Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 60
 Bækur Útrás AuðAr Övu Mokar Afleggjaranum út í Frakklandi Auður Ava Ólafsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn í Frakklandi með bók sína Afleggjarinn. Alls hafa um 170 þúsund eintök selst og Auður segist sjálf ekki skilja neitt í þessari velgengni.  PlÖtudómAr dr. gunnA Fearless  Legend Rafmögnuð karl- mennska Krummi „í Mínus“ Björg- vinsson og Halldór Ágúst Björnsson eru dúettinn Legend og Fearless er plata í fullri lengd. Hún er bæði áheyrileg og grípandi – inniheldur tíu töff lög sem spígspora karlmannlega á dansgólfi – nokkuð hljóm- sveitir eins og Depeche Mode, D.A.F., Cabaret Voltaire og Nine Inch Nails hafa áður tekið snúning á. Tölvuraftónlistin er fjöl- breytt, framborin á glúrinn hátt og oft skitin út með eyðimerkurlegu goðarokki í áttina að The Cult. Krummi, sem syngur að vanda mjög vel, hljómar einhvern veginn fullorðinslegri en vanalega. Hér má finna haug af góðum lögum, en City, Violence og Devil In Me rísa hæst. Virkilega fín plata. Bæn  AMFJ Skánar eftir smábarnið Aðalsteinn Jörundsson er AMFJ og hann gerir tónlist úr tilraunadeild raf- og hávaða- skólans. Bæn er öfgaplata, sem fjöldamorðingi væri látinn hlusta á í Hollywood- mynd. Til að fæla sem flesta frá hefst Bæn á „Útburður umskiptingur“, þar sem smábarn grenjar og grenjar í kappi við rísandi hávaða. Þetta skánar nokkuð þegar á plötuna líður. Aðal- steinn syngur í nokkrum lögum ofan á taktfastan vélsmiðjuhávaðagraut og þá hljómar þetta dálítið eins og Óttarr Proppé að æpa með Reptilicus. Annað er „hljóðverkslegur“ hávaði, eins og maður hefur of oft heyrt malla undir leiðin- legum videóverkum. Þetta er frekar óspennandi plata, þótt hún eigi spretti sem nálgast það að vera spenn- andi. Boys & girls  Alamaba Shakes Fortíðin er fram- tíðin Rokkið hefur farið í marga hringi. Ameríski rokk- kvartettinn Alabama Shakes svífur nú ljúflega á vængjum hæpsins með þessari fyrstu plötu sinni. Fremst í flokki fer söngkonan Brittany Howard, sem hefur kallað á margendurtekinn samanburð við sjálfa Janis Joplin. Músíkin er suður- ríkjarokkaður sálarblús, ekki ósvipað stöff og rokkbandið The Black Crowes, sem gerði „allt vitlaust“ um 1992. Auð- velda útskýringin á Alabama Shakes er því „Janis Joplin að syngja með The Black Crowes“. Þessi plata er því vitanlega „ekkert nýtt“ en engu að síður nokkuð skemmtileg og góð. Þetta er frísklegt eins og aðeins ungt fólk sem var að finna upp rokkhjólið getur reynst. Húðdropar Dagkrem Augnkrem Náttúrulegar snyrtivörur Dr.Hauschka snyrtivörurnar eru unnar úr lífrænum og demeter vottuðum jurtablöndum sem örva náttúrulega virkni húðarinnar. Eins og allar vörurnar frá Dr.Hauschka eru húðdroparnir ekki unnir úr erfðabreyttum lífverum og eru án allra kemískra og annara óæskilegra efna eins og parabena. Fást í LIFANDI markaði, Yggdrasil, Fræinu í Fjarðarkaupum og Apóteki Vesturlands Geislandi húð á náttúrulegan hátt Þegar húðin eldist þarf hún lengri tíma til að endurnýja sig og fer smám saman að missa náttúrulega mýkt og teygjanleika. Regenerating línan frá Dr.Hauschka er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða húð og hjálpar henni að endurnýja sig á náttúrulegan hátt. É g skil ekkert í þessu. Útgef-andinn í Frakklandi sagði mér þetta og ég ætlaði vart að trúa mínum eigin eyrum,“ segir rit- höfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir sem hefur slegið í gegn í Frakk- landi með bók sinni Afleggjarinn. Alls hafa 170 þúsund eintök selst; innbundin, í kilju og á hljóðbók og segir Auður Ava að það skemmti- legasta við þetta allt sé að sennilega eru lesendurnir orðnir hálf milljón. „Þessi litla bók var nú bara skrifuð fyrir einn lesanda, þennan ímyndaða sem situr á öxlinni þeg- ar maður er að skrifa en nú hef ég misst yfirsýnina,“ segir Auður Ava. Bókin hefur fengið lofsamlega dóma í frönskum fjölmiðl- um, sópað til sín verðlaunum og Auð- ur Ava hefur ekki haft undan við að veita frönskum og öðrum evrópskum fjölmiðlum viðtöl. „Ég þarf að draga mig í hlé ef ég að geta skrifað eitt- hvað með vinnunni minni. Mér var til dæmis boðið að vera heiðursgestur á bókmenntasýningu í Buenos Aires núna í lok apríl en ég afþakkaði,“ segir Auður Ava. Og þótt góð sala þýði vænar auka- tekjur fyrir háskólalektor í listfræði þá er Auður Ava ekki farin að huga að því að helga sig skriftum alfarið. „Mér finnst svo gaman að kenna. Síðan má ekki gleyma því að ég hef verið rithöfundur í tíu ár án þess að fá alvörulaun fyrir það – þetta eru fyrstu launin mín fyrir ritstörf. Vissulega væri gaman að geta skrif- að á öðrum tímum en á kvöldin og um helgar en það kemur kannski betur í ljós með næstu bók.“ Önnur skáldsaga Auðar, Rigning í nóvember, er væntanleg í Frakk- landi og á Spáni í haust. óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Auður Ava er á góðri leið með leggja evrópska bókaunnendur að fótum sér. Ljós- mynd/Anton Brink Afleggjarinn hefur verið þýddur á sex tungumálum og er væntan- legur á öðrum átta á næst- unni. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 28. apríl – 13. maí Ole Ahlberg Pétur Gautur Opnun sýninganna er kl. 15 · Allir velkomnir Ný málverk 28. apríl – 13. maí Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Listmunauppboð 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 60 dægurmál Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.