Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 26
Flest bendir til þess að ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar og Ítalía eigi greiða leið í átta liða úrslit EM í sumar. Ljóst er þó að Króatía og Írland geta vel gert stærri liðunum skráveifu. Fréttatíminn spáir því að ekkert óvænt komi upp á og stórveldin tvö sigli áfram. Baráttan í C-riðli Írland Spá Fréttatímans: 4. sæti Íbúafjöldi: 6,4 milljónir Höfuðborg: Dublin Staða á heimslista: 18 Besti árangur á EM: 3. sæti í riðlakeppni 1988 Stjarna liðsins: Fram- herjinn Robbie Keane er leiðtogi liðsins og helsti markaskorari. Þótt hann sé kannski ekki á hátindi ferilsins treysta Írar á þennan snjalla leikmann. Frægasti leikmaðurinn: Roy Keane var á sínum tíma einn allra besti miðjumaður heims. Fáir voru jafn sterkir leiðtogar og mikilir harðjaxlar og Keane. Vissir þú að ... írska landsliðið var það fyrsta utan Stóra Bretlands (Wales, Skotland og Norður Írland) til að vinna England í landsleik á heima- velli? Írar unnu á Goodison Park árið 1949. Króatía Spá Fréttatímans: 3. sæti Íbúafjöldi: 4,3 milljónir Höfuðborg: Zagreb Staða á heimslista: 8 Besti árangur á EM: Átta liða úrslit 1996 og 2008 Stjarna liðsins: Miðjumaðurinn Luka Modric er frábær leikmaður og eftir- sóttur af stórliðum. Hann er leikinn, snöggur og með frábært auga fyrir spili. Frægasti leik- maðurinn: Marka- hrókurinn Davor Suker var á sínum tíma einn öflug- asti framherji í Evrópu. Hann skoraði 45 mörk í 69 landsleikjum og leiddi framlínu Real Madrid. Vissir þú að ... Króatía hefur ekki tapað fyrir Ítalíu í öllum fimm lands- leikjunum eftir að landið hlaut sjálfstæði árið 1990? Ítalía Spá Fréttatímans: 2. sæti Íbúafjöldi: 60,7 milljónir Höfuðborg: Róm Staða á heimslista: 12 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar 1968 Stjarna liðsins: Miðju- maðurinn Daniele de Rossi hefur verið undir smásjá flestra stórliða í Evrópu. Hann er sterkur, með mikla yfirferð og gott auga fyrir spili. Frægasti leikmaðurinn: Varnarmaðurinn Paolo Maldini átti stórkostlegan feril. Hann var í mörg ár besti vinstri bakvörður heims og vann allt sem hægt var að vinna. Vissir þú að ... markvörðurinn Dino Zoff er bæði elsti leikmaðurinn sem hefur unnið HM og lyft sjálfum bik- arnum? Það gerðist árið 1982 þegar hann var fertugur. Spánn Spá Fréttatímans: 1. sæti Íbúafjöldi: 46 milljónir Höfuðborg: Madríd Staða á heimslista: 1. sæti Besti árangur á EM: Evrópumeistarar 2008 Stjarna liðsins: Miðjumaðurinn Xavi Hernandez er sá besti heiminum. Enginn er betri í því að stjórna hraða í leik. Frægasti leikmaðurinn: Emilio Butragueno eða „Gammurinn“ eins og hann var kallaður var einn hættulegasti sóknarmaður Evrópu þegar hann var upp á sitt besta. Vissir þú að ... að tíu af ellefu leikmönnum byrjunarliðs Spánar gegn Hollendingum í úrslitaleik HM árið 2010 komu frá Barcelona og Real Madrid? Joan Capdevila, frá Villarreal, var ellefti maðurinn. Robbie Keane. Daniele de Rossi. Léttöl Léttöl í Evrópukeppnina 2012 42 dagar Emilio Butragueno. Xavi Hernandez. Luka Modric. 26 fótbolti Helgin 27.-29. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.