Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 34
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. B Blað hefur verið brotið í sögu þjóðkirkjunn- ar með biskupskjöri Agnesar M. Sigurðar- dóttur. Þjóðkirkjan er íhaldssöm stofnun sem sést best á því að kona tók ekki við prestsembætti fyrr en árið 1974. Það eru því jákvæð tíðindi þegar kona tekur við sem prestur prestanna, leiðtogi þjóðkirkj- unnar. Agnes hlaut rúmlega 64 prósent at- kvæða í biskupskjöri. Það fer saman við vilja þjóðarinnar en í nýlegri könnun Gallup kom fram að um 60 prósent landsmanna vildu hana sem næsta biskup. Þjóðkirkjan hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Þegar Karl Sigurbjörnsson tilkynnti á kirkjuþingi síðast- liðið haust að hann hygðist láta af biskupsembætti kom fram að svokallað biskupsmál hafi verið sársaukafullt og átakamikið í kirkjunni. Í viðtali í framhaldi ákvörðunarinnar kom fram hjá Karli að mál forverans, Ólafs Skúlasonar, hefði átt þátt í ákvörðuninni um að hætta. Átökin hafa leikið þjóðkirkjuna grátt. Árið 1998 voru tæp 90 prósent landsmanna innan vébanda hennar en í fyrra var hlut- fallið komið niður í tæp 78 prósent. Sé aðeins litið til úrsagna tveggja síðustu ára þá voru þær 4.242, þar af 2.425 í fyrra. Karl biskup mætti því mótlæti, einkum á síðari hluta biskupsferils síns. Það sést meðal annars af könnun Gallup frá haustinu 2010 sem sýndi að rúm 24 prósent landsmanna voru ánægð með störf biskups en rúmlega 43 prósent óánægð. Tæplega þriðjungur var hvorki óánægður né ánægður. Þetta var viðsnúningur frá sambærilegri könnun sex árum fyrr. Þá voru 62 prósent landsmanna ánægð með störf biskups en tæplega 10 prósent óánægð. Karl biskup losnaði aldrei við mál forverans. Það hefur fylgt honum sem skuggi alla embættistíðina. Agnesar M. Sigurðardóttur bíður ærið verkefni. Aðspurð af starfandi prestum í aðdraganda biskupskjörs um það hvort nálgast ætti þá sem sagt hafa sig úr þjóð- kirkjunni, sagðist hún vilja kynna sér ástæður uppsagnanna. „Eru þær vegna þess að fólki er sama hvort það tilheyrir henni eða ekki? Eru þær vegna þess að fólki ofbýður framganga þjóna hennar? Eru þær vegna þess að engin önnur leið er til þess að koma almennri óánægju á fram- færi? Eru þær vegna trúleysis? Við eigum að leggja okkur fram um að framganga sé þannig að fólk vilji tilheyra kirkjunni áfram og vilji tilheyra henni á nýjan leik.“ Væntingar til hins nýja biskups eru miklar, konunnar sem braut ísinn. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, horfði fram á veginn og sagði meðal annars í grein í aðdraganda vígslubiskupskjörs í fyrra, en þau orð eiga ekki síður við nú: „Það gefur auga leið að aukinn trúverðugleiki vinnst með því að kjósa konu til að gegna biskupsembætti.“ Síðar bætti hann við: „Það skiptir sköpum að konan sem valin verður hafi tekið þátt í þeirri fjölþættu samfélagslegu umræðu sem kirkjan verður að taka vaxandi þátt í á komandi árum. Öðlist þjóðkirkjan ekki sterkari rödd á því sviði alveg á næstunni er hætt við að hún einangrist til fram- búðar.