Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 90
J ón Gnarr er fyndinn og sniðugur náungi sem kann að gera gott grín þannig að hann munaði ekki mikið um að hrista fram úr erminni eins og eitt leikrit á meðan hann var á kafi í stofnun Besta flokksins sem skil- aði honum á stól borgarstjóra áður en verkið var fullklárað. Leikskáldið heldur sig á kunn- uglegum slóðum, fer ekki langt út fyrir þægindaramma sinn heldur mokar í blandara klassísku Fóst- bræðragríni, smá slatta af súrreal- ísku Monty Python-flippi, kostu- legum og fáránlegum persónum sem hann gæti hæglega leikið sjálfur (og hefur svo sem gert það í einhverjum skyldum útgáfum) og byggingarefni úr Fawlty Towers og hrærir saman í eldhressan og dulítið ágengan kokteil sem er löðrandi í hressri en vel jarð- tengdri absúrdkómík. Félagi Jóns og Fóstbróðir, Bene- dikt Erlingsson, tekur við þessum görótta graut Gnarrs og hellir af öryggi og útsjónarsemi í hagan- lega mótaðan leikhússbikar en því miður eru hlutföllin í uppskrift skáldsins eilítið skökk þannig að ofan á flýtur frábær froða sem heldur áhorfendum hugföngnum og skellihlæjandi aðeins fram yfir hlé. Botnfallið er svo aftur á móti frekar úldið og dreggjarnar grugg- ugar. Með aðeins meiri yfirlegu og tíma hefði sjálfsagt mátt sía gam- brann í það minnsta einu sinni enn og skila þannig litríkri og rammá- fengri guðaveig. Því er þó ekki að heilsa og þeim félögum, Jóni og Benedikt, reynist erfitt að ljúka kostulegu ádeilugríninu og þeir kjósa frekar ódýrar leiðir. Eigin- lega má segja að þegar guð í vél- inni skýst út úr kollinum á Sigga litla fjari stykkið út. Persónur taka vægast sagt miklum breytingum og leikurinn snýst upp í réttarhald yfir nasistanum gamla sem er of gegnsæ og blátt áfram gagnrýni á uppgjör hrunsins hér heima að hún missir marks og er lummuleg frekar en beitt. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að Hótel Volkswa- gen er prýðileg kvöldskemmtun sem skilur töluvert eftir sig. Jón hefur alltaf verið ófeiminn við að hæðast að ýmsu sem ekki þykir smekklegt að grínast með og Hótel Volkswagen er pottþétt ekki allra en hneykslar þó varla aðra en kengbælda smáborgara og kverúlanta á borð við þann sem Gnarr sjálfur gerði ódauðlegan í Tvíhöfða og hringdi í útvarpið til þess að láta vita að hann hefði verið að drekka málningu. Hér er skopast með alkóhólisma, þunglyndi, sam- og tvíkynhneigð, barnagirnd og geðveilur og ekkert nema gott um það að segja enda vel gert og eins og Jón sjálfsagt veit manna best eru þunglyndi og áfengisfíkn kómísk mein sem bjóða upp á endalaust djók. Sama má segja um nasista en Jón splæsir einmitt í einn slíkan. Alveg öldung- is frábæra persónu sem sá reyndi leikari Þorsteinn Gunnarsson leikur með svo miklum tilþrifum og húmor að unun er á að horfa og hlusta á Ludwig Rosenkranz sveiflast á milli nostalgískra minn- inga frá útrýmingarbúðunum yfir í að verða samkvæmt fölsku vega- bréfi Ameríkaninn John Williams frá Ohio. Aðrir leikarar eru ekki síður í góðum gír. Töluvert mæðir á Bergi Ingólfssyni í hlutverki Pálma sem situr fastur á Hótel Volkswagen með óþolandi og snargeðklofinn son sinn, Sigga, í eftirdragi. Dóra Jóhannsdóttir leikur Sigga og fer létt með að gera hann óbærilega óþolandi en sýnir svo allt aðrar hliðar þegar aðrir persónuleikar skjóta upp kollinum. Samspil Halldórs Gylfasonar og Jörund- ar Ragnarssonar í hlutverkum heiðurshjónanna Adrians Higgins og Pauls Jenkins er dásamlegt og Jörundur fer með himinskautum í hlutverki eggjastokkalauss karl- manns í kjól. Í þessu drepfyndna persónugalleríi glansar Hall- grímur Ólafsson svo í hlutverki rassvasaheimspekingsins Svenna sem rekur Hótel Volkswagen af mátulegri röggsemi. Hlutverkið gæti hafa verið skrifað fyrir Gnarr- inn sjálfan og Hallgrímur gerir sér góðan mat úr öllu sem pers- ónan býður upp á og tekst að gera Svenna að einhvers konar „comic relief “ sem er ansi vel að verki staðið þar sem verkið er nánast stanslaust grín. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Hótel Volkswagen er drepfyndið verk framan af, þar sem deilt er á og gert stólpagrín að öllum fjandanum í okkar undarlegu tilveru. Jón Gnarr keyrir á sprellfjörugu handriti, kostulegum samtölum og dásamlega sjúkum persónum sem leikhópur í toppformi gerir frábær skil. Hressir þræðirnir flækjast þó í höndum höfundar og leikstjóra í lokin en Hótel Volkswagen er þrátt fyrir það stórgóð kvöldskemmtun.  