Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 4
 Eftirlaun óskErt laun Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Íslenskir neytendur virðast vera að jafna sig á svartsýniskasti marsmánaðar, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup. Vísi- talan hækkar um 5,6 stig og mælist nú 71,3 stig. Aðeins tvisvar áður frá hruni hefur vísitalan farið yfir 70 stig. Það var í janúar og febrúar á þessu ári, áður en svartsýnin tók öll völd í mars þegar vísitalan lækkaði um 11 stig, segir Greining Íslandsbanka. „Núna,“ segir Greiningin, „er hinsvegar bjartara yfir landanum og er vísitalan nú 15,8 stigum hærri en hún var á sama tíma í fyrra og 51,8 stigi hærri en þegar hún náði botninum í janúar 2009.“ Ennþá eru þó fleiri neikvæðir en jákvæðir en þegar væntinga- vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan fór síðast yfir 100 stig í febrúar 2008.“ - jh 5,6% hækkun á VæntinGAVÍsitölu Apríl 2012 Capasent Gallup Michelsen_255x50_A_1110.indd 1 02.11.10 10:06 Hæstaréttardómarar njóta óeðlilegra sérréttinda hæstaréttardómarar njóta sérréttinda samkvæmt stjórnarskrá þar sem þeir geta einir ríkis- starfsmanna látið af störfum 65 ára en haldið fullum launum til æviloka. ákvæðinu var upp- haflega ætlað að tryggja dómara gegn þrýstingi en hefur verið kallað eitt best varðveitta leyndarmálið um óeðlileg sérréttindi á Íslandi. Upphaflegur til- gangur þessarar reglu um afsögn dómara gegn fullum launum var ekki að tryggja dómurum sérréttindi... Í stjórnarskrá Íslands er ákvæði sem heimilar hæstaréttardómurum að hætta störfum við 65 ára aldur og njóta áfram fullra launa til æviloka. Þeir þurfa því ekki að fara á eftirlaun líkt og aðrir starfsmenn ríkisins. Á síðustu þrjátíu árum hafa sautján af tuttugu dómurum látið af störfum fyrir 67 ára aldur. Þrír hafa starfað til 67 ára aldurs eða lengur. Stjórnlagaráð hefur lagt til afnám þessarar sérreglu í tillögum sínum um breytingu á stjórnarskránni. „Upp- haflegur tilgangur þessarar reglu um afsögn dómara gegn fullum launum var ekki að tryggja dómurum sérréttindi,“ segir Gísli Tryggvason, fulltrúi í stjór- nlagaráði. Reglan var tekin úr dönsku stjórnarskránni en var breytt í Dan- mörku árið 1933 þegar þessi sérréttindi hæstaréttardómara voru afnumin þar í landi og dómarar fóru á eftirlaun við sjö- tugsaldur. „Upphaflegi tilgangurinn var að bæta dómurum þann mismun sem þá virðist hafa verið á eftirlaunarétti þeirra og annarra embættismanna þannig að þeir færu ekki á vonarvöl við starfslok og að tryggja dómara gegn þrýstingi af þeim sökum,“ bendir Gísli á. Í 61. grein stjórnarskrárinnar segir: „[...] má veita þeim dómara, sem orð- inn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.“ Í stjórnarskránni er því ekki kveðið á um að hæstaréttardómarar skulu njóta fullra launa til æviloka en hefð hefur skapast um túlkun og framkvæmd þess- arar greinar sem gerir það að verkum að hæstaréttardómarar halda fullum launum í stað þess að fara á lífeyri við starfslok. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismenn og hæstaréttardómara. Í þeim er tekið fram að lífeyrisréttur sam- kvæmt þeim eigi ekki við um þá dómara sem fá lausn skv. 61. gr. stjórnarskrár- innar. Er það eðli málsins samkvæmt því að sögn Sigurðar Líndal prófessors í lögum geta venjuleg lög ekki breytt ákvæðum stjórnarskrárinnar. Í athugasemdum við frumvarp laganna frá 2003 kemur fram að flestir dómarar við Hæstarétt hafi setið þar fram yfir 65 ára aldur en fengið þá lausn á grundvelli 61. greinar stjórnar- skrárinnar og haldið fullum embættis- launum til æviloka. Því sé talið ólíklegt að hæstaréttardómarar nýti sér ákvæði til eftirlauna samkvæmt hinum nýju lögum. Hins vegar geti þeir ekki jafn- framt notið lífeyrisgreiðslna. Lögin voru numin úr gildi árið 2009 og ofangreind- um ríkisstarfsmönnum, að undan- skildum hæstaréttardómurum, gert að lúta sömu lögum um töku eftirlauna og öðrum ríkisstarfsmönnum. Árið 1991 var gerð breyting á stjórn- arskrá Íslands og var meðal annars rætt um það á Alþingi hvort afnema ætti þessi sérréttindi hæstaréttardómara. Var niðurstaðan að gera það ekki og var ákvæðið þar með fest í sessi, að sögn Gísla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Í 61. grein stjórnar- skrárinnar segir: „[...] má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.“ undanþága vegna fjöldans hjá Vodafone Sækja þurfti um undanþágu svo 450 starfsmenn Vodafone geti haldið til árshátíðar í turninum í kópavogi á laugardagskvöld. sýslumaðurinn í kópavogi óskaði eftir umsögn bæjarins um tækifærisleyfi fyrir árshátíðina, en búist er við fimmtíu fleiri en leyfi Turnsins nær til. Bæjaryfirvöld ætla ekki að leggja stein í götu símafyrirtækisins, enda fyllsta öryggis gætt, meðal annars með tilliti til brunavarna. starfsmennirnir ætla að snæða á annarri hæðinni og dansa fram á rauða nótt. - gag hækkun launa og aukinn kaupmáttur talsverð hækkun varð á launum í mars enda hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 3,5 prósent í mánuðinum vegna kjara- samninga. laun hækkuðu um 1,1 prósent milli febrúar og mars, samkvæmt launa- vísitölu hagstofa Íslands. hækkunin kemur í kjölfar 2,1 prósenta hækkunar vísitölunnar í febrúar. Þá hækkuðu laun flestra starfs- manna á almennum vinnumarkaði um 3,5 prósent vegna kjarasamninga. Þeir vega um 70 prósent í launavísitölunni á móti 30 prósenta vægi opinberra starfsmanna. tólf mánaða taktur launavísitölunnar er kominn í 12,1 prósent, og hefur hann ekki verið svo hraður í 13 ár, eða síðan í mars árið 1998, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands- banka. Í mars hækkaði vísitala neysluverðs um 1,0 prósent og varð því 0,03 prósenta kaupmáttaraukning í mánuðinum. á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4 prósent, segir Greiningin, „og hefur kaupmáttur launa þar með aukist um 5,3% á þeim tíma sem verður að teljast talsvert.“ - jh Bjartsýni neytenda eykst á ný vEður föstudagur laugardagur sunnudagur Hægur vinDur og Sólin lætur víðA Sjá Sig. Hiti 4 til 8 Stig, en næturfroSt norðAn- og AuStAntil. HöfuðBorgArSvæðið: VestAn AndVAri, Að mestu skýjAð oG smáskúrir. rigning víðA um lAnD, SíSt þó AuStAn- og norðAuStAntil. HöfuðBorgArSvæðið: riGninG frAmAn Af deGi EN að mESTu ÞurrT SíðdEGiS SkýjAð og SkúrAleiðingAr, jAfnvel él, en léttir til SunnAn- og AuStAnlAnDS. kólnAr í Bili norðAntil. HöfuðBorgArSvæðið: skúrir, en léttir sÍðAn til. fremur sVAlt Hæglætisveður Gróðrartíð er alveg handan við hornið. Þá ég við að gróðurinn fari vel að taka við sér eftir að hafa dokað aðeins við upp á síðkastið. Vætan sem spáð er á laugardag hjálpar þar upp á sakirnar þegar skil með rigningu fara austur yfir landið. Það hlýnar líka í lofti og næturfrostið sem hefur verið algengt að undanförnu verður úr sögunni í bili a.m.k. Að vísu er útlit fyrir að kólni um tíma á sunnudag, en spár gera klárlega ráð fyrir að það hlýni á ný strax eftir helgi. 7 4 6 7 9 6 6 7 8 7 5 1 3 6 9 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.