Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 2
FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD
Önduðum að okkur evrópskri meginlandsmengun
Ekki var það aska eða mengun frá íslenskri umferð sem sveif yfir borginni um síðustu
helgi heldur evrópsk meginlandsmengun, segir Þorsteinn Jónsson, sérfræðingur í loft-
gæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Mengunin var mest á laugardaginn en þó ekkert
meiri en myndast kringum Grensásveginn á annatíma. „Hins vegar lá mengunarskýið
yfir mun stærra svæði og sást því greinilega.“ Þorsteinn segir að fíngerðar rykagnir,
svo sem sót frá útblæstri og jafnvel, eins og stundum á vorin, leifar sinuelda, hafi
mengað loftið frá Evrópu. „Þetta mistur kom með hlýja veðrinu frá Englandi og
suðurhluta Frakklands. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir gætu hafa fundið fyrir þessu, sér-
staklega á laugardaginn.“ - gag
Garðabær kaupir
sýningarsal
Garðabær hefur keypt
104,5 fermetra sýning-
arsal á Garðatorgi 7 af
MK eignarhaldsfélagi.
Kaupin voru samþykkt
í bæjarráði í síðustu viku og samþykkti
ráðið að leggja til við bæjarstjórn að legði
blessun sína yfir viðauka við fjárhags-
áætlun ársins 2012 að upphæð 16,1 milljón.
Fyrir eiga Garðbæingar nokkrar eignir í
húsinu. Þeirra á meðal eru sjálfar bæjar-
stjórnarskrifstofurnar. -óhþ
Vilja nýjan grafreit á
Akureyri
Kirkjugarðar
Akureyrar hafa
óskað enn á ný
eftir svæði við
Naustaborgir
undir nýjan graf-
reit. Ekki er óskin
ný því forsvars-
menn Kirkjugarðanna óskuðu einnig eftir
sama svæði árin 2007 og 2010. Skipulags-
ráð Akureyrarbæjar frestaði afgreiðslu
málsins á fundi sínum á miðvikudag.
Mengunin á mánudag.
Fréttatíminn næst á skírdag
Næsta tölublað Fréttatímans, og það síðasta fyrir páska,
kemur út á skírdag, 5. apríl, en ekki á föstudag eins og venjulega.
Fyrsta blað eftir páska kemur út föstudaginn 13. apríl. S igurjón Björnsson, framkvæmdastjóri Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnar-fjarðar, hefur verið kærður af fjórum
systkinum sínum og móður til lögreglunnar
fyrir að hafa féflett foreldra sína. Fjölskyld-
an telur Sigurjón hafa haft umsjón með fjár-
málum foreldra sinna en grunur um að ekki
væri allt með felldu kom upp þegar faðirinn
lést í janúar 2010. Eftir því sem Fréttatíminn
kemst næst voru engir peningar á lausu til
að greiða kostnað við jarðarförina – nokkuð
sem kom bæði systkinum Sigurjóns og
móður verulega á óvart þar sem faðir þeirra
hafði alla tíð verið í vellaunaðri vinnu og átt
töluverðar eignir. Málið var kært til lögreglu
í júní 2010. Rannsókn af hálfu lögreglu hófst
þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári og er á
frumstigi.
Sigurjón hefur verið töluvert í fréttum
undanfarnar vikur vegna mála Eftirlauna-
sjóðsins en munur á eign hans og heildar líf-
eyrisskuldbindingum í árslok 2010 voru 8,9
milljarðar. Sigurjón starfar enn hjá sjóðnum
en mun láta af störfum þegar sjóðurinn fer
formlega yfir til Lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga, að sögn Guðmundar Rúnars
Árnasonar, bæjarstjóra og stjórnarformanns
Eftirlaunasjóðsins.
Tómar fjárhirslur
Eftir lát föður Sigurjóns kom í ljós að fjár-
hirslur hjónanna öldnu voru nær tómar og
glæsilegt einbýlishús þeirra við Brekku-
gerði var orðið eign Inex ehf., félags í hans
eigu. Í kjölfarið létu systkin hans og móðir
framkvæma ítarlega rannsókn á málefnum
dánarbúsins.