“ Jafnræði, umhyggja og samstaða voru einkunnarorð Agnesar fyrir biskupskjörið. Það er í þágu þjóðarinnar að bærileg sátt sé um það trúfélag sem mikill meirihluti hennar tilheyrir, þrátt fyrir allt sem á und- an er gengið. Að koma þeim friði á verður verkefni Agnesar biskups. Þjóðkirkjan Aukinn trúverðugleiki Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is M eginhlutverk skatta er að afla ríkinu tekna til að standa undir velferðar- kerfinu. Hagsmunir neytenda felast í því að skattkerfið sé einfalt, hlut- laust, gagnsætt og skilvirkt, enda er sá háttur til þess fallinn að stuðla að heilbrigðri samkeppni og bæta verðskyn neytenda. Núverandi skipan vörugjalda uppfyllir ekki þessi skilyrði og byggir í mörgum tilvikum á afar veikum og handa- hófskenndum grunni. Þegar Ísland gekk í EFTA 1970 og tollar voru afnumdir af fjölmörgum vörum, var ákveðið að setja á vörugjöld til að vernda innlenda framleiðslu í til- teknum vöruflokkum. Vörugjöldin hafa hins vegar ekki staðist tímans tönn og uppbygging þeirra er rugl- ingsleg og handahófskennd. Betri hagur ríkissjóðs Álagning vörugjalda færir ríkis- sjóði milljarða í tekjur á ári. Þegar jafnaðarmenn tóku við rekstri ríkis- sjóðs var hallinn 220 milljarðar króna en á næsta ári mun skapast jafnvægi í rekstri ríkissjóðs og skuldasöfnun verður hætt. Það er mikilvægt markmið enda ótækt að sjötta hver króna af skatttekjum fari til greiðslu vaxta af skuldum. Mikilvægasta verkefni jafnaðar- manna hefur því verið að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs svo hægt sé að eyða peningunum í skynsam- legri hluti en vexti af skuldum. Bætt staða ríkissjóðs skapar grundvöll til ýmissa breytinga á skattkerfinu. Til margra hluta ber að líta og þar á meðal álagningu vörugjalda. Hingað til hafa jafn- aðarmenn ekki viljað ráðast í umfangsmiklar breytingar á vöru- gjaldakerfinu enda ljóst að slíkt myndi líklega leiða til minni tekna ríkissjóðs til skemmri tíma. En einföldun á álagningu vörugjalda mun hins vegar að öllum líkindum leiða til aukinna skatttekna til lengri tíma, enda mun verslun þá færast til landsins í auknum mæli. Einfalt er best Ýmsar misfellur eru í lögum um vörugjöld, þar sem svipaðar vörur bera mismunandi vörugjald. Til dæmis bera sjónvarpsskjáir og tölvuskjáir með HDMI tengi 25 prósenta vörugjald en tölvuskjáir með VGA eða Dvi tengi bera ekki vörugjald. Íslenskir innflytjendur þurfa því að flytja inn eldri tækni til að forðast opinberar álögur. Þá bera brauðristir ekki vörugjald en samlokugrill bera 20 prósenta vöru- gjald. Ipod Nano er fluttur inn með 7.5 prósenta tolli og 25 prósenta vörugjaldi á meðan Ipod Shuffle er fluttur inn án allra gjalda. Þannig virðist útvarpið ráða hvort varan ber vörugjöld. Málið verður svo enn flóknara þegar Ipod tækin geta spilað myndbönd. Flóknar og óskiljanlegar reglur um vörugjöld leiða einnig til þess að kaup eiga sér frekari stað erlendis. Í raun má segja að það sé ótækt að þeir sem hafi ráð á ferðalögum geti frekar keypt vörur ódýrar en þeir sem ekki ferðast. Í sumum löndum er lagt vörugjald á fáa vöruflokka svo sem tóbak, áfengi, eldsneyti og bif- reiðar til að tekjur ríkisins standi að einhverju leyti undir kostnaði samfélagsins af notkun varanna. Sá háttur er í Danmörku og auk þess er þar lagt vörugjald á vörur sem innihalda meira en ákveðið prósent af mettaðri fitu eða sykri. Þannig liggja skýrar og gildar for- sendur að baki álagningu vöru- gjalda. Ísland á að horfa til reynslu Dana og breyta vörugjalda kerfinu í áföngum á næstu árum. Nú hefur fjármálaráðherra Samfylkingar, Oddný Harðardóttir sett í gang vinnuhóp sem vinnur að endur- skoðun á vörugjöldum þar sem markmiðið er að einfalda reglurn- ar öllum til hagsbóta. Mikilvægt er að stjórnmálaflokkar og atvinnu- lífið geti svo í framhaldinu sam- eiginlega mótað einfalt og skilvirkt kerfi vörugjalda. Skattkerfið Skrýtinn heimur vörugjalda Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ – fyrst og fre mst ódýr! 1198kr.kg Frosið lambalæri FRÁBÆRT VERÐ 34 viðhorf Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.