Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 64
48 bækur Helgin 30. mars-1. apríl 2012  RitdómuR SöngvaR um alfaRaveginn Hin sænska Camilla Läckberg smellir sér beint á topp metsölulista Eymundsson með nýjustu bók sína Englasmiðinn sem kom út á föstudaginn var. Þetta er áttunda bók Läckberg sem kemur út á íslensku og hafa þær allar notið mikilla vinsælda. läckbeRg á toppinn  RitdómuR óðuR davíðS ÞoRSteinSSonaR l jósmyndir frá Íslandi áranna 1983-1997 er undirtitill safns mynda Dav-íðs Þorsteinssonar, áhugamanns um ljósmyndun sem varð óður í að fanga nær- umhverfi sitt frá Óðinsgötunni þar sem hann bjó. Bókin er í stóru broti, prentuð á Ítalíu af stakri fagmennsku í þrítón svo hér er ekki kastað til höndum. Davíð á hrós skilið fyrir þann metnað sem hann leggur í útgáfuna en með verki hans bætast við bæjarmyndir, og reyndar nokkrar myndir sem eru teknar utan við 101. Valið annast Davíð sjálfur, en hann gerir grein fyrir til- komu ritsins í aðfararorðum: Hann tekur mannamyndir á 35 mm vél, tilgreinir ekki hvaða tegund né á hvaða filmu hann tekur myndirnar. Fyrir borgarlandslagið nýtti hann 4´x 5´vél og mátti um langt skeið sjá hann á ferð með hana um Þingholtin. Viðfangsefni hans falla gróft í tvo flokka: Hann myndar þekkt og óþekkt andlit, fólk á förnum vegi, margt af því fastagesti á torgum, kaffihúsum og í sýningarsölum á svæðinu, og svo hreinar myndir af görðum, veggjabrotum, kimum þessa svæðis. Sá sem þekkir til á þeim slóðum sem Davíð myndar saknar þess fljótt að hann skuli ekki hafa verið á ferðinni fyrr en 1983. Áratugurinn þar á undan var krökkur af eldra fólki sem hafði margt alið allan sinn aldur í hverfinu; unga stúlkan sem skreytir forsíðu bókarinnar er þriðja kynslóð íbúa í hverfinu. Það er hennar kynslóð sem er merkilegasta myndefnið sem bókin geymir frekar en ýmis þau þjóðkunnu andlit sem taka mikið rúm í verkinu; frá Ljóni norðursins, Krist- jáni Arasyni, Sigurði Bogasyni, Dósa, Óla blaðasala, svo nokkrir séu nefndir. Hér eru margar ungar og eldri konur sem Davíð hefur fest á filmu: Portrettin eru hiklaus á andartakinu, laus við mikla sviðsetningu, hafa sterka nærveru og eru umbúðalaus, jafnvel frökk. Flestar eru myndirnar nafngreindar og stað- settar í tíma og rúmi þótt víða sjáist merki þess að frekari yfirlega gæti hafa greint myndirnar frekar og þannig gefið þeim meira gildi: Á mynd 113 er ekki aðeins Birgir Andrésson; að baki honum standa Arnar Herbertsson, Kristján Guðmunds- son og Halldór Ásgeirsson. Fjórar kyn- slóðir myndlistarmanna í einni hendingu. Á mynd 84 er ekki einungis að sjá Einar Olgeirsson 1. maí 1984; frá honum gengur Ragnar Stefánsson með upprúllaðan mótmælaborða og bunka af Neista undir arminum – mynd sem kallast skemmtilega á við mynd af Elísabetu drottningu og Vigdísi Finnbogadóttur á gagnstæðri síðu. Þá má einnig velta fyrir sér hvort bókin hefði ekki notið sín betur með skýrari kaflaskiptingu. Það eru raunar portrettin og strætamyndirnar sem eru lífvænlegast- ar af þessu safni. Ekki bara vegna þess að fólkið tengir á þann hátt við tökumanninn sem raun er á, heldur líka vegna þess að í landslagi borgarinnar er hann oft að kljást við skuggamyndanir; þær myndir eru ekki slíkt afbragð í byggingu að skoðandinn verði hugfanginn. Hér rekast líka oft á dagur og kvöld: Kvöldheimurinn er annar en birtan skær undan sól á sumri. Það búa þannig í safninu margir þræðir sem gaman hefði verið að sjá lengri og skipt niður eftir lit. En í heild er þetta ánægjulegt og fallegt safn. Davíð Þorsteinsson gekk ekki árang- urslaust að því stóra verki að skrá borgina þessi ár á meðan hann var að. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Þingholtin að Læknum Frá Uppheimum koma nú norrænir krimmar í röðum og fara þar nýjar þýðingar á sögum eftir Jo Nesbö, Camillu Läckberg og Söru Blædel, en allt eru þetta höfundar sem eiga sér trygga lesendur hér á landi. Aðeins eitt líf er eftir danska glæpasagnahöfundinn Söru Blædel. Árni Óskarsson þýðir bókina, þá fjórðu um lögreglukonuna Louise Rick sem út kemur á íslensku. Dag einn í september finnur sport- veiðimaður lík af stúlku í Holbæk-firði. Kaðli er brugðið um mitti hennar og á hinum enda hans er stór garðhella. Englasmiðurinn er áttunda bók Camillu Läckberg með þau Ericu og Patrik í forgrunni: Á Hvaley fyrir utan Fjällbacka hverfur fjölskylda sporlaust um páskana 1974. Í matsal skólahússins, þar sem fjölskyldan býr, koma menn að dúkuðu veisluborði. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Snjókarlinn er fimmta sagan í röðinni um Harry Hole og þýðandinn er Bjarni Gunnars- son sem fyrr: Harry Hole hefur borist dularfullt bréf í pósti, undirritað „Snjókarlinn“. Við athugun á gömlum lögregluskýrslum kemur í ljós að furðumargar ungar mæður, ýmist giftar eða í sambúð, hafa horfið á undanförnum árum. Allar um þetta sama leyti; þegar fyrsti snjórinn fellur. -pbb Vorvertíð í spennusögum Uppheimar sendu frá sér í liðinni viku mónograf um listakonuna Kristínu Guðjónsdóttur en hún féll frá 2007, ekki fertug að aldri. Bókin er í stóru broti, 25 x 29 sm, bundin í hörð spjöld og 190 síður, mikið skreytt ljósmyndum frá ævi hennar og þeim fjölda verka sem hún skildi eftir sig frá tíu ára ferli. Kristín bjó og starfaði í Bandaríkjunum frá 1991. Hún sýndi verk sín á tíu einkasýningum og tók þátt í ótal samsýningum en bókverkið um feril hennar dregur fram hvar áhugi hennar og elja lá. Kristín Rósa Ármannsdóttir og Jón Proppé skrifa í ritið greinar um feril Stínu, eins og hún kallaði sig, en þar eru líka vitnisburðir nokkurra samferða- manna hennar í Bandaríkjunum. Kristín vann í leir og gler, en líka í málm, og sótti einnig efni í fjörugrjót enda virðist formheimur hennar vera rammvestfirskur eins og hún átti kyn til. -pbb Til minningar um Stínu Fyrstu þýðingar á ljóðum Walts Whitman yfir á ís- lensku komu út 1892 í Kaup- mannahöfn. Í safni banda- rískra texta, bundinna og óbundinna, sem kallaðist Útsýn birti annar útgefenda, Einar Benediktsson, kafla úr Grasblöðum eða Leaves of Grass, verki sem Whit- man vann að alla sína ævi. Svo verður langt hlé á þýðingum ljóða Whitmans þar til Jóhannes úr Kötlum birtir ljóð eftir hann í Annar- legum tungum. Í kjölfar hans birtir Jónas Svafár þýð- ingar í Það blæðir ... 1952; í spor hans sækir Helgi Hálf- danarson 1955 og svo Jó- hann Hjálmarsson 1960. Þá verður langt hlé á þýðingum á Whitman, en samstiga birta Sigurður A. Magnús- son og Einar Bragi þýðingar 1983. Sigurður bætti um betur 1994 og þýddi alla söngva um sjálfan mig. Mun sú útgáfa hafa orðið til þess að Hallberg Hall- mundsson lagði árar í bát í glímunni við Whitman, en á síðasta áratug tekur hann á ný til við að snúa ljóðum hans og nú er komið stórt safn ljóðaþýðinga Hallbergs á ljóðum þessa jöfurs bandarískrar ljóð- listar. Á 178 síðum í hinu hefðbundna broti þýðinga hans gefst lesanda nú kostur á að kynnast stærra úrvali ljóða Whitmans en áður hefur rekið á strend- ur ljóðaunnenda. Hér er allur bálkurinn Söngur um sjálfan mig í 52 köflum, Söngur um alfaraveginn í 15 köflum, bálkurinn Síðast þegar dísarrunnar blómstruðu í hlaðvarpanum í 16 köflum og að auki ýmis ljóð. þar með talin öll ljóðin sem Hallberg birti í safninu Líttu niður ljósa tungl. Það er aðeins einn galli á þessari útgáfu: Hún er límd í kjöl og dettur í sundur við mikla notkun. Bókina verður því að brjóta upp af mikilli varkárni. Hér eru enda ljóð sem þurfa mikil og löng kynni, heimta svo ríkan kunningsskap. Ég efa ekki að menn geta deilt um hversu vel heppnað safnið er í umyrkingu – ljóð verða ekki þýdd, aðeins endurort. Hér er því stefnt til fundar við tvöfalt sjálf, Whitman og Hallberg. Safnið er merkileg og mikilvæg viðbót í því stórkostlega þýðingarstarfi sem Hallberg vann og á bókin erindi við alla ljóðaunnendur. -pbb Baðstu mig um viðkvæm vísuorð?  óður – ljósmynd- ir frá íslandi ár- anna 1983-1997. Davíð Þorsteinsson Davíð Þorsteinsson, 2012. Davíð Þorsteins- son.  Söngvar um alfaraveginn og sjálfan mig Walt Whitman Hallberg Hallmundsson sneri úr ensku Brú, 178 s. 2012 Walt Whitman. ... í heild er þetta ánægju- legt og fallegt safn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.