Samkvæmt heimildum Fréttatímans kom
í ljós við þá skoðun að samkvæmt skatta-
skýrslu var verðbréfaeign foreldra Sigur-
jóns að lágmarki til um 30 til 40 milljónir
króna á árunum 2005 til 2008. Auk þess
námu lífeyrissjóðsgreiðslur til hjónanna um
sex milljónum á ári. Þá var einbýlishúsið við
Brekkugerði skráð sem eign foreldra Sigur-
jóns á skattskýrslu ársins 2007 þrátt fyrir
að hún hefði formlega verið skráð eign Inex
ehf., félagsins sem Sigurjón er eigandi að.
Ástæðan fyrir því er, samkvæmt heimildum
Fréttatímans, að árið 1993 var húsið fært til
Inex í málamyndagerningi af hálfu Sigur-
jóns. Hann átti þá þriðjung í félaginu sem
greiddi ekki krónu fyrir húsið. Eftir því sem
Fréttatíminn kemst næst telja systkin Sigur-
jóns og móðir að hann hafi sölsað húsið
undir sig með því að fá aldna og heilsuveila
foreldra sína til að skrifa undir skjöl sem
gerðu honum kleift að taka yfir félagið og
þar með húseignina við Brekkugerði.
Engin svör
Heimildir Fréttatímans herma að fjöl-
skyldan hafi reynt að fá Sigurjón til að gera
grein fyrir því hvernig hann hefði ráðstafað
fjármunum foreldra sinna, sem og hvernig
hann hefði eignast húsið við Brekkugerði.
Eftir árangurslausar tilraunir sá fjölskyldan
sig knúna til að kæra hann til lögreglunnar.
Aldrei fengið pening
„Það hefur aldrei komið peningur til mín frá
foreldrum mínum en hins vegar hafa millj-
ónir runnið til systkina minna. Ég hef aldrei
haft nokkuð með fjármál foreldra minna að
gera. Ég er orðlaus yfir þessari kæru,“ segir
Sigurjón Björnsson í samtali við Frétta-
tímann. Aðspurður hvernig hann eignaðist
einbýlishúsið við Brekkugerði sagðist hann
hafa borgað fyrir það. Hann vildi þó ekki
skýra það nánar þegar eftir því var leitað.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Það hefur aldrei komið peningur til mín frá for-
eldrum mínum.
FjölSkyldudeila lögreglumál
Kærður fyrir að hafa fé og
fasteign af foreldrum sínum
Systkin framkvæmdastjóra Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar hafa, ásamt móður sinni,
kært hann til lögreglunnar fyrir að hafa haft bæði fjármuni og fasteign af foreldrum sínum.
Systkin mannsins segja hann hafa um árabil haft umsýslu með eignum foreldra sinna en við lát
föðurins kom í ljós að búið var nær tómt. Rannsókn á málinu stendur yfir.
Fjölskylda Sigurjóns
Björnssonar sakar
hann um að hafa
haft fé og fasteign
af foreldrum sínum.
Svaf ekki, var flökurt og kveið deginum
É g ætla í skaðabótamál. Ég er kominn svo langt að ég get ekki hætt. En ef ég hefði vitað hvernig málið ætti
eftir að vinda upp á sig, þegar lögmaður
minn skrifaði fyrsta bréfið í október 2009,
hefði ég bundið á mig hlaupaskóna, tekið
sprettinn heim og aldrei látið sjá mig aftur,“
segir Ólafur Melsted landslagsarkitekt sem
hrökklaðist úr starfi á Seltjarnarnesi eftir
að hann upplifði einelti af hálfu Ásgerðar
Halldórsdóttur. Hún var þá nýtekin við sem
bæjarstjóri.
„Af hverju lagði hún mig í einelti? Ég veit
það ekki,“ segir Ólafur sem tók við starfi
framkvæmdastjóra tækni- og umhverfis-
sviðs bæjarins 1. október 2008 af starfs-
manni sem hafði sinnt því í 32 ár. „Þetta
var draumastarfið mitt,“ segir hann enda
hafði hann unnið lokaverkefni um skipu-
lagsmál á Nesinu. Í samráði við Jónmund
Guðmarsson, þáverandi bæjarstjóra, réðust
þeir í miklar skipulagsbreytingar á sviðinu.
