Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 58
P IPA R \ T B W A • S ÍA • 1 2 0 8 6 8 Sýningar á sunnudaginn kl. 13:30 og 15:00  Þjóðleikhúsið Frumsýnir AFmælisveislu Pinters Brandarinn er aldrei búinn Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, Afmælisveislu Nóbelskáldsins Harolds Pinter. Björn Thors leikur iðjuleysingjann Stanley í verkinu. Hann hefur ekki leikið áður í verki eftir Pinter en leiðir hans og skáldsins lágu þó saman fyrir nokkrum árum þegar Pinter horfði á Björn leika í Hamskiptunum. Þ etta hefur verið skemmtilegt,“ seg-ir Björn um æfingaferlið. „Þetta er náttúrlega mjög sérkennilegur og skrýtinn húmor og brandarinn er aldrei almennilega búinn hjá Pinter því maður áttar sig aldrei almennilega á hvort þetta sé fyndið eða ekki. Og er þetta svona brjálæðislega fyndið eða er þetta svona brjálæðislega hættulegt eða alvarlegt?“ Afmælisveislan er fyrsta leikrit Pinters í fullri lengd. Verkið var frumflutt árið 1958 og telst til tímamótaverka í leiklistar- sögunni. Frumlegur og óvæginn húmor er eitt helsta höfundareinkenni Pinters og verkum hans hefur verið lýst sem „gamanleikjum ógnarinnar“. Harold Pinter lést árið 2008 en nokkru áður lágu leiðir þeirra Björns saman í Hammersmith í London. „Það er skemmtilegt að segja frá því. Ég og konan mín lékum fyrir nokkrum árum í Vestur- portsverkefninu Hamskiptunum og fórum með í leikferð Vesturports og lékum í nokkrar vikur í London og fórum síðan með sýninguna um Bretland.“ Um svipað leyti stóð til að setja upp afmælissýningu á Afmælisveislunni í leik- húsinu í Hammersmith og Pinter mætti á staðinn og fylgdist með sýningu á Ham- skiptunum. „Við vorum náttúrlega aga- lega spennt að fá að hitta þennan mikla meistara og fórum fram eftir sýninguna til þess að taka í höndina á honum en þá var hann farinn úr húsi. Þarna var hann orðinn fárveikur af krabbameini sem dró hann til dauða skömmu síðar en leiðir okkar lágu saman þarna og svo aftur í kvöld (föstudag) þegar við frumsýnum Afmælisveisluna.“ Guðjón Pedersen leikstýrir Afmælis- veislunni og teflir fram úrvals mannskap með Birni á sviðinu en Eggert Þorleifs- son, Erlingur Gíslason, Ingvar E. Sigurðs- son, Kristbjörg Kjeld og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eru í öðrum hlutverkum. „Þetta er frábær hópur. Þetta eru úrvals leikarar og lið sem maður er að vinna með.“ Upphaflega stóð til að Baltasar Kor- mákur myndi leikstýra verkinu en þegar spennumynd hans, Contraband, sló í gegn í Bandaríkjunum varð hann frá að hverfa. „Við byrjuðum að vinna með Balta og æfðum með honum nokkrar vikur en svo sló hann í gegn í Hollywood og vildi endilega fara að vinna eitthvað með Den- zel Washington. Honum lá svo svakalega mikið á með það. Og Guðjón tók við sem er líka mjög spennandi. Hann kenndi mér í Leiklistarskólanum á fyrsta ári. Þá var hann rosa stjarna og hafði þá nýverið tekið við Borgarleikhúsinu. Mér hefur svo aldrei gefist færi á að vinna með honum aftur fyrr en núna.“ Þórarinn Þórsrinsson toti@frettatiminn.is Afmælisveislan Stanley er framtakslaus maður, sem virðist áður hafa unnið fyrir sér sem píanóleikari. Hann lifir þó á vissan hátt við öryggi þar sem hann býr í herbergi í niðurníddu gistihúsi í litlum bæ við sjávarsíðuna í Bretlandi, dekraður og dáður af eiginkonu gisti- húseigandans. Skyndilega er honum kippt af afli út úr þessari veröld, þegar tveir dularfullir menn birtast til að „refsa” honum fyrir glæpi sem óljóst er hverjir eiginlega eru. Eiginkona gistihúseigandans vill áköf halda afmælisveislu fyrir Stanley, en veislan breytist smám saman í sannkallaða martröð. Þarna var Pinter orðinn fárveikur af krabbameini sem dró hann til dauða skömmu síðar. Björn Thors er snoðaður í Afmælis- veislunni en svo vel vill til að tvö hlutverk hans nú kalla á hárleysi. „Fórnaði ég hárinu fyrir þessa sýningu? Já og nei. Líka. Það liggja þarna tvær rullur svona skemmtilega saman. Þannig að þetta þjónar tveimur hlutverkum á sama tíma.“ 568 8000 | borgarleikhus.is Svar við bréfi Helgu – frumsýnt í kvöld kl 20! Hótel Volkswagen (Stóra sviðið. Síðustu sýningar!) Sun 29/4 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 20/5 kl. 20:00 lokas Lau 5/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 28/4 kl. 14:00 Lau 5/5 kl. 14:00 Lau 12/5 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Sun 6/5 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar! Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fös 27/4 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 4/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Fim 10/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 28/4 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 20:00 lokas Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 27/4 kl. 20:00 frums Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Sun 29/4 kl. 20:00 2.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 2/5 kl. 20:00 3.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Fim 3/5 kl. 20:00 4.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Fös 4/5 kl. 20:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Lau 5/5 kl. 17:00 aukas Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 6/5 kl. 20:00 5.k Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Þri 8/5 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Mið 9/5 kl. 20:00 aukas Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fim 10/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Sun 10/6 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Tengdó (Litla sviðið) Fös 27/4 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Lau 28/4 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Fös 4/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 25/5 kl. 20:00 Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Saga Þjóðar (Litla sviðið) Sun 29/4 kl. 20:00 lokas Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðasta sýning! Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 5/5 kl. 20:00 frums Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 9/6 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fös 1/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 28/4 kl. 13:00 Lau 12/5 kl. 13:00 Lau 28/4 kl. 14:30 Sun 20/5 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 AUKAS. Sun 20/5 kl. 19:30 Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 Fim 3/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Fös 25/5 kl. 19:30 Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Lau 26/5 kl. 15:00 Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Afmælisveislan (Kassinn) Fös 27/4 kl. 19:30 Frums Sun 6/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Mið 9/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 9.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Mið 2/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fös 4/5 kl. 19:30 AUKAS. Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Lau 5/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt 27. apríl Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 29/4 kl. 13:30 Sun 6/5 kl. 13:30 Sun 29/4 kl. 15:00 Sun 6/5 kl. 15:00 Missið ekki af þessari fjörmiklu sýningu. Sýningum lýkur 6. maí! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! JANE EYRE ÞESSI NÝJA ÚTGÁFA AF HINNI KLASSÍSKU SÖGU CHARLOTTE BRONTE HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA! 85% SKOR Á ROTTEN TOMATOES! NÝ ÍSLENSK HEIMILDAMYND UM LÍFSHÆTTI LAXINS LÓNBÚINN KRAFTAVERKASAGA 58 menning Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.