær klukkustundir á hverjum einasta degi og í heilun á hverjum degi. Ég notaði tímann í að koma jafnvægi á líkamann. Ég ákvað að ég þyrfti að hreinsa hann algjörlega; út frá mataræðinu og koma jafnvægi á sýrustigið. Það var langt yfir eðlilegum mörkum. Og ég þurfti að hreinsa huga og sál, því allt er þetta ein samhangandi heild.“ Hólmfríður hafði dregið að fara til læknis í nokkra mánuði áður en hún greindist. „Ég var búin að finna fyrir ójafnvægi, þreytu, orkuleysi og ýmsu sem var mér ekki eðlis- lægt. Ég taldi mig vita af þessu meini,“ segir hún. „Svo loksins fór ég og því kom niðurstaðan mér ekki á óvart. Viku seinna fór ég í ómun sem staðfesti að þetta var alvöru. Og auðvitað bregður manni og fær sjokk en ég upplifði þetta á svolítið sérkennilegan hátt. Ég upp- lifði þetta sem verkefni sem ég bæri ábyrgð á. Ekki ósvipað eins og ef maður væri með veikt barn í fang- inu: Nú ert það þú sem berð ábyrgð á þessu veika barni. Það þarf hvorki að vera erfitt eða leiðinlegt. Það þarf bara að taka af alvöru á málinu og af ábyrgð.“ Tók mánuði í að útiloka ótta Hún fann til ótta. „Þess vegna þurfti ég að loka á hann. Og ég lagði mjög mikla vinnu – margra mánaða – í það að eyða óttanum. Það er óskaplega auðvelt að toga mann inn í ótta og dramatík. Óttinn getur hreinlega drepið fólk. Hann er bráðdrepandi. Ég skynjaði það mjög sterkt að ég þyrfti að eyða honum. Ég fann rosalegan ótta gagnvart heilbrigðiskerfinu og því að það ætlaði að keyra mig ein- hverja ákveðna leið. Það eru alltaf ákveðnir einstaklingar sem draga þig inn í óttann og dramatíkina og næra bæði sjálfa sig og mann sjálf- an á óttanum. Ég þurfti að útiloka ákveðið fólk. Ég þurfti að útiloka ákveðnar aðstæður,“ segir Hólm- fríður þegar hún fer yfir fyrstu mánuði baráttunnar við brjósta- krabbameinið. „Ég vildi til dæmis ekki hitta lækninn inni á spítalanum, því þar fannst ég að ég væri komin inn í eitthvert óttaumhverfi,“ segir Hólmfríður sem náði að bægja ótt- anum frá. Það tók ekki styttri tíma að vinna á streitunni. „Já, ég fór í veikindafrí strax og ég greindist. Ég byrjaði í veikinda- fríinu á Indlandi og var svo í fríi fram í ágúst. Ég þurfti að glíma við streitu og þurfti að losa mig út úr henni og streitumynstrinu sem Ég trúi því að á nákvæmlega sama hátt og þetta krabbamein er langan, langan tíma að þróast þá tekur það líka langan tíma að ganga til baka. Og ég trúi ekki á þær lækningar sem skera, gefa lyf, geisla, bæla þetta allt saman niður og svo er það búið. Ég trúi því ekki. „Nýleg grein í virtu læknablaði greinir frá því að flestir sem deyja af krabbameini deyja af aukaverk- unum af meðferðinni sjálfri sem notuð er til þess að lækna. Það eru fylgikvillar meðferðarinnar sem valda mesta tjóninu,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir, á Heilsugæslustöðinni í Hveragerði. Hann hefur að- stoðað Hólmfríði Árnadóttur við að ná bata af brjósta- krabbameini. „Þú býrð til þitt krabbamein sjálf/ur í þínum eigin líkama. Það kemur ekki fljúgandi og tekur sér ból- festu í líkama þínum. Það er rangur hugsunarháttur. Allt í þessu lífi hefur sínar orsakir og afleiðingar.“ Hallgrímur hefur verið umdeildur í gegnum tíðina. Hann er einn leiðtoga óhefðbundinna lækninga en hefur jafnframt á stundum verið þyrnir í augum læknayfirvalda. „Þegar að líkaminn veikist á tá eða haus er allur líkaminn veikur. Það þýðir ekki að meðhöndla þann litla blett heldur líkamann sem heild. Við erum jú andi, sál og líkami,“ segir hann. Nútímalæknisfræði er háð tækninni og margir halda að allt sé unnið með því að nota hana,“ segir Hallgrímur. „Eins og einn Bandaríkjaforsetinn sagði fyrir 20 til 30 árum. Enginn maður ætti að fara í krabbameinsmeðferð, því það að brenna, eitra og skera getur ekki verið mannleg læknisfræði,“ segir  NútímalækNiNgar Nútímalegar eða afturhvarf til fortíðar? Fylgikvillar leiða oft til dauða Hallgrímur Magnússon læknir segir frá óhefðbundnum lækningum. Hallgrímur Magnússon læknir á stofu sinni á Heilsugæslunni í Hveragerði. Mynd/Hari hann. „Geislar gera ekki annað en að brenna, svo er meinið skor- ið og lyfin mörg hver það eitruð að þau væru ekki notuð í stríði. Við Hólmfríður vinnum hins vegar í að auka lífskraftinn hjá henni, hjálpa henni að hreinsa líkamann.“ Hallgrímur heldur því fram að skorti líkamann eitthvað verði eitrun. „Ef þig skortir vítamín, steinefni eða lífskraft safnast upp eitur hinum megin við línuna og líkaminn verður súr. Sagt var á tímum Móses að gallsýrurn ar væru í raun sverð dauðans – þeir gengu svo langt.“ Hallgrímur segir að það taki krabbamein mörg, mörg ár að myndast. „Mjög erfitt er þó að mæla hvort líkaminn er súr.“ Langbest sé að sjá það á augun- um. „Augun eru spegill að þessu leyti. Við getum séð í blámanum í augunum hvort hann sé hvítur, götóttur og hversu djúpt líkam- inn er sokkinn.“ Hallgrímur segir að alltaf sé hægt að snúa þróuninni við en þá þurfi að hjálpa fólki að ná viðsnúningnum. Mjög margar virtar erlendar heilsusjúkra- stofnanir vinni að því. Víða um veröld sé fólk að fást við þessa sömu hluti. „Það er fólk að ná frábærum árangri án geisla og lyfja á klínikum í Bandaríkjum og Evrópu.“ Hallgrímur segir að sjálfsögðu svo margt sem spili inn og ekki hægt að telja það upp hér. Til að mynda skipti hugarfarið afar miklu. „Hugsanir skiptir máli. Þær eru sterkari en orð eða vopn.“ Þá þurfi líkaminn kalíum. Vanti það geti blóðið kalkað. Öndun þurfi að vera rétt. Um- hirða húðarinnar skipti miklu og að gefa líkamanum hvíld frá áti svo lifrin fái tóm til að vinna; best frá fimm eða sex á kvöldin. „Það er stöðugt búið að fræða okkur á því að éta, drekka og skemmta sér og koma svo til kerfisins þegar eitthvað klikkar. Þá er ekki kerfið í stakk búið til að hjálpa okkur,“ segir Hall- grímur sem hefur hjálpað fólki í baráttunni við krabbamein í yfir tuttugu ár. -gag 30 viðtal Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.