Jónmundur steig hins vegar úr bæjarstjór-
astólnum og eftirlét hann Ásgerði Halldórs-
dóttur um mitt ár 2009.
„Ég hafði fengið allar breytingar sam-
þykktar í bæjarstjórn. Í rauninni taldi ég
mig vera á greiðri leið. Svo smám saman fór
ég að sjá blikur á lofti.“ Ólafur hafði fengið
stöðu bæjarverkstjóra lagða niður og átti
sá að fá ný verkefni. Hann segir að bæjar-
stjórinn hafi ákveðið, án samráðs við sig, að
ógilda þá ákvörðun. „Það var fyrsta teiknið,“
segir hann.
„Smám saman var þetta svo orðið þannig
að ég vissi ekkert hvar ég var staddur. Hún
fór fram hjá mér trekk í trekk án þess að ég
vissi. Starfsmenn á mínu sviði voru með alls
konar skilaboð frá henni sem ég vissi ekki
af og voru farnir að vinna að verkefnum sem
ég vissi ekkert um. Samt bar ég ábyrgð. Svo
voru það samstarfsmenn mínir sem fóru að
benda mér á að ekki væri allt í lagi og spyrja
hvað væri í gangi?“
Hann segist hafa upplifað „stórskota-
hríð“ dag hvern. „Mér leið eins og ég væri í
sjónvarpsþáttunum Gettu betur eða Réttur
er settur og þeir tækju ekki enda. Ég fékk
stanslaust tölvupósta þar sem spurt var hver
hefði leyft mér að gera þetta og hitt. Hún
var alltaf að reyna að hanka mig á einhverju.
Þetta var óþægilegt og olli því að ég varð
mjög óöruggur. Ég var hættur að þora að
taka ákvarðanir og ég er ekki ákvarðana-
fælinn maður. Ég vissi að ég var yfirmaður
á stóru sviði sem velti miklu og ég þurfti að
taka ákvarðanir.“
Ólafur segir að hann hafi reynt að fram-
fylgja því sem honum bar. „Í lok október
2009 ákvað hún að kalla mig á sinn fund og
áminna mig.“
Hann segir að „lítill fugl“ hafi hvíslað því
að sér að áminningin væri í aðsigi. Hann
hafi því ráðfært sig við bróður sinn, sem er
lögfræðingur, og hann ráðlagt honum að
segja ekkert, einungis spyrja hana hvort
hún hefði sagt allt og óska eftir áminning-
unni skriflega.
„Á þessum tíma vaknaði ég upp klukkan
fjögur á nóttinni og kveið vinnudeginum.
Þetta var svo ólíkt mér. Í öllum þeim störf-
um sem ég hef verið í hef ég hlakkað til að
takast á við ný verkefni. Mér fannst ég vera
með gubbupest alla daga. Það var ónotatil-
finning í mér og mér var flökurt. Þetta var
hrein streita.“
Með starfsmann sér við hlið segir Ólafur
að Ásgerður hafi áminnt hann og sagt að
þessi áminning gæti leitt til uppsagnar.
Aldrei kom skriflega áminningin, þrátt fyrir
„Einelti hefur í mörgum tilfellum mjög alvarlegar afleiðingar á tilfinn-
ingalega líðan og getur valdið álagi og því að sjálfsmyndin brotnar.
Fólk getur orðið mjög kvíðið að fara í vinnuna og fundið fyrir streitu
og vanlíðan,“segir Marteinn Steinar Jónsson, sjálfstætt starfandi
vinnusálfræðingur hjá Úttekt og úrlausn ehf.