Hótel Volkswagen Eftir Jón Gnarr Leikstjóri Benedikt Erlingsson/Leikmynd Halla Gunnars- dóttir/Búningar Eva Vala Guðjónsdóttir/Lýsing Þórður Orri Pétursson Borgarleikhúsið  Leikdómur HóteL VoLkswagen Angistarhlátur á Hótel Tindastóli Halarófa í miðbænum Gjörningahátíðin Halarófa hefst laugar- daginn 31. mars klukkan 15. Hún hefst fyrir framan Kaffistofuna á Hverfisgötu 42b (við hliðina á Kling & Bang) þar sem upphafsgjörningarnir eiga sér stað. Gestir hátíðarinnar verða síðan leiddir um næsta nágrenni. Halarófan liggur niður að sjó, inn í myrkur, milli húsa, bak við hús, um farna vegi, í gegnum glugga, inn í kirkju og upp í sófa. Halarófa er vorhátíð, endahnútur og lokahnykkur á tveimur námskeiðum í myndlistardeild LHÍ þar sem nemendur skoðuðu gjörningaformið og margbrotið samband líkama og umhverfis. Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Hótel Volkswagen (Stóra sviðið) Fös 30/3 kl. 20:00 2.k Sun 15/4 kl. 20:00 5.k Lau 5/5 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 3.k Sun 22/4 kl. 20:00 6.k Lau 12/5 kl. 20:00 Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Sun 29/4 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Lau 28/4 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Lau 21/4 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Lau 14/4 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars. Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Mið 4/4 kl. 20:00 1.k Fös 20/4 kl. 20:00 3.k Fim 26/4 kl. 20:00 5.k Fim 5/4 kl. 20:00 2.k Lau 21/4 kl. 21:00 4.k Fös 27/4 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 14/4 kl. 20:00 Lau 28/4 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Örfár aukasýningar í apríl og maí. Tengdó (Litla sviðið) Fös 30/3 kl. 20:00 2.k Fös 13/4 kl. 20:00 4.k Sun 22/4 kl. 20:00 Fim 12/4 kl. 20:00 3.k Lau 21/4 kl. 20:00 5.k Eina litaða barnið í Höfnum. Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 27/4 kl. 20:00 frums Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Sun 29/4 kl. 20:00 2.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Mið 2/5 kl. 20:00 3.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Fim 3/5 kl. 20:00 4.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Fös 4/5 kl. 20:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Sun 6/5 kl. 20:00 5.k Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Mið 9/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fim 10/5 kl. 20:00 aukas Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Sun 10/6 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Saga Þjóðar (Litla sviðið) Lau 31/3 kl. 20:00 Sun 15/4 kl. 20:00 Fös 20/4 kl. 20:00 Sun 1/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Lau 14/4 kl. 20:00 Fim 19/4 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 31/3 kl. 14:30 Sun 15/4 kl. 13:00 Lau 28/4 kl. 13:00 Sun 1/4 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 14:30 Sun 1/4 kl. 14:30 Sun 22/4 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Fim 26/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Mið 11/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 AUKAS. Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fim 3/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Sun 20/5 kl. 19:30 Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Fim 24/5 kl. 19:30 Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 21/4 kl. 15:00 AUKAS. Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/5 kl. 15:00 Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 AUKAS. Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 30/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 17.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 22.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 23.sýn Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Afmælisveislan (Kassinn) Fös 27/4 kl. 19:30 Frums Lau 5/5 kl. 19:30 6.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 3.sýn Mið 9/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Mið 2/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Frumsýnt 27. apríl Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 1/4 kl. 13:30 Sun 22/4 kl. 13:30 Sun 6/5 kl. 13:30 Sun 1/4 kl. 15:00 Sun 22/4 kl. 15:00 Sun 6/5 kl. 15:00 Sun 15/4 kl. 13:30 Sun 29/4 kl. 13:30 Sun 15/4 kl. 15:00 Sun 29/4 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Mið 11/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/4 kl. 19:30 Aukas. Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Skýjaborg (Kúlan) Lau 31/3 kl. 13:30 Lau 31/3 kl. 15:00 Danssýning ætluð börnum frá sex mánaða til þriggja ára Glerdýrin (Þjóðleikhúskjallarinn) Mán 2/4 kl. 19:30 Þri 3/4 kl. 19:30 Uppsetning Fátæka leikhússins Uppistand - Mið-Ísland (Stóra sviðið) Mið 18/4 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 12/4 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! 74 menning Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.