„Einelti er andlegt ofbeldi. Það hefur ekki aðeins áhrif á andlega
líðan heldur einnig líkamlega. Það getur komið fram sem alls konar
röskun; til dæmis of hár blóðþrýstingur og vöðvaspenna. Einkennin
eru svipuð því sem margt fólk finnur fyrir þegar það fer í próf, en
munurinn er sá að þessi streita er viðvarandi, sem veldur því að
ónæmiskerfið veikist og fólk verður viðkvæmt fyrir alls kyns kvillum.“
Marteinn Steinar segir að allur gangur sé á því hvernig fólk kemur
út úr einelti á fullorðinsaldri. „Fólk getur setið uppi með tilfinninga-
vanda. Það er kvíðið, óöruggt og brotið og
getur ekki tekist á við krefjandi aðstæður.“
Marteinn segir langvarandi einelti
geta gert þá sem fyrir því verða óvinnu-
hæfa. Þeir þori jafnvel ekki að takast á
við nýja vinnustaði.
„Vandinn er sá að skaðinn sem
þetta veldur er ekki endilega eitt-
hvað sem hægt er að vinna á með
skynsamlegri hugsun. Þetta er tilfinn-
ingalegur skaði sem situr í miðheila. Það
þýðir ekkert að telja sér trú um með
rökhugsun að það þýði ekki að
vera kvíðinn því rökhugsunin
hefur ekki áhrif á tilfinn-
ingaþáttinn.“ -gag
14 fréttaskýring Helgin 30. mars-1. apríl 2012
EinElti á vinnustöðum
Einelti er andlegt ofbeldi
1. Ógnun sem beinist gegn
faglegri hæfni. Athuga-
semdir sem endurspegla
lítilsvirðingu; ásakanir
um vanhæfni í starfi, gera
lítið úr frammistöðu; auð-
mýkja og þá sérstaklega
fyrir framan aðra.
2. Ógnun sem beinist að
persónu einstaklingsins.
Uppnefna, móðga, ráðast
að þolanda með hrópum
og öskrum; kúga til undir-
gefni; kynferðislegt áreiti
og líkamlegt ofbeldi; nota
niðrandi orð um aldur,
útlit, klæðaburð og hátt-
erni; breiða út illgirnis-
legar lygar/kjaftasögur
um þolanda og jafnvel
að hringja heim til hans/
hennar í tíma og ótíma.
3. Einangra og útiloka.
Tilburðir í þá átt að
hindra og standa í vegi
fyrir að þolandi fái notið
réttmætra tækifæra (sem
öllum eru ætluð), stuðla
að líkamlegri og/eða
félagslegri einangrun;
hamla upplýsingastreymi
til þolanda, o.s.frv.
4. Óhóflegt vinnuálag.
Markvisst unnið að því
að íþyngja með vinnu og
stuðla þannig að álagi
og streitu; t.d. með því
að leggja fyrir verkefni
sem verður að klára á
styttri tíma en mögulegt
er og/eða „drekkja“
í verkefnum; trufla
þolanda og skaprauna
þegar síst varir og
illa stendur á; gera
óraunhæfar, vitlausar og
tilviljunarkenndar kröfur
um frammistöðu, o.s.frv.
5. Taka fólk á taugum.
Stara á þolanda með
ógnvekjandi svip og taka
í gegn með látum ef við-
komandi verða á mistök;
þrúgandi þögn; auðsýna
tómlæti og fyrirlitningu;
klifa stöðugt á mistökum/
yfirsjónum; æpa ásakanir
fyrir framan aðra; stuðla
með ásetningi að óförum
og/eða mistökum.
Hversu algengt er
vinnustaðaeinelti?
Marteinn Steinar segir að
samkvæmt evrópskum
rannsóknum verði eitt til
fjögur prósent vinnandi
fólks fyrir alvarlegu einelti á
vinnustað. Á milli átta og tíu
prósent verði fyrir því af og
til. En tíu til tuttugu prósent
telji sig verða fyrir neikvæðri
hegðun á vinnustað.
Hvað er vinnustaðaeinelti?*
*Marteinn Steinar vísar til Rayner og Höel sem skilgreina vinnustaðaeinelti með þessum hætti.
Framhald á næstu opnu
Þetta er búið
að kosta blóð,
svita og tár.
Kannski oftast
tár. Ekki bara
fyrir mig heldur
líka fjölskyldu
mína og allt
mitt umhverfi.
Ég er meira og
minna búinn að
vera tekjulaus
síðan ég hætti.
Ólafur Melsted hafði aldrei upplifað einelti fyrr en hann fékk starf hjá Sel-
tjarnarnesbæ. Dómkvödd matsnefnd telur að Ásgerður Halldórsdóttir bæjar-
stjóri hafi lagt hann í einelti. Barátta Ólafs hefur staðið í tvö ár og hann ætlar
alla leið. „Ef ég hefði vitað hvernig málið ætti eftir að vinda upp á sig [...] hefði
ég bundið á mig hlaupaskóna, tekið sprettinn heim og aldrei látið sjá mig aftur,“
segir hann í viðtali við Fréttatímann.
Gefðu sparnað
í fermingargjöf
Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja
gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna
mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira
inn á Framtíðargrunn.
Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar.
Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landlæknisembættið
hefði átt að gera betur
Ýmsir angar eru á máli Ólafs gegn bæjar-
stjóranum. Einn þeirra liggur nú fyrir hjá
umboðsmanni Alþingis. Það er mat Högna
Óskarssonar, fyrrum bæjarfulltrúa og
geðlæknis, á því hvort um einelti hafi verið
að ræða. Þetta mat lagði bæjarstjórinn
fyrir matsnefnd.
„Það var rapport sem skrifað var án
minnar vitundar. Hann hafði aldrei sam-
band við mig, hvorki með tölvupósti né í
síma. Þarna var hann með fullyrðingar um
hvernig ég væri og hvað ég væri að gera.
Ég kærði mat hans til siðanefndar Lækna-
félagsins og landlæknisembættisins.
Embættið vísaði því frá sér og
sagði að þetta væri ekki brot
á læknalögum þar sem hann
hefði verið að vinna sem ráð-
gjafi en ekki sem læknir, en
hann er læknir. Þann úrskurð
kærði ég til velferðarráðu-
neytisins sem sagði að land-
læknisembættið hefði
átt að taka á þessu
en ráðuneytið gerði
ekkert frekar. Þann
úrskurð sendi
ég áfram til
umboðsmanns
Alþingis. Hann
hefur óskað
skýringa á því
af hverju ekki
ætti að gera neitt. Við
bíðum eftir því.“
Brotalamir
í stjórn bæjarins
Brotalamir eru í stjórnsýslu Seltjarnar-
nesbæjar, að sögn Margrétar Lindar
Ólafsdóttur, fulltrúa minnihlutans í
bæjarstjórn. „Það er eins og þau átti
sig ekki á því að það þarf að fara eftir
lögum og reglum.“
Margrét Lind nefnir, eins og þekkt
er, að málin séu reyndar fleiri en
Ólafs Melsted. „Við köllum eftir því að
faglega sé unnið að málum,“ segir hún.
Fréttatíminn sagði frá því í
nóvember að konu með 25 ára starfs-
reynslu hefði verið sagt upp og gert
að tæma skrifborð sitt á tíu mínútum,
þrátt fyrir að aldrei hefði hún verið
áminnt í starfi. Önnur sem hætti vísaði
máli sínu til Persónuverndar sem
úrskurðaði að framsending Seltjarnar-
nesbæjar á tölvupósti hennar í annað
pósthólf á vegum bæjarins hefði verið
óheimil. -gag
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri
vill ekki tjá sig um þá upplifun Ólafs
Melsted að hún hefði lagt hann í einelti.
Hún vísar í bókun bæjarstjórnarinnar
frá því fyrir hálfum mánuði og segir af-
stöðu bæjarins ekki hafa breyst.
Hinn 22. febrúar úrskurðaði innan-
ríkisráðuneytið að bærinn hefði brotið
þágildandi sveitarstjórnarlög þegar
hann lagði niður starf Ólafs. Minnihlut-
inn í bæjarstjórn gagnrýndi meirihlut-
ann og lét fyrir hálfum mánuði bóka
að farsælast væri að leita sátta við Ólaf
og reyna að ljúka þessu máli á sem far-
sælastan hátt.
Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarn-
arness var því ósammála og lét bóka
að hann teldi sig hafa fylgt lögum og
reglum í hvívetna við niðurlagningu á
starfi fyrrverandi framkvæmdastjóra
bæjarfélagsins. „Ekki verður því frekar
aðhafst að svo stöddu vegna nýgeng-
ins úrskurðar innanríkisráðu-
neytisins.“
Ásgerður hafnar því að hún
hafi lagt Ólaf í einelti og vill
ekki ræða vanlíðan hans eft-
ir samskipti þeirra. „Ég get
ekki rætt þetta, eins og ég
hef margoft sagt.“ -gag
Ég get ekki
rætt þetta,
eins og ég
hef marg-
oft sagt.
Bæjarstjórinn tjáir
sig ekki um mál Ólafs
fréttaskýring 15 Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Ásgerður Halldórsdóttir
Skapaðu góðar minningar á slitsterku Parador harðparketi Parador harðparketin eru með 25 ára ábyrgð á heimili og 5 ára ábyrgð í verslun. Erum með 21 tegund á lager.
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli,þriðjudaginn 10. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30.
Aðalfundur VR
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar
Innborgun í VR varasjóð
Ólafur óttast afleiðingar málaferlanna
Fjárhagur, orðspor og fjölskylda beðið hnekki„Fjárhagur [Ólafs Melsted]hefur beðið hnekki og ætla má að hvernig sem
málssókn hans á hendur Seltjarnarnesbæ lyktar, hafi orðspor hans sem
persónu og sem fagmanns einnig beðið hnekki,“ er mat tveggja mats-
anna sem kvaddir voru af Héraðsdómi Reykjavíkur til að rýna í ásakanir
Ólafs, á hendur Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra, um einelti. Mats-
mennirnir segja að líðan Ólafs sjálfs og fjölskyldu hans hafi beðið hnekki.
Þeir töldu fullsýnt að í fjórum atriðum hefði Ásgerður Halldórsdóttir
ótvírætt sýnt Ólafi Melsted ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi sem
stjórnandi. Í þremur atriðum til viðbótar hefði Ásgerður afar líklega sýnt
Ólafi Melsted ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi. „Matsmenn telja að þær breytingar til hins verra á líðan, högum og
heilsu Ólafs Melsted, sem lýst hefur verið hér að framan, sé að rekja
til þessarar háttsemi bæjarstjórans.“ Hún hafi í þessum tilvikum lagt
hann í einelti.
-gag
að Ólafur óskaði eftir henni; fyrst á fundinum og svo með aðstoð lögfræðings sem síðan sá um sam-skipti hans við bæinn. Ólafur segir að honum hafi verið sagt að áminn-ingin hefði einungis verið efnisleg aðvörun. Ástæða áminningarinnar var sögð vera orð Ólafs um Ásgerði sem eignuð voru honum en voru annars.
„Eftir þetta urðu samskipti okkar skelfileg. Eða réttar sagt; þau urðu engin. Við töluðum ekki saman í marga mánuði. Það var mjög erfitt. Hún hélt framkvæmda-stjórafundi einu sinni í viku. Ég mætti á þá.“ Ólafur segir að eftir að hann heyrði að hún vissi að orðin hefðu ekki verið hans hefði farið betur ef hún hefði einfaldlega beðist afsökunar. „Ég sá að mér væri ekki vært þarna lengur. Ég leitaði því fyrir mér að annarri vinnu,“ segir Ólafur og að Ás-gerður hafi séð nafn hans á lista umsækjenda hjá hinu opinbera og kallað hann á teppið þar sem hún sagði að sér líkaði það ekki. „Hún viðraði
þessa skoðun
sína á starfsum-sókn minni á
framkvæmda-
stjórafundi
daginn eftir og sagði þeim að hún hefði veitt mér tiltal,“ segir hann – og að
enginn hafi sagt neitt.
„Í janúar
sendi lögmaður minn bréf til
bæjarins og til-kynnti að ég
óskaði eftir því að gerður yrði við mig starfs-lokasamningur. Því bréfi var
ósvarað þegar ég gafst upp og fór í veikindaleyfi. Ég gat ekki verið þarna lengur.
Ég var orðinn mjög veikur og kannski gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað ég var orðinn veikur fyrr en ég fór til meðferðaraðila.“ Um sumarið 2010 var Ólafi til-kynnt að starf hans hefði verið lagt niður í skipulagsbreytingum. Hann hefur frá starfslokunum sótt aðstoð sálfræðings. „Ég hugsaði að maður væri kaldur karl og að ég gæti kýlt þetta ástand áfram. Svo þegar maður er kominn á endastöð er erfitt að vita hvað á til bragðs að taka.“
Hann hefur ekki látið bið, um-sagnir án aðgerða og misgáfulegar frávísanir frá stofnunum og emb-ættum, sem taka eiga á málum, stoppa sig. Velferðarráðuneytið, siðanefnd Læknafélagsins, Pers-ónuvernd, landlæknisembættið og
umboðsmaður Alþingis hafa öll litið á málið og anga þess. Ýmsir úrskurðir hafa fallið.„Uppsögnin var ólögleg. Þau brutu lög með henni þar sem þau stóðu ekki rétt að henni. Svo er náttúrlega allt hitt; læknisvottorðið sem sent var til samstarfsmanna minna í tölvupósti; aðgerðaleysi bæjarstjórnar þegar málið kom upp og það að hún [Ásgerður] hafi lagt mig í einelti. Viðbrögð bæjar-stjórnarinnar við erindi innanríkis-ráðuneytis eru þau að hún ætlar ekkert að aðhafast. Lögmaður minn sendi bréf á mánudaginn var þar sem hann spyr formlega um afstöðu bæjarstjórnar og hvort hún viðurkenni bótaskyldu,“ segir Ólafur sem undirbýr aðskilin mál vegna uppsagnarinnar og svo eineltisins.
„Þetta er búið að kosta blóð, svita og tár. Kannski oftast tár.
Ekki bara fyrir mig heldur
líka fjölskyldu mína og allt
mitt umhverfi. Ég er meira og minna búinn
að vera án
tekna síðan
ég hætti,“
segir Ólafur
sem er giftur
og á þrettán
ára dóttur og
tvítugan son.
Hann fær einn þriðja af því
sem launin
skiluðu á mán-uði frá lífeyris-sjóði sínum.
„Þannig að
þetta hefur
breytt öllu lífi okkar sem fjöl-skyldu. Allt
er breytt. Það er ekki farið
til útlanda á
hverju ári og
það eru ekki
lengur tveir
bílar á heim-
ilinu. Það er
ekki allt gert
og keypt. En
konan mín á
helstan heiður skilinn fyrir að hafa staðið í þessu með mér,“ segir hann og bætir því við að hann sæki þó ekki á bæinn til að fá sömu lífsgæði og áður heldur til að fá réttlæti fullnægt.„Aðalatriði málsins er að einelti er ofbeldi og ofbeldi á ekki að líðast í nútímasamfélagi. Það verða allir að fara eftir lögum; alveg sama hvort það er Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Sel-tjarnarnesi, þeir sem sitja í bæjar-stjórninni eða bara þú og ég. Það verður því að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. Ég get ekki annað, enda kominn svona langt áleiðis.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttirgag@frettatiminn.is
Ég óttast verulega
að þessi málaferli
og reynsla á Sel-
tjarnarnesi fæli
vinnuveitendur
frá mér.“
„Það fyrsta sem sál-
fræðingurinn minn
sagði var að ég yrði
að finna mér eitthvað
að gera á daginn,“
segir Ólafur Melsted
um viðbrögðin eftir að hann flosnaði upp úr
vinnu í kjölfar þess að hafa upplifað einelti á vinnustað. „Ég lét það ekki eftir mér að breiða sængina upp fyrir
haus. Ég fór á fætur og í nám,“ segir hann.
„Ég klára MBA-nám í
Háskóla Íslands eftir
rúman mánuð. Ég hef
sannað fyrir sjálfum
mér að ég er nú bara
góður í mörgu. Svo fór ég í kúrs í mannauðs-
stjórnun og ákvað í
kjölfarið að bæta við
mig þeirri masters-
gráðu og hef því verið í tvöföldu meistaranámi í vetur,“ segir hann
og bætir þeim við
meistaragráðu sína í
landslagsarkitektúr
frá Þýskalandi. Hann
er farinn að sækja
um störf en hefur
áhyggjur.
„Ég óttast verulega
að þessi málaferli og
reynsla á Seltjarnarnesi fæli vinnuveitendur frá mér. Ég er byrjaður að sækja um atvinnu, en
þessi málaferli geta
haft þær afleiðingar
að það taki mig langan tíma að fá vinnu. Ég
veit ekkert um það,“
segir Ólafur.
„Auðvitað hefði verið
auðveldast að hlaupa
strax í burtu. En rétt-
lætiskennd mín er svo svakaleg. Ég get ekki
látið valta svona yfir
mig. Það er útilokað
mál,“ segir Ólafur.
Hann segist hafa lært
mikið af þessu máli en hefði þó helst kosið að hafa aldrei þurft að
upplifa það.
Ég vaknaði upp klukk-an fjögur á nóttinni og kveið vinnudeginum. Þetta var svo ólíkt
mér. Í öllum þeim
störfum sem ég hef
verið í hef ég hlakkað til að takast á við ný
verkefni. Mér fannst
ég vera með gubbu-
pest alla daga. Það var ónotatilfinning í mér
og mér var flökurt.
Þetta var hrein streita.
16 fréttaskýring
Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi
takast á við fleiri eineltismál hjá
bænum en það sem upp kom er
bæjarstjórinn beitti Ólaf Melsted,
fyrrum framkvæmdastjóra tækni-
og umhverfissviðs, einelti; að áliti
dómkvaddrar matsnefndar. Ein-
eltisáætlun var sett upp í kjölfarið
og eru málin í þeim farvegi.
Ingunn Þorláksdóttir, formaður
starfsmannafélagsins, staðfestir
þetta, sem og BSRB. Aðspurð
segir Ingunn jafnframt að málin
snúi ekki aðeins að bæjarstjór-
anum heldur einnig öðrum yfir-
mönnum. Þá hafi lögfræðingar
í nafni starfsmannafélagsins og
BSBR sent bænum kröfu vegna
fyrrum launafulltrúa Seltjarnar-
nesbæjar og krafist bóta vegna
ólöglegrar uppsagnar.
Launafulltrúinn hafði unnið í
25 ár hjá bænum þegar honum
var gert að tæma skrifborð sitt á
tíu mínútum og yfirgefa vinnu-
staðinn. Ef sú uppsögn reyndist
ólögleg væri það ekki í fyrsta sinn
því Ólafi Melsted var sagt upp
ólöglega og hann ætlar að höfða
mál.
Ingunn segir að titringur sé á
meðal starfsmanna eftir að meiri-
hluti bæjarstjórnarinnar ákvað
að hunsa úrskurð innanríkisráðu-
neytisins sem taldi að bærinn
hefði brotið sveitarstjórnarlög
þegar Ólafi var sagt upp.
„Þetta vekur hræðslu og fólk
spyr sig hvað sé í gangi og hvort
bærinn geti gert það sem honum
sýnist, sama hvað aðrir segja.“
Spurð hvort starfsfólkið óttist að
segja skoðun sína, svarar hún:
„Já, fólk er ekkert að því. Það seg-
ir lítið og alls ekki opinberlega.“
Fréttatíminn sendi BSRB
skriflegar spurningar, að beiðni
Helgu Jónsdóttur framkvæmda-
stjóra á þeim forsendum að málið
væri viðkvæmt. Í svari hennar
segir að BSRB hafi aðstoðað
Starfsmannafélag Seltjarnarness
vegna starfsmanna bæjarins sem
telji sig hafa orðið fyrir einelti.
Fáheyrt sé að sveitarfélög bregð-
ist ekki við úrskurðum með við-
eigandi hætti.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
einelti Fleiri eineltiSmál á SeltjarnarneSi
Fólk hætt að tjá skoðanir sínar á Nesinu
Sjá einnig
síður 14-16
2 fréttir Helgin 30. mars-1. apríl